the end

eftir að hafa búið með fjórum 23 ára karlmönnum í 50fm íbúð í viku finnst mér ég vera betri manneskja, finnst ég skilja lífið mun betur en áður, myndin er einhvernveginn mun heilsteyptari. Þakka ég þeim Hirti, Jóni Ragnari og Skúla fyrir brilliant félagsskap og fyrir að hafa hugsað um mig eins og prinsipessu þó þeir hafi ekki alltaf tekið mark á kvennlegum ráðleggingum mínum varðandi hin ýmsu atriði, verst fyrir þá.

Er komin heim á klakann, skrítin tilfinning og eru mikil átök að eiga sér stað á milli gleði og söknuðar, fólk segir mér að það sé eðlilegt.

Geri ekki ráð fyrir að þið lesendur góðir hafið gaman af því að lesa um hversu marga sófa ég sel eða um nýju línuna í iittala og mun ég því hér með ljúka skrifum mínum á þessari síðu. Þess í stað býð ég upp á kaffi og með því í nýju Rauðhattagötu, þ.e.a.s. Faxaskjólinu eftir næstu helgi og í allt sumar, ekki hika við að boða komu ykkar og ég skelli könnunni í gang.

Langar mig að lokum að þakka sambýlingi mínum fyrir dásamlegt ár og góða samveru í Montpellierborg, kaffisötur, beikonpastaát og kvöldstundir þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Takk Finnur.
Vil einnig þakka öðrum sem fylgdu mér í gegnum árið, öllum sem komu í heimsókn og nutu dásamlegu borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða með mér sem og ykkur sem heima sátuð en voruð með mér í anda.
Góðar stundir kæru vinir
Hildur


kebab 4.5e

Samkvæmt spánni á að byrja að rigna á laugardaginn
1.júní hækkar kebabinn um 50cent
"til leigu" stendur á hurðinni á ódýra sushistaðnum
það var ekkert vatn á þvottavélunum í nýja fína þvottahúsinu í morgun þegar ég ætlaði að þvo

skrítið hvernig umhverfið notar sína aðferðir til að kveðja

dansaði salsa á stöndinni til 03 í morgun...


hummmmm

Fékk þessi skilaboð frá Finni og co. kl.4:50 í nótt

"Bara svo thu vitir thad tha sitjum vid strakarnir i bilnum í Andorra og maulum ogedismat i vegkantinum"


þegar á heildina er litið

en jafnvel þótt ég hafi ekki lært að tala frönsku og ekki eignast neina sálufélaga, einungis nokkra kunningja hér í Montpellier þá hef ég lært ýmislegt og árið í heildina verið gott. ég lærði til dæmis hvernig á leita og leigja íbúð í frakklandi (tek að mér námskeið), ég lærði ashtanga yoga (tek ekki að mér námskeið), ég lærði að vera pinku örlítið stundvísari (allavega þegar allt er í 10min göngufjarlægð), ég hef jafnvel lært að njóta þess að vera heima hjá mér á kvöldin þ.e.a.s. ekki rjúka til við hverju gilliboði heldur bara kúra mig í sófann og lesa...jafnvel, ég lærði að ef í boði er dásamlegur matur á stúdentaverði þá eru kílóin mjög fljót að koma en að það er allt í lagi því þú lifir bara einu sinni og croisant á íslandi eru ekki á stúdenatverði, ég lærði að maður á ekki að gefa ókunnugum mönnum símanúmerið mitt jafnvel þótt þá vanti hjálp til að skrifa vinkonu sinni bréf á íslensku og síðast en ekki síst lærði ég að hafa ánægju af því að elda sem er ekki sjálfgefið og mjög vanmetið.
Þau markmið sem ég hinsvegar ekki náði auk ofantalinna tungumálaörðugleika var að læra að lifa í núinu en ég er nú þegar farin að plana hvað gera skal eftir útskrift jún 2009 ekki ráð nema í tímann sé tekið, hef ekki lært að vaka lengi enda ættu allir þeir sem að vaka frameftir að læra að fara fyrr að sofa á kvöldin þá verður heimurinn miklu betri. Ég hef heldur ekki klárað að skrifa ba-ritgerðina heldur einungis 3/4 af henni.
Allt saman hið besta mál

3 ljúfir dagar

Lilý fékk því miður mjög takmarkað magn af miðjarðarhafssólinni en það gerði þó lítið til enda stöllurnar þektar fyrir að geta masað meira og lengur en gengur og gerist. borðuðum mjög mjög mikið, drukkum mikið af rauðvíni, mikið af kaffi, smá te og nörtuðum í súkkulaði. fórum ekki á ströndina, ekki í dýragarðinn, ekki í vatnsdýrasafnið, skoðuðum ekki dómkirkjuna og ekki grasagarðinn. Heilsuðum þó aðeins upp á Lúðvík 14.


konur vs. karlar

stúlkan kemur með handklæði með sér jafnvel þótt henni hafi verið sagt að til væri eitt gestahandklæði. mennirnir koma ekki með handklæði með sér án þess að hafa kannað fyrir brottför hvort til væru gestahandklæði handa þeim öllum.

Ekki er ástæða fyrir lesendur að halda að þessi færsla sé byggð á sönnum atburðum heldur eru einungis almennar vangaveltur höfundar.


c'est la vie

mr. Easy bauð betur en mr.Ryan og mun Lilý því lenda kl.14 á staðartíma. Ströndin mun þess vegna bíða til morguns en dagurinn í dag tekinn í rölt um stræti og torg á milli þess sem við sönkum að okkur ólívum, baguette, rauðvíni, ostum og súkkulaði...mmmm

jæja, þá er hún byrjuð eina ferðina enn...

Nágrannar mínir í götunni (minnt er á tveir stórir gluggar eru opnir upp á gátt) halda örugglega að hér búi píanóundrabarn sem er að farað spila 3.concert Thaikowski og 3.concert Rachmaninoff með vínarsinfoníunni og þurfi því að hlusta á þá non-stopp frá morgni til kvölds til að muna þá. Við skrif mín get ég ekki hlustað á neitt sem inniheldur texta því þá fer ég að syngja með og veit ekki hvað ég er að lesa/skrifa og á heimilinu er því miður til mjög takmarkað magn af geisladiskum með klassískri tónlist svo yfirleitt verða ofangreindir concertar fyrir valinu enda með betri tónverkum sem samin hafa verið svo ekki kvarta ég. Prófaði branderborgarkonserta Bach í gær, þeir einhvernveginn virkuðu ekki mjög innspírandi, allt of miklar krúsídúllur eitthvað. Nágrannarnir verða því bara að sætta sig við þá félaga Thai og Rach í tíu daga í viðbót og mega vera fegnir að ég kjósi ekki að hlusta á þungarokk þegar ég er að læra.

Lítill fugl á gluggakistu

Í einveru minni síðastliðna 12 daga hefur mjög lítill, sætur fugl (búin að ákveða að þetta sé alltaf sami fuglinn) vanið komu sína til mín. Í fyrstu var það bara stutt viðlit á gluggasillunni en í gær og í morgun hefur hann ákveðið að vingast enn meira við þessa einmana stúlku sem situr á græna, ljóta svefnsófanum með tölvu í kjöltu sinni og hefur hann vappað um eldhúsgólfið í örlitla stund áður en hann heldur aftur á vit ævintýranna þarna fyrir utan. Verð að leyfa mér að vera örlítið klisjugjörn svona einu sinni og held hann sé að boða nýja og spennandi tíma í Hildarlífi. Getur ekki annað verið þar sem Epalið bíður mín í sumar og viðskiptafræði með fullt af sætum tvítugum sveinum í haust. Ekki nema hann sé að tala um road trip ferðina á mannfræðiráðstefnuna á Ísafirði í lok mánaðarins og nýja fína heimilið mitt i vesturbænum 107, það er ekki gott að segja.
Annars er lítil hætta á að ég verði einmana þá daga sem eftir eru hér við suðurhöf. Finnsi minn snýr aftur úr útlegð sinni seinnipartinn í dag og þrír félagar hans munu síðan rúlla hér inn um dyrnar seinnipartinn á fimmtudag og heiðra okkur með nærveru sinni í tíu daga, ó verður nú gaman hjá minni að leika prinsessu og láta fjóra fíleflda karlmenn stjana við sig í mat og drykk ó seisei já. Síðast en þó alls ekki síst situr hún elsku Lilý mín nú sveitt yfir ritgerðarskrifum norður í Lundúnaborg og takist henni að ljúka því verki fyrir sólstetur mun hún rjúka á ryanair.com og kaupa sér eitt stykki flugmiða sem mun flytja hana hingað suður í sólina snemma í fyrramálið. Mikið ósköp væri nú gaman að leika smá gellur á ströndinni með baguette og vantsrósavínsflösku á milli þess sem við skríkjum í sjónum. ba-ritgerð hvað, það er ekki á hverjum degi sem maður býr við miðjarðarhafið.
9.000orð!

far vel

Mér telst til að þegar ég fer frá Montpellierborg eftir allt of fáa daga þá muni ég þurfa að kveðja átta (pizzamennirnir teljast sem einn og kebabgæjarnir sem einn) manns.

Adrien(skiptinemabróðir Finns) og kærustuna hans Jeane sem hafa verið okkur mjög svo góð, leyft okkur að gista hjá sér á meðan húsnæðisleit stóð, boðið okkur í mat nokkrum sinnum og dregið okkur með sér á barinn endrum og eins.

Kelly og kærastann hennar Pierre sem er bjargvættur allra útlendinga sem og innfæddra einstæðinga í borginni, tekur það upp á arma sína og gætir þess að engan skorti félagsskap eða vott né þurrt. Hittingum hefur því miður fækkað upp á síðkastið þar sem ritgerðarskrif og sá tími sólarhringsins sem Pierre er hvað helst til viðræðna fer ekki alveg saman.

Pouline-býr fyrir ofan Pierre og er einn af einstæðingunum sem hann hefur tekið upp á sína arma. Yndælis stúlka sem þarf reglulega að pakka sínu hafurtaski og flytjast búrferlum milli borga sökum ágengra fyrrum kærasta. Mun flytja til london í lok mánaðarins.

Þjónninn og pizzabakarinn á Seciliapizzastaðnum út á horni...deux pizzas jambon/fromage á emporte

Bakarinn á hroninu sem líklegast er almennilegasti frakki sem finnst. Hildur: "takk fyrir" barkari:"nei, það er ég sem á að þakka þér"...deux croisant et deux pain au chocolat s'il vous plais

Kebabstrákarnir, allir þrír og eigandinn sem spyrja reglulega um Garðar bróður, hvort hann sé farinn (veit ekki hversu oft einhver getur farið þegar hann er einu sinni farinn)...un galette avec mutard sans frites

Finnst ég ekki alveg þurfa að kveðja grænmetis og ávaxtasölumennina en mun kannski kasta á þá extra góðri kveðju þegar ég fer til þeirra í seinasta sinn.


útboð

Óskað er eftir tilboði í eftirfarandi verk.

Verkið fellst í því að kenna undirritaðri að prjóna.

Verklýsing:
1.hluti - Kenna hverni fitja á upp prjóna. Þaðan verður farið yfir í að prjóna trefil í þremur litum, þarf hann að innihalda bæði slétt og brugðið.
2.hluti- kenna hvernig lesa á úr uppskriftum prjónablaða
3.hluti - kenna hvernig prjóna á vettlinga og sokka með öllu því sem fylgir, þumli, hæl og stroffi
4.hluti- kenna hvernig breyta á prjónauppskriftum í blöðum, þ.e. stærðum og hlutföllum
5.hluti-kenna hvernig prjóna á peysu í fullorðinsstærð. Þarf peysan að vera í amk tveimur litum.

Tími verkefnis:
Áætlað er að hefja verkefnið um miðjan júní eða eigi síðar en í byrjun júlí eftir samkomulagi. verklok eru áætluð í lok ágúst en búast má við að þau dragist þó eitthvað fram á haustið og verður greitt samkvæmt því.

Skilyrði:
Umsækjendur þurfa að hafa talsverða reynslu af prjónaskap og geta uppfyllt öll atriði í verklýsingu. Algjört skilyrði er að umsækjandi hafi mjög mikla þolinmæði, meiri en gengur og gerist þar sem verkefnið er talið mjög krefjandi í alla staði. Æskilegt er að viðkomandi drekki kaffi eða amk te og finnist súkkulaði gott.

Kostnaðaráætlun:
Borgað er samkvæmt taxta faxaskjóls group (sjá neðar)

umsóknir skulu berast á þessa síðu eigi síðar en 23.5.2008

Hildur Björgvinsdóttir

Samkvæmt leglu nr.2 hjá Faxaskjóli group eru verkefni sem unnin eru að kvöldlagi eða um helgar greidd í ótakmörkuðu magni kaffis, te, súkkulaði, poppkorns, hneta, þurrkaðra ávaxta og osta. Laun eru greidd á meðan á hverri vakt stendur.
Uppsöfnuð yfirvinna greiðist eftir samkomulagi í formi matarboða og rauðvínsdrykkju


je parle pas

Hef staðið sjálfa mig að því undanfarna daga að hugsa á frönsku og tala við sjálfa mig á franskri tungu ef út í það er farið. merkilegt í ljósi þess að ég kann eiginlega alls ekkert að tala frönsku þegar á mig er yrt.


allt stopp

Veit ekki hvað ég sagði eða gerði en sambýlingur minn ákvað að yfirgefa mig í heila tólf daga!...kannski af því að það voru einhverjar skrúplur á honum hvort hann ætti að fara með skiptinemafjölskyldu sinni eða ekki upp í fjöllin á þann himneska stað sem sumarhúsið þeirra er staðsett. benti honum góðfúslega á að mjög, mjög bráðlega mun hann snúa aftur á malbikið í reykjavík og þá verður ekki aftur snúið svo auðveldlega. svona fyrir utan hvað þau eru mun betir félagsskapur en ég sem reyti hár mitt og blóta tölvu og bókum en þó mest seinaganginum í sjálfri mér í sand og ösku allan liðlangan daginn frá sólarupprás til sólseturs. ef einhver setti mér fyrir að ég ætti að skrifa um ársdvöl mína hér við miðjarðarhafið væri ég kominn með 200bls á morgun, enda hvorki kenningar né heimildir í þeirri frásögn, hver var það sem setti reglurnar um svona ritgerðarskrif, segið mér það og ég skal finna viðkomandi og sýna honum hvar davíð keypti ölið. er sem sagt ekki komin með stöku orð meira en þessi 8.000 sem ég skrifaði um fyrir allt of löngu síðan. er að hugsa um að skella mér á ströndina á morgun og láta sjávarloftið leika um heilann, vonandi kemur andargiftin yfir mig.

sendið þetta áfram, setjið þetta á bloggin ykkar...og skellið ykkur á góða tónleika!

Kæri vinur,

Eftir fyrstu auglýsingaherferð Blátt áfram, kom til mín kona með tárin í augunum og sagðist vilja þakka fyrir að hafa séð auglýsinguna í sjónvarpinu. Sat og horfði á með 11 ára gamalli dóttur sinni sem brotnaði saman og sagði frá kynferðislegu ofbeldi.

Önnur ung stúlka sagði frá og kom þá í ljós að sá maður var að beita margar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi og fékk hann dóm í kjölfarið.

Þetta hefur áhrif !

1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislgu ofbeldi fyrir 18 ára aldur(Hrefna Ólafsdóttir 2002)

Styrktartónleikar verða haldnir á fimmtudaginn til að safna fyrir birtingu á nýrri auglýsingaherferð, átakið „Verndarar barna“

Blátt áfram þarf á þinni hjálp að halda, komdu og hlustaðu á eina af þínum uppáhaldshljómsveitum og styrktu gott málefni.


Styrktartónleikar 8 maí 2008
Stórtónleikar á NASA

Styrktar tónleikar á NASA 8 maí 2008.

12 af bestu hljómsveitum landsins koma fram

Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Fram koma:

Nylon, Sálin hans Jóns míns, Ný Dönsk, Ljótu Hálfvitarnir, Buff, Á móti sól, Merzedes club, Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Einar Ágúst, Brain Police, Sverrir Bergmann, Bermuda

Miðaverð er 2000 kr og rennur allur ágóðinn til Blátt áfram.

Safnað er fyrir nýrri auglýsingaherferð „Verndarar barna“

Miðasala á Pizzo Pizzería á Grensásveg !!

Blátt áfram þakkar fyrir þetta frábæra framtak!


Bestu kveðjur,
Sigríður Björnsdóttir
Blátt áfram!


hálfnað verk þá hafið er...

8.000 orð, 20bls = rúmlega hálfnuð. Komst ekkert út í sólbað í allan heilan dag og verður að segjast eins og er að það þykir mér hámark óréttlætisins. Til að bæta mér það upp ætla ég nú að rölta og ná mér í sushi.

Næsta síða »

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband