jæja, þá er hún byrjuð eina ferðina enn...

Nágrannar mínir í götunni (minnt er á tveir stórir gluggar eru opnir upp á gátt) halda örugglega að hér búi píanóundrabarn sem er að farað spila 3.concert Thaikowski og 3.concert Rachmaninoff með vínarsinfoníunni og þurfi því að hlusta á þá non-stopp frá morgni til kvölds til að muna þá. Við skrif mín get ég ekki hlustað á neitt sem inniheldur texta því þá fer ég að syngja með og veit ekki hvað ég er að lesa/skrifa og á heimilinu er því miður til mjög takmarkað magn af geisladiskum með klassískri tónlist svo yfirleitt verða ofangreindir concertar fyrir valinu enda með betri tónverkum sem samin hafa verið svo ekki kvarta ég. Prófaði branderborgarkonserta Bach í gær, þeir einhvernveginn virkuðu ekki mjög innspírandi, allt of miklar krúsídúllur eitthvað. Nágrannarnir verða því bara að sætta sig við þá félaga Thai og Rach í tíu daga í viðbót og mega vera fegnir að ég kjósi ekki að hlusta á þungarokk þegar ég er að læra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...það er þetta með tónlistina. Stundum fer það svo í lífi manns að viðkomandi fer að vinna einhvers staðar við sín fræði og þarf að einbeita sér við skýrslu- og þess háttar skrif. Frekar algengt er að fólk deili rými með öðrum starfsfélögum, þarf að vera vakandi fyrir að síminn hringi, einhver ávarpi mann og svo framvegis. Undir þessum kringumstæðum er t.d. ekki hægt að leika tónlist af þar til gerðum tækjum, jafnvel ekki þó hún hljómi bara í gegnum hljómhlustunareyrnatæki. Fólk situr bar eitt við sitt skrifborð í þögninni og einbeitir sér. Engin glymjandi píanókonsert eða þaðan af betra eða verra.

Ungt fólk hefur tjáð mér að ekki sé nokkur leið að einbeita sér án skipulags hávaða, þ.e. tónlistar. Jamm og jæja. Án þess að segja það beint að það sé vondur ávani að hafa alltaf hávaða í kringum sig, jafnvel þótt hann heiti tónlist, þá er náttúrulega ákjósanlegast að vinna í þögn og einbeita sér þannig, því við þær kringumstæður þarf maður að vinna þegar á líður. Svo einfalt er það. Og engum dettur í hug að biðja um annað. 

Kv

ÞÓ 

Þorgeir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:04

2 identicon

Mátt þú hlusta á tónlist heima hjá þér? Vááá...

Gussi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband