the end

eftir að hafa búið með fjórum 23 ára karlmönnum í 50fm íbúð í viku finnst mér ég vera betri manneskja, finnst ég skilja lífið mun betur en áður, myndin er einhvernveginn mun heilsteyptari. Þakka ég þeim Hirti, Jóni Ragnari og Skúla fyrir brilliant félagsskap og fyrir að hafa hugsað um mig eins og prinsipessu þó þeir hafi ekki alltaf tekið mark á kvennlegum ráðleggingum mínum varðandi hin ýmsu atriði, verst fyrir þá.

Er komin heim á klakann, skrítin tilfinning og eru mikil átök að eiga sér stað á milli gleði og söknuðar, fólk segir mér að það sé eðlilegt.

Geri ekki ráð fyrir að þið lesendur góðir hafið gaman af því að lesa um hversu marga sófa ég sel eða um nýju línuna í iittala og mun ég því hér með ljúka skrifum mínum á þessari síðu. Þess í stað býð ég upp á kaffi og með því í nýju Rauðhattagötu, þ.e.a.s. Faxaskjólinu eftir næstu helgi og í allt sumar, ekki hika við að boða komu ykkar og ég skelli könnunni í gang.

Langar mig að lokum að þakka sambýlingi mínum fyrir dásamlegt ár og góða samveru í Montpellierborg, kaffisötur, beikonpastaát og kvöldstundir þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Takk Finnur.
Vil einnig þakka öðrum sem fylgdu mér í gegnum árið, öllum sem komu í heimsókn og nutu dásamlegu borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða með mér sem og ykkur sem heima sátuð en voruð með mér í anda.
Góðar stundir kæru vinir
Hildur


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mína parta segi ég takk fyrir afskaplega góðar stundir í Montpellier og hlakka til að sjá þig á Íslandi í sumar  Ekki vinna yfir þig við að selja nýríku fólki útúrhannaða dagblaðastanda, óþægilega hægindastóla og póstmóderníska hraunmolablómavasa ... mundu hvað það var notalegt að ganga um íbúðina á náttkjólnum, búa til heimalagaðan ávaxtasafa og baka pönnsur!

 Knús frá Glasgó x

Heiðursmágkona (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:17

2 identicon

Ég á eftir að sakna þess að lesa þessa síðu, það er ekki erfitt að viðurkenna. En ég hlakka líka til að hitta þig á Íslandi. Mér finnst orðin alveg heil eilífð síðan ég sá þig síðast.

Þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem að þú flytur heim eftir lengri dvöl erlendis þá býst ég við að þú eigir eftir að spjara þig og aðlagist þessari skrýtnu tilfinningu.

Sjáumst á klakanum.

Krissa (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:24

3 identicon

Jæja kæra Hildur. Ég vona að Íslandið góða hafi tekið vel á móti þér, með tilheyrandi jarðskjálftum og húllumhæi. Hlakka til að kíkja til þín í kaffi í íbúðina við hafið, stunda vatnsleikfimi í Vesturbæjarlauginni og drekka rótsterkan expressó fyrir allar aldir á Gráa kettinum. Over and out!

Guddulingur (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:24

4 identicon

Ég bið að heilsa heim, og við sjáumst eftir mánuð! ;o)

Tinna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband