Lítill fugl á gluggakistu

Í einveru minni síðastliðna 12 daga hefur mjög lítill, sætur fugl (búin að ákveða að þetta sé alltaf sami fuglinn) vanið komu sína til mín. Í fyrstu var það bara stutt viðlit á gluggasillunni en í gær og í morgun hefur hann ákveðið að vingast enn meira við þessa einmana stúlku sem situr á græna, ljóta svefnsófanum með tölvu í kjöltu sinni og hefur hann vappað um eldhúsgólfið í örlitla stund áður en hann heldur aftur á vit ævintýranna þarna fyrir utan. Verð að leyfa mér að vera örlítið klisjugjörn svona einu sinni og held hann sé að boða nýja og spennandi tíma í Hildarlífi. Getur ekki annað verið þar sem Epalið bíður mín í sumar og viðskiptafræði með fullt af sætum tvítugum sveinum í haust. Ekki nema hann sé að tala um road trip ferðina á mannfræðiráðstefnuna á Ísafirði í lok mánaðarins og nýja fína heimilið mitt i vesturbænum 107, það er ekki gott að segja.
Annars er lítil hætta á að ég verði einmana þá daga sem eftir eru hér við suðurhöf. Finnsi minn snýr aftur úr útlegð sinni seinnipartinn í dag og þrír félagar hans munu síðan rúlla hér inn um dyrnar seinnipartinn á fimmtudag og heiðra okkur með nærveru sinni í tíu daga, ó verður nú gaman hjá minni að leika prinsessu og láta fjóra fíleflda karlmenn stjana við sig í mat og drykk ó seisei já. Síðast en þó alls ekki síst situr hún elsku Lilý mín nú sveitt yfir ritgerðarskrifum norður í Lundúnaborg og takist henni að ljúka því verki fyrir sólstetur mun hún rjúka á ryanair.com og kaupa sér eitt stykki flugmiða sem mun flytja hana hingað suður í sólina snemma í fyrramálið. Mikið ósköp væri nú gaman að leika smá gellur á ströndinni með baguette og vantsrósavínsflösku á milli þess sem við skríkjum í sjónum. ba-ritgerð hvað, það er ekki á hverjum degi sem maður býr við miðjarðarhafið.
9.000orð!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband