Færsluflokkur: Lífstíll
21.2.2008 | 14:02
Þolinmæði
Ef ég bara gæti haft þig hér hjá mér í einn dag, segjum tvo.
Ég myndi samviskusamlega taka 300 skrið,
spjalla við þverhausana í pottinum,
slá persónulegt tímamet í gufunni,
jafnvel kasta bolta til krakkanna
Æ hvað það væri nú ósköp notalegt
en maður fær víst ekki allt sem maður vill svo ég verð að vera þolinmóð
Þín vinkona
Hildur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 17:22
video með öllu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 16:02
Ð
Hver sem er getur í hendi sér séð að skrifa 30bls BA-ritgerð í text edit eða með því að setja inn öll Ð eftir á sé ekki mjög físilegur kostur. Var ég því að hallast að því að skrifa aðeins orð sem ekki innihalda Ð. Hefur alltaf þótt gaman að takast á við ný verkefni þið skiljið.
til þess mun þó ekki koma því viti menn, í fyrra dag, þegar ég ætlaði loksins að fara setja niður uppkast af ritgerðinni hver haldiðið að haf hafi verið mættur í öllu sínu veldi í word...jújú mikið rétt enginn annar en hann Ð. mikið gladdi það nú mitt litla hjarta í seisei já.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 18:43
söndagen
Annars lítur út fyrir að það verði margar skýjaborgir byggðar á næstunni, ekkert nema ský og jafnvel nokkrir dropar í kortunum fram í næstu viku, líst ekkert á þetta. Hvernig er það annars með það þarna fyrir norðan á Klakanum, hef ekki lesið neinar storm/óveðurs/ófærðar/björgunarsveitafréttir í örugglega tíu daga, eruð þið ekkert farin að óttast að það komi ekki fleiri óveður í vetur, hvað gera danir þá?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 11:02
?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 17:57
lokkaprúð
Er núna með skál af múslí með vanillusoyamjólk og hrásykri út á í annarri og pastisglas í hinni, ágætis forrdrykkjarréttacombo. Kvöldmaturinn verða glóðasteiktir borgarar a la Rauðhattagata 5.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 16:07
kjóll og hvítt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 11:57
violin
B:Myndi nú ekki ganga svo langt að kalla þetta Hljóð. Hljómar meira eins og ljúft, róandi suð eða vögguvísa fyrir mér. Þetta er hún Hildur nágranni minn að æfa sig á fiðluna sína.
A: Mér finnst hún nú vera dálítið svona hummm "out of tune" eins við segjum á fagmálinu
B: Það er bara vegna þess að hún keypti fiðluna á 5.000kr í Víetnam en hún var þar yfir jólin og hún fellur alltaf um hálf-til heiltón í hvert sinn sem hún byrjar að spila, eitthvað stillingaratriði. Þetta var meira svona fiðlukitt en ásamt fiðlunni sjálfri fékk hún víst boga, myrru og fínan kassa. Mér skilst reyndar að á leiðinni heim hafi hún komist að því að þetta hafi ekki verið svo góð kaup eftir allt saman, samkvæmt heimamanni hefði hún átt að geta fengið celló(kitt) fyrir sama pening. Hún hefur sagt mér að hún ætli að fara aftur til Víetnam sem fyrst því hún varð alveg heilluð af landi og þjóð og ætlar þá víst að verða sér út um fínt cello en ætlar að láta fiðluna duga þangað til.
A: Finnst þeim sem hún býr með ekkert leiðinlegt að hlusta á þetta sarg?
B: nei, nei alls ekki.hann elskar þetta. Veit sem er að hún er með meðfædda hæfileika til að spila á strengjahljóðfæri, hún þarf bara að ná svona platónsku sambandi við hvert hljóðfæri fyrir sig. Ég get ekki beðið eftir að hún og fiðlan hafa náð alveg saman en þær virðast alveg vera að nálgast það, verður betra með hverjum fimm mínútunum sem líða, það verður svo yndislegt að lesa skáldsögu með kaffibolla í hönd og hlusta á rússneska fiðlukonserta í sólinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 13:25
brakandi...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 13:02
hvað gerir fólk við allan þennan tíma?
Ég sem hafði hlakkað svo til að vera bara í skóla, sinna skólanum svona einu sinni alveg 100% í fyrsta sinn síðan ég var sjö ára, ekki æfa á neitt hljóðfæri, ekki stunda neinar íþróttir, ekki vera í neinu leikfélagi, ekki vera í 40% vinnu, hvorki vera ritari né formaður ekki þurfa að mæta neinstaðar klukkan neitt. Ekki nema í jóga 3x í viku en það er svo gott fyrir líkama og sál (eins og reyndar öll ofantalin atriði) svo það telst eiginlega ekki með. Og núna, bara í tango 19-21 á miðvikudögum og kannski spunaleiklist 18-20 á fimmtugögum...hef ekki einu sinni komið mér til að rölta yfir á skrifstofu Rauða Krossins til að bjóða mig fram sem sjálfboðaliði, bara sent þeim e-mail sem þeir hafa ekki svarað, líklega hafa þeir ekki skilið það. Langar mjög mikið að rölta yfir til þeirra, taka að mér eitthvað þarft verk og hjálpa öðrum, kannski kynnast einhverju góðu fólki og vonandi læra nokkur orð í frönsku. Ég bara hef ekki tíma til þess, ég þarf að læra. Lesa samviskusamlega, sitja og hugsa um námsefnið, punkta niður áhugaverð atriði og lesa ítarefni. Skil bara ekki afhverju það gengur ekki hjá mér. Ég stilli klukkuna 7:30, hún heldur áfram að hringja á 10min fresti til 8:30. Þá útbý ég mér kinoagraut, helli upp á kaffi og kíki á helstu ekkifréttir heimsins, les öll e-mailin sem ég ef ekki fengið og les allar gömlu bloggfærslur vina og ekki vina. Kl. 9 byrja ég að lesa skólabækur, fletti upp greinum á netinu, googla hitt og þetta, les aðeins í hinum mannfræðibókunum, panta áhugaverðar bækur á amazon og les aðeins meira. Jæja, og þá er að staldra við, fara yfir allt sem þú ert búin að lesa um í morgun og setja niður á blað hvað þú ætlar að skrifa um í BA-ritgerðinni. BLANK!!! Ef till vill er þetta spurning um ávana og venjur, en hafandi allan heimsins tíma í heiminum til að vera góður og samviskusamur nemandi virkar bara ekki fyrir Hildi Björgvins, áhuginn er fyrir hendi og ég held að metnaðurinn sé þarna líka, það bara gerist ekki neitt. Spurning hvort það vanti ekki sjálfboðaliða hjá Rauðakrossinum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar