Færsluflokkur: Lífstíll

hrútur:

Gaman að því hversu stjörnuspáin mín á mbl.is seinustu daga hefur verið mjög nærri sannleikanum. Það ætti þó ekki að koma á óvart þar sem öll vitum við að mikil speki og stjörnukortalesning liggur á bak við hverja og eina stjörnuspá sem birt er á þeim ágæta moggavef.

ný sleginn tíkall

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég óslösuð og í heilu lagi, hnéið vel rispað og pínu bólgið, kom í veg fyrir jógaástundun í morgun en annars eins og ný sleginn túskyldingur.
Rigning í dag svo það er lítið annað að gera en sitja inni og drita niður eins mörgum orðum á blað og ég kem við því ekki verður neitt skrifað næstu vikuna, verð allt of upptekin að vera í sexára leik.

jamm og já

Ákvað að taka Finn á þetta og blogga bara á tveggja vikna fresti, kanna hvort ég fengi ekki örugglega svona 13 komment eins og hver færsla hjá honum. Svo var ekki.
Sinfoníutónleikarnir voru virkilega góðir sem og morgunkaffið mitt upp á torgi.
Þessa vikuna hef ég afkastað 4 síðum af 25 í ritgerðinni sem þykir nokkuð gott miðað við að í dag og í gær var 20c og heiðskýrt.
Stórfjölskyldan mætir á svæðið eftir sléttan sólarhing, tilhlökkunin er í hámarki enda komnir góðir þrír mánuðir síðan seinast. Daskrá næstu viku verður 6ára miðuð þar sem stefnan verður tekin á dýragarðinn, vatnsdýrasafnið (aquarium), borðaðar kökur og ís í kílóavís og popp og kók þegar búið er að hátta. Því miður spáir ekki 20c og sól en ég lofaði því víst í desember að það yrði farið á ströndina en ekki var tekið fram í hverskonar fatnaði svo ég ætti að geta staðið við það.
Tók góða stungu á tröppum tónleikahússin seinnipartinn. Sama hvað má segja um elsku frakkana þá eru þeir nú hjálplegir þegar á þarf að halda. Maður í símanum, ung kona í taugaáfalli og gömul hjón stóðu í góðum hnapp yfir mér og slógust um hver ætti að fylgja mér heim. Tókst að staula út úr mér á minni afbargðs góðu frönsku að ég byggi nú bara í næstu götu svo þegar gamli karlinn var búinn að gefar mér eitt af (vonandi ónotuðu) snýtubréfum sínu til að setja á ansi illa leikið hnéið staulaðist ég heim á leið. gömlu hjónin röltu þó í hægðum sínum á eftir mér bara svona til öryggis. Konan í apótekinu ætlaði að selja mér allt sem til var í hillunum en ég lét mér nægja stóran góðan plástur.
Fyrsta viðbrögð míns elskulega sambýlings var að skella upp úr og spyrja hvort einhver hefði séð mig detta. Svona er nú gott að eiga góða að.

24ára eða 6tug?

Upplifi sjálfa mig (og Finnur held ég líka) æ oftar sem gamla sál í ungum líkama. Fórum á barinn í gær þar sem var skífuþeitir að spila tónlist, fína tónlist, hún var bar allt of hátt styllt og engin leið til að halda uppi samræðum. Finnur sagði að ég væri að misskilja, fjörið byrjaði fyrst þegar tónlistin væri orðin svo há að ekki væri hægt að halda uppi samræðum með góðu móti. Samþykkti að fá okkur "one for the road" á leiðinni heim með því skilyrði að ég fengi að fara heim að sofa kl.01. Kom í ljós að hverfispubbinn var opinn til 02 vegna þess að það var 29.febrúar og var því að sjálfsöðgu setið og rabbað við fótboltabarþjóninn til lokunnar. Var það ágætis skemmtun og lagðist ég á koddann 2:30 sátt og sæl með kvöldið. Blótaði því þó í sand og ösku þegar ég mætti í jóga kl.10 í morgun og hét því að drekka aldrei fleiri en eitt vínglas og fara ekki seinna að sofa en 23, það væri ekki þess virði að fórna yndislega heilsubætandi powerjóganu fyrir "soralífið" á nóttunni. Ætli það loforð endist þó lengur en fram að næstu helgi, það er víst ekki inn að farað sofa kl.23 og enda missir maður þá af öllu fjörinu á ölstofum bæjarins og það er dáldið púkó.
Eftir ágætis lasagnemáltíð var kvöldið í kvöld þó tekið í modelbyggingu og sófaráðleggingar. Nú er klukkan að nálgast 01 og ekki seinna vænna að skríða á dýnuna enda á ég miða á sinfoníuna kl.10:45 í fyrramálið. Sambýlingur minn og Haukur bróðir eru sammála um að ég hagi mér eins og 60 en ekki 24ára og 46 vikna í mekka bóhemismans í suður Frakklandi. Gæti þó ekki hugsað mér betri sunnudagsmorgun (nema ef vera væri 300skrið í vesturbæjarlauginni), rölta mér upp á torg í sólinni, gæða mér þar croisant og kaffi áður en ég hlusta á undurfagra sinfoníutóna en meðal efnis er fyrsta sinfonía Beethovens og er gestaleikarinn 19 ára konsertmeistari að ég held frá Rússlandi.


Maður febrúarmánaðar

Af öðrum ólöstuðum langar mig að titla afa minn Þórð Hauk mann febrúarmánaðar. Eftir að hafa unnið sleitulaust í að skrá ættartal fjölskyldunnar í heilt ár, grafa upp upplýsingar um "týnda" ættingja í gegnum Íslendingabók, skjalasöfn, tölvupósta landa á milli og yfir kaffibollum auk þess að safna saman myndum af öllum skaranum þá kom bókin út á prennti fyrripart mánaðarins. Hef því miður enn ekki séð hana en hlakka mikið til að fletta í gegnum hana þegar ég kem á klakann og læra um skyldmenni mín í föðurætt. Óska ég afa innilega til hamingju með þetta verk.
Til að láta sér nú örugglega ekki leiðast eftir að hafa komið ársverkinu frá sér, svona á milli þess sem hann fer í sund, maraþon göngutúra, spilar golf og passar barnabörnin auk þess að sinna hinum ýmsu félagsstörfum þá ákvað afi að skella sér á matreiðslunámskeið og skylst mér að hann sé nánast búinn að yfirtaka eldhúsið hennar ömmu svo gaman hefur hann af pottunum og kryddunum. Hlakka ég einnig mikið til að koma í sunnudagsmat til afa þegar ég kem á klakann.
Þess má geta að afi verður 78 ára seinna á árinu.

...

Held ég sé ekki að plata þegar ég segi að fyrir utan að drekka góðan kaffi með góðu fólki og tala um heimsmálin þá sé það að dansa tango það lang skemmtilegasta sem ég geri, það er bara svo mannbætandi og hjartastyrkjandi!!! Finnst reyndar mjög gaman að taka ljósmyndir líka. Bara bæði betra.

bara örlítið hraðar...

Eftir að hafa "snoosað" í einn og hálfan tíma í morgun kom ég mér á fætur og rölti í jóga. Var hissa á því að enginn væri mættur rétt fyrir tíu en gerði ráð fyrir að fólk hefði kúrt aðeins of lengi og kæmi fljótlega á harðarspretti. skipti um föt, sótti mér dýnu og byrjaði að rúlla henni út.

Jógakennari 1: Svo þú hefur ákveðið að byrjendahópurinn væri ekki nógu erfiður og fært þig yfir fyrir þig Hildur og fært þig yfir í framhaldshópinn? (ávarpar mig ávalt með nafni, veit ekki hvort það sé til þess að vera kúl að geta borið þetta skrítna nafn fram eða hvort það tíðkist innan jógasamfélagsins til að gera allt persónulegra og jarðbundnara)

Hildur: Ha, neinei alls ekki, þetta er sko alveg nógu erfitt fyrir mig

Jógakennari 2: Þér er alveg velkomið að prófa ef þú vilt, það er að sjálfsgöðu aðeins erfiðara

Hildur: ???

Jógakennari 1: það er að byrja framhaldstími eftir 5mín

Hildur: Hvað er klukkan? hvaða dagur er í dag? (fékk nett hvíðakast að ég hefði rekið höfuðið í vegginn um nóttina, rotast, misst minnið og væri nú stödd í annari vídd)

Jógakennari 2: Miðvikurdagur og klukkan er að verða 10

Hildur: ...já einmitt, þannig að það er að byrja byrjendatími eftir 10mín (hvaflaði ekki að mér að jógakennararnir tveir vissu betur en ég hvaða tími væri að byrja. Byrjaði þó að rúlla dýnunni aftur saman og bjó mig undir að hverfa aftur inn í klefa til að hugsa ráð mitt)

Jógakennari 1: þú ættir endilega að prófa bara. Þetta er aðeins hraðar en byrjandatíminn en flestar æfingarnar eru þær sömu. Þær æfingar sem þú ekki þekkir spyrðu bara um eða bíður eftir hinum.

Ég var ekki viss, byrjendatíminn hafði reynst mér alveg nógu erfiður fram að þessu þar sem mér hafði oft legið við köfnun sökum þess að gleyma að anda en fyrir þá sem ekki vita þá er öndun algjört "cuzial" atriði í jóga. Þeir félagar virtust þó ansi sannfærðir um að ég gæti þetta, gat ekki trúað því að jógamenn færu svo illa með unga stúlku að plata hana í eitthvað sem væri henni um megn.

Og þá var líka eins gott að sanna það fyrir þeim að þetta væri mér ekki um megn. Aðeins voru sex manns mættir í tímann og því garaneterað að kennarinn yrði með augun á öllum svo ekkert yrði hægt að svindla (af því að ég er jú í jóga fyrir kennarana en ekki sjálfa mig) Örlítið hraðar var kannski vægt til orða tekið. Ekkert svona anda einu sinni inn og út á staðnum áður en farið var í næstu æfingu heldur bara hjólað í þetta allt saman. Framan af þekkti ég allar æfingarnar og gerði þær eftir bestu getu á hraða ljóssins undir lokinn bættust þó við æ fleiri sem ég hafði ekki gert áður en mér til mikils happs voru þær meira í formi liðleika en styrkleika og gat þá amk þóst geta gert þær.
Hefði þó allt strax verið mun auðveldara ef Arnaud, sem er eigandi jógastudiosins og annar kennarinn, hefði ekki verið meðal "þátttakenda" en ekki í kennarasætinu í þetta sinn, staðsettur ská fyrir framan mig á nærbuxunum einum saman. ef þið haldi að Hasselhoff eða Schwarzenegger séu vel vaxnir þá lifið þið í blekkingu lesendur góðir.
Það er skemmst frá því að segja að harsperrur í neðri endanum og lærum hafa læðst sér inn eftir því sem hefur liðið á daginn en þó verður ekki komist hjá því að mæta í byrjendatíma í jóga kl.10 í fyrramálið.


prinsipessa

Það er ekki bjart í kortunum, skýjað fram á sunnudag. Erum þó búin að slökkva á hitanum sem ætti að skila okkur feitum sjóðum í vasa fátækra námsmanna. Er að verða gjörspillt af sambýling mínum sem fékk einhverskonar eldunaræðisáráttu í jólagjöf ásamt ítalskri kokkabók og fer nú á kostum í eldhúsinu kvöld eftir kvöld á meðan ég sit eins og prinsipessa og les heimildir. Gæti sagt ykkur allt sem tengist umskurði kvenna, hvar, hvernig, afhverju, hlutfall og síðan hvenær en tekst engu að síður ekki að koma staf niður á blað, þetta er víst ekki spurning um magn heldur gæði. Ef bara sólin léti sjá sig, þá gæti ég amk þóst vera að hugsa á meðan ég lægi í sólbaði.


þá er það frá...

Pabbi er búinn að finna handa mér mannsefni. Maður sem vinnur með honum. Hef sjálf ekki hitt kauða en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er hann gull að manni og dugnaðarforkur. Lætur sér þó ekki vaxa skegg nema endrum og eins en ég er tilbúin að láta af kröfum mínum ef aðrar lýsingar standast. Spurning hvort mér takist að draga hann með mér í tango. Verð alltaf svo þakklát þegar einhver tekur að sér svona, tja hvað á ég að segja, krefjandi verkefni fyrir mína hönd, eitthvað sem ég hef tilhneigingu til að rúlla stöðugt á undan mér af ótta við að takast á við þau. Stóri plúsinn er að ég þarf ekki að upplifa "kynna fyrir foreldrum mómentið" nema einu sinni.
Takk pabbi:0)

"svona drífðu þig með krökkunum"

Í þessum skrifuðu orðum er Finnur að keppa í fótbolta með barþjóninum af títt nefndum Shakespeare og liði hans sem saman stendur af því er mér skilst af hópi yankees og englendinga. Fannst honum ég vera full móðurleg og skammaði mig þegar ég varð mjög æst og spennt yfir þessari hugmynd Ian barþjóns í gærkvöldi, sagðist að hann ætti að skella sér, ég myndi vekja hann kl.8:30 en mæting var 9:30. Varð pínu sár þar sem ég var aðeins að vera kvetjandi sambýlingur og jú einhver verður að taka að sér móðurhlutverkið í fjarveru hinnar eiginlegu móður. Mun þó aldrei koma í þinn stað Olga mín, er aðeins að sjá til þess að hann gleymi ekki að mæður hafa oft reynst vel þegar maður hikar og ætlar segja nei en þær segja "jú, svona drífðu þig með krökkunum það verður voða gaman" og viti menn, maður fer og oftast er bara mjög gaman. I should know, takk mamma!:0) Vona að hann verði eins þegar mér verður boðið að taka þátt í sýningu á nútíma ballett með hópi ástralskra stúlkna.
Ætla nú að drífa mig út í sólina sem skín svo glatt en samkvæmt kortunum á að vera um 15c þarna fyrir utan gluggann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband