24.9.2007 | 15:08
...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 15:04
je ne parle pas francais
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 16:37
mjá
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2007 | 16:11
sushi og íslenskt nammi
Í morgun vöknuðum við dyrabjölluna kl.10 en henni var dinglað eins og 15 banhungraðir hákarlar væru á eftir þeim sem væri með fingurinn á bjöllunni, svo oft og svo lengi var dinglað áður en við höfðum rænu á að opna fyrir viðkomandi og að við töldum jafnvel bjarga lífi hans um leið. Það var þó ekki, heldur reyndist þetta vera póststarfsmaður að koma með risa kassa handa Finni með hinum ýmsu gersemum frá Íslandi. Ásamt ýmsu öðru var í kassanum ýmiskonar íslenskt sælgæti sem Olga (mamma Finns) hafði stungið í með. Finnur gaf mér að smakka á kræsingunum eins og sönnum sambýlingi sæmir og fær Olga hér með bestu þakkir fyrir sendinguna, hún var afar gómsæt með kaffinu.
Hér í borginni er svo mikið að dásamlegum verslunum sem selja alllskonar náttúrudót, matvöru, snyrtivörur, sjampó, bækur um notkun náttúruvara, uppskriftabækur, ilmolíur og annað lífrænt. Þótt þessar vörur séu talsvert ódýrari hér en heima þá kosta þær samt sitt en eru bara í svo miklu meira magni og úrvali en ég hef séð áður. Ef ég væri milljónamæringur þá myndi ég bara borða lífrænt ræktaðan mat og nota lífrænar vörur það sem eftir er en þangað til peningatréið mitt fer að blómstra ætla ég að nota ferðir í þessar verslanir sem svona sjálftreat (sjálfbætandi/gleðjandi) kannski einu sinni í viku eða svo. Er búin að kaupa mér byrgðir af kínóaflögum, agavesýrópi, hunangi, hrísgrjónamjólk og hunangskexi auk þess sem ég keypti mér bók með uppskriftum af hinum ýmsu smyrlsum. Á núna bara eftir að þýða hana og finna rósarvatn sem virðist vera í mörgum uppskriftunum og er greinilega allra meina bót.
Er hinsvegar ekki búin að kaupa mér einnasta kjól (og reyndar enga flík nema eitt par af espatrillum) síðan ég kom fyrir rúmum fimm vikum síðan og verður það að kallast persónulegt met.
Finnur verður 22 ára á morgun og ætlum við að bjóða eina fólkinu sem við þekkjum í borginni, Jeanne og Adrian í mat. Það sem Finnur hinsvegar ekki veit er að gjöfin hans er inni í geymsluhólfi svefnsófans sem hann situr á í augnablikinu! Finnur, mannstu þegar þú sagðir að þú myndir ekki geta staðist það ef leigusalinn hefði sagt að við mættum alls ekki opna einn skápinn í herberginu, aldrei, jafnvel þótt það heyrðist hljóð úr honum???????(fyrir lesendur skal það tekið fram að það er enginn skápur í íbúðinni sem við ekki megum opna og hingað til hafa ekki heyrst nein torkennileg hljóð úr þeim eina skáp sem er til staðar).
Kannski er ég svona ótrúlega treg en ég er búin að vera á heimasíðu amazon.com að reyna að kaupa mér skólabók örugglega í rúman klukkutíma. Ég er búin að finna bókina, setja hana í "innkaupakörfuna" og fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar en get ekki með nokkru móti fundið hvar ég á að setja sendinguna af stað. Hjálp!
ætla að reyna að skella inn fleiri myndum af íbúðinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2007 | 15:12
...og ekki hleypa ókunnugum inn á meðan ég er í burtu!
Fengum bréf frá leigsalanum okkar, sem er frá alsír en býr í Þýskalandi í vikunni. Í bréfinu stóð að það muni koma arkitekt sem við eigum að hleypa inn, hann ætli að setja eitthvað inn í herbergið hans Finns, eitthvað sem við skiljum ekki hvað er. Hann sagði jafnframt að við ættum ekki að hleypa neinum öðrum ókunnugum inn, það gæti verið hættulegt. Veit ekki afhverju en mér fannst ég vera komin á svið í sýningu sem hét "sambýlingarnir tveir" sem var einskonar systraverk Kiðlinganna sjö. Er annars ansi hrædd um að við sambýlingarnir séum í vondum málum þar sem við erum búin að brjóta eitt glas (hef grun um að það hafi verið dijon sinnepskrukka) og haldfangið á einum hvítum bolla, það stendur svart á hvítu á listanum að þetta hafi hvoru tveggja verið í nothæfu ástandi þegar íbúðin var afhent okkur.
Nokkrir staðreyndapunktar til viðbótar:
Hér finnst varla einstaklingur undir 35 ára sem ekki er með amk 1 lokk (piercing) fyrir ofan axlir fyrir utan í eyrnasnepplunum. Það er ekki óalgengt að hafa 1-3 í vörunum, einn í nefinu, augabrúnunum, kinnunum og svo hef ég séð tvær stelpur með pinna í gegnum hálsinn við efstu hryggjarliðina. Kannski er ég svona mikil bleiða en ég ætla að halda mig við þessi þrjú sem ég er með í eyrunum.
Einnig finnast fleiri dreadlockarar (hár eins og Bob Marley var með) hér en samtals í allri New York borg
í borginni er svakalega mikið af betlurum (ef ég lenti í þeirri ömurlegu aðstöðu að búa á götunni myndi ég líka búa hlýjum stað eins og Montpellier en ekki t.d. í Minneapolis þar sem frostið fer niður í -30 í nokkrar vikur á ári), fleiri en í öllu New York fylki. Þetta fólk er þó mis illa á sig komið, allt frá gömlum konum og mæðrum með nokkur börn upp í unga menn sem virðast nokkuð vel á sig komnir í sæmilegum klæðum en eru kannski bara dálítið latir. Þetta fólk er oftar en ekki með fleiri en einn og fleiri en tvo risahunda með sér.
Sporgvagnar eru snilld. Þeir ganga alla daga vikunnar frá morgni og fram yfir miðnætti og það líða aldrei fleiri en 10mín á milli ferða, yfirleitt meira svona eins og 3 mín. Þeir keyra borginna á alla enda og eru loftkældir í miklum hita.
Mér skilst að við ætlum að borða sushi í kvöld, hlakka til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 17:43
do you want to get coffee?
Nú er spurningin, hver ætli sé munurinn á gaffer frá Tesa og Progaff? spyr sú sem ekki veit. Ekki það að ég ætla veita þér 2. verðlaun Ingi og fara að ráðum þínum, það verður keyptur gaffer í metravís. Líka til að loka frystihólfinu sem frystir ekki alla ávaxtaskammtana sem ég sat heila kvöldstund og skar niður og áttu að duga mér í hádegissmoothie í tvær vikur en þeir sem efstir eru í hrúgunni og þar af leiðandi fjærst kælivökvanum hafa ekki frosið og eru nú farnir að gerjast. Það er ekkert verra, bara aðeins öðruvísi.
Var að hugsa um að flytja mig yfir Miðjarðarhafið, yfir til Afríku, eftir 2 daga af alskýjuðum himni og aðeins um 20c. Hef Tryggva vin minn úr Stúdentaleikhúsinu grunaðan um bölvun en það er víst ekki alveg eins gott veður í Fredrikstad, Noregi þar sem hann var að hefja nám. Það hefur greinilega tekið á að bölva miðjarðarveðrinu því í dag voru örugglega góðar 25c og glaða sólskin. Skal senda þér nokkrar gráður Tryggvi minn.
Því miður hefur ekki verið of mikið eldað í gasofninum ennþá þar sem það kostar miklar kúnstir og oftar en ekki komið þykkt lag af límbandi yfir takkann þegar það gefur sig, bara örlítið, svona mm, en það er nóg til þess að það takkinn færist til og það slokknar á gasinu og það þarf að byrja allt upp á nýtt. Þetta verður allt miklu betra með gaffernum.
Læt fylgja hér smá staðreyndalista mánaðarins, svona til að gefa ykkur skýrari mynd af borgarlífinu:
Borgin er mjög hrein enda vinna ruslakarlarnari ýkjulaust 24/7, þeir vinna alla daga, öll kvöld og allar nætur. Auðvitað ekki alltaf þeir sömu því þá færu þeir í verkfall. Frakkar vinna ekki klukkustund lengur en 35 stundir á viku. Borgin er eins og kirkjugarður á sunnudögum, allt lokað og finnst mér að Íslendingar ættu að taka það sér til fyrir myndar. Skrifstofan í skólanum sem aðstoðar skiptinemana er lokuð 11:30 - 14 alla daga til að starfsmennirnir vinni ekki of mikið.
En þótt að borgin sé mjög hrein þá því miður lyktar hún allt of víða eins og Hróaskelduhátíðin sem er frekar kvimleitt í hressandi morgungöngutúrnum.
Það er mikið trend hjá ungum frönskum mönnum að ganga með svona lítil hliðarveski sem þeir skella yfir öxlina, mjög lítil veski, gjarnan í burburries eða öðru merki. Er að hugsa um að gefa Finni svoleiðs í afmælisgjöf.
Ég spurði bekkjarsystur mína á leiðina heim í sporvagninum í gær "do you want to get coffee?". Hún kváði við svo ég hélt að ég hefði talað of hratt eins og ég á gjarnan til svo ég endurtók spurninguna en hún var sem fyrr eitt stórt spurningarmerki en eftir að ég hafði endurtekið mig í þriðja sinn kveikti hún loksins á orðinu "coffee" og kinkaði kolli. Ég hugsa að það muni enn koma mér á óvart í lok ársdvalar minnar hér hvað fólk talar litla sem enga ensku og er ungt fólk þar engin undantekning. Það bara finnur sig ekki knúið til að læra hana sem er kannski ekki skrítið þar sem ALLT er á frönsku hér, ekki hægt að finna innihaldslýsingu, kvikmynd eða tölvustýrikerfi sem ekki er á frönsku. Við fengum okkur kaffi. Hún talaði, ég skildi flest og brosti.
Eins og frökkum er ummunað um útlit og þægindi þá eru þeir ekkert að splæsa í nýjar klósettsetur ef þær skemmast. Það eru ekki þægindi.
Vangavelta dagsins: Hvernig geta Frakkar verið svona ótrúlega grannir og fit þegar þeir borða allt þetta hvíta brauð, borða allan þennan ost, drekka allt þetta vín og reykja allar þessar sígarettur. Ég á við offituvandamál að stríða miðað við flestar konurnar úti á götu. Gæti það haft eitthvað með stutta vinnuviku og mikið afslappelsi að gera? Börnin eru líka mörg hver með skólatösku á hjólum sem þau draga á eftir sér, meiga ekki reyna of mikið á sig of snemma (sem mér finnst reyndar aðdáunarverð stefna)
Jæja, nú er Finnur búinn að vaska upp svo ég ætla að fara að finna e-h til að elda, mikil samvinna í gangi.
Eins og lesendur hafa tekið eftir tókst nördinu mér að skella inn myndum á þessa síðu. Læt fleiri af íbúðinni og götunni okkar fylgja fljótlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 08:35
mánaðarbyrgðir af regni niður á 30mín
Erum nú orðin tengd við umheiminn hér að 5,rue du Chapeau Rouge og er gott að geta sagt skilið við netþjónustuaðilana sem maður borgar full mikið fyrir hæga tengingu og ónýt lyklaborð.
Annars vil ég veita Hauki bróður 1.verðlaun fyrir að vera gasbakarofnsérfræðingur fjölskyldunnar en ráð hans svínvirkuðu við að koma ofninum í gang. Reyndar helst takkinn ekki inni og þurfum við því að reyra hann niður með mjög mikið af límbandi sem þó dugar ekki alltaf til og þarft þá að rífa allt af og byrja upp á nýtt. En það lítur út fyrir að líbandskostnaður heimilisins verði nokkuð hár þar sem einnig þurfum við að reyna að festa sturtuhausinn á þar til gerða stöng sem er brotinn því ég nenni ekki að halda á sturtunni í heilt ár, það þarf að líma aftur læsinguna á hurðinni að herberginu hans Finns svo hann hætti að fá panik á hverjum morgni af ótta við að vera fastur þar inni til eilífðar. Í gær byrjaði svo að rigna. Ímyndið ykkur uppsafnaða rigninu heils mánaðar koma niður á ca.30 mín. Við höfum aldrei nokkurntíman á ævinni séð annan eins vatnsflaum, hélt að svona væri bara í teiknimyndunum. Nema hvað það er einhverskonar trekt steypt upp í loftið fyrir ofan eldavélina og hún fór að mígleka með tilheyrandi skít og drullu svo björgunaraðgerðir fóru í gang og nú er búið að rígfesta einn af eldhúspottum heimilisins, með límbandi að sjálfsögðu, upp í loftið.
Kennari kom að máli við mig í gær eftir 3 tíma fyrirlestur í mannfræði "foreldra" um ættrakningu í móður og föðurlegg og spurði mig hvernig gengi. Ég sagði honum eins og var að ég skildi svona 2/10 af því sem fram færi í tímanum. Hann varð miður sín og spurði hvort hann talaði svona hratt. Ég svaraði honum að þetta hefði ekkert með hann að gera (hann talar reyndar bara frekar skýrt) heldur væri þetta frönskukunnátta mín sem væri að hefta mig. "Þú getur þá allavega lesið námsefnið og verið einhverju nær þannig". Ég svaraði eins og var að ég gæti ekki lesið stakt orð á tungumálinu hans og lá þá við að ég þyrfti að sópa andlitið á honum upp af gólfinu svo hissa/hneikslaður var hann. "og hvað ætlarðu að gera? Ætlarðu að taka prófin um jólin?" Það veit ég ekki og það mun bara koma í ljós. Ég lít svo á að dvöl mín hér sé fyrst og fremst hugsuð til að ná tökum á franskri tungu númer 1,2 og 3 en einnig að upplifa franska menningu, borða góðan mat, búa þar sem gott veður ríkir allan ársins hring, kynnast nýju fólki og læra að slaka á og njóta augnabliksins, allt annað, þar með talinn árangur í mannfræðinámi er plús.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2007 | 16:24
gott ad vera loksins komin med isskap
Jaeja, nu er lifid ad faerast i fastar skordur her vid Midjardarhafid. Vid Finnur fluttum inn i litla kotid okkar a laugardag og var tad mikill lettir og gott ad geta farid ad nota orkuna i eitthvad annad en ad leita ad ibud. Finnur sefur inni i herbergi og eg i stofunni sem mer finnst bara ansi god skipti tvi eins og flestir lesendur vita ta finnst minni gott ad taka daginn snemma og tegar eg verd buin ad fjarfesta i ofur matvinnslu/djusvelinni og kveikja a musikinni ta verdur ekki mikill svefnfridur fyrir adra husradendur nema inni i lokudu herbergi. Vid hofum gistiplass fyrir heilt leikfelag og eigum einn svefnpoka svo nu fer hver ad verda sidastur ad panta ad fa ad koma i heimsokn, fyrstir koma fyrstir fa en eg ytreka ad allir eru velkomnir hvort sem tad er i fimm daga eda fimm manudi. Eg er alltaf ad vera anaegdari og anaegdari med stadsetninguna a hollinni okkar, erum bokstaflega i midju alheimsins. For i langan innkaupaleidangur nidri Arabahverfi borgarinnar i dag tar sem finna ma hinar ymsu kraesingar, krydd, olifubari, hunang og fleira gott a slikk. Okkur tekst reyndar ekki ad kveikja a gasbakarofninum og torum ekki mikilli tilraunastarfsemi i kringum tad. Er einhver gasbakarofnaserfraedingur tarna uti sem getur hjalpad okkur? Vid stefnum a ad fa okkur internettengingu svo vid turfum ekki ad dusa a tessum internetkaffistodum en tad ma buast vid ad tad taki einhverja daga eda vikur i landi skrifraedisins svo vid verdum oll ad vera tolinmod tangad til.
Einu sinni var eg i skola i Bandarikjunum i eitt ar og fannst tad ansi snuid fyrstu manudina, nadi ekki alveg ollum hugtokunum i stjornufraedinni og fannst erfitt ad halda huganum vid sogubaekurnar tvi taer voru ekki a islensku. Einu sinni var eg lika i skola i Danmorku i nokkra manudi og tokst ta ekki alveg ad taka nogu vel tatt i umraedunum sem fram foru i stjornmalafraedi tima og fekk ekki adalhlutverkid i songleiknum "bara" af tvi ad eg var ekki nogu god i donsku. Tegar eg lit til baka skil eg ekki hvad vandamalid var. I gaer byrjadi skolinn minn her i Frakklandi, reyndar erum vid hvorki ad tala um menntaskola ne lydhaskola heldur haskola i tetta sinn. For a einn triggja tima fyrirlestur i gaer og annan i dag og til ad orda tad pent ta gaeti eg ekki sagt ykkur i storum drattum um hvad teir fjolludu fyrir utan ad geta synt ykkur ljosrit af aettartre rakid i kvenlegg. Eg hef tima eitthvad fram eftir manudinu til ad profa alla ta afanga sem mig langar i adur en eg vel endanlega og hugsa eg ad eg muni enda med ekki mikid fleiri en trja og ta trja sem eg finn flesta bokatitla a enku. Tid megid ekki misskilja mig, ad sjalfsogdu vissi eg ad tetta yrdi erfitt og ad sjalfsogdu er eg komin hingad til ad laera fronsku og tad mun eg lika vonandi gera med tvi ad hlusta a tungumalid nanast 24/7 en til ad eiga moguleika a ad na einhverjum af namskeidunum um jolin og fa tad metid inn i HI ta verd eg ad reyna ad finna sjalfar kennslubaekurnar a ensku. Held eg sleppi tvi allavega ad taka mannfraedi truarbragada. Samnemendur minir virtust annsi ahugasamir og glosudu fleiri,fleiri bladsidur en eftir ad hafa starad a hvitt bladid i klukkutima akvad eg ad skella i eitt bref heim a klakann.
Med tvi ad vera i svona faum namskeidum se eg lika fram a ad geta byrjad ad stunda yoga sem elskuleg vinkona min hun Lily hefur dasamad svo mikid og segir ad se allra meina bot og mig langar mikid ad profa. Sa auglysingu fra einhverju yogastudioi ad bodid er upp a pakka med yoga og pilates, en tad hefur elskuleg modir min einmitt dasamad mikid svo ef eg fer i hvoru tveggja aettu ad vera talsverdar likur a ad eg nai godum ballance a milli likama og salar eda hvad? Einnig a eg eftir ad grafa upp tangostadi borgarinnar og get ta vonandi skellt mer a eins og eitt namskeid og turrkad rykid ad sporunum sem eg laerdi fyrir margt longu og sakna svo mikid.
Ekkert bolar a haustinu en hitinn slagar ennta vel upp i 30c yfir midjan daginn og eg hef ekki sed sky a himni i trjar vikur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 12:10
otarfi ad hringja a undan ser, bara dingla bjollunni
Fra og med laugardeginum 8.9.2007 verdur alltaf opid hus og allir velkomnir hvenaer sem er, nott sem dag, i lengri eda skemmri tima, ad Raudhettugotu nr.5 ( Chapeau Rouge nr.5) , Montpellier en tar hofum vid Finnur fundid okkur hina agaetustu ibud og aetlum ad kuldrast tar fram a neasta vor. Ibudin er agaetlega stadsett i jadri midbaejarins (sem notabene er mjog litill) og rett vid tramstod en tramvagninn flytur okkur einmitt i skolann a morgnana. Gatan okkar er litil og saet eins og Raudhetta og eru adeins nokkrir metrar i naesta hus. I gotunum i kring er fullt, fullt af veitingastodum og borum, mynttvottahus, apotek, farfuglaheimili og graenmetis/boost bar. Hollin er ekki mjog stor, eitt herbergi, stofa, "ameriskt" eldhus og badherbergi med sturtu. Hun er fullbuin husgognum og forum vid i gaer yfir astands HVERS EINASTA HLUTAR inn i ibudinni, allt fra einstaka teskeid og glosum yfir i hvad vantar margar ljosaperur i ljosinu yfir ruminu i svefniherberginu, tar med talid astand litla sopsins og litlu faegiskoflunnar sem geymd eru undir vaskinum i eldhusinu. I stofunni er svefnsofi og hofum vid hugsad okkur ad skiptast a hverja nott, altso annad okkar byrjar i stofunni og hitt i svefniherberginu og sidan skiptum vid naestu nott og tannig koll af kolli.
I gaer var sannkalladur Hildardagur tvi auk tess ad skrifa undir leigusamning fann eg skrifstofu mannfraedideildarinnar og tar voru listadir upp allir teir afangar sem i bodi eru fyrir 3. ars nema tessa onnina og list mer bara ansi vel a. Ma tar nefna tonlistarmannfraedi, truarbragdamannfraedi, foreldramannfraedi og troun samfelaga. Svo er bara ad sja hvad min verdur dugleg ad fletta upp i ordabokinni.
...og til ad toppa tetta allt ta tokst okkur ad opna bankareikning i morgun tar sem vid vorum ju svo gott sem komin med heimilisfang svo tetta er allt saman ad koma her i landi skrifraedisins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.9.2007 | 12:45
Where is the Arnagarthur?
Tad er leidinlegt til lengdar ad skrifa um og orugglega fyrir ykkur ad lesa um vonlausa leit okkar ad samastad her i Montpellier svo eg aetla ad haetta tvi nuna en mun lata ykkur vita tegar tad gerist hvort sem tad verdur, ibud, tjald, holl eda bill.
Eg er farin ad ottast ad buid se ad leggja nidur mannfraedideildina vid Paul-Valery haskola, tad er allavega ein af orfaum deildum sem ekki er buin ad setja upp afangaplan, bokalista og stundatoflu, auk tess sem heimasida deildarinnar er buin ad liggja nidri vegna endurbota sidan i vor. Spa i ad kija a logfraedina i stadinn. Aetlum a eftir i tur um campusinn (haskolasvaedid) svo vid vitum nokkurnveginn hvar hvada bygging er, bokasafnid og kaffiterian. Eg ljai ekki utlendingum i HI sem tekst ekki ad finna ut ur tvi hvar Oddi, Askja, Haskolabio, Eirberg og allar hinar byggingarnar eru...taer eru ekki einu sinni merktar ad utan!
Held ad haustid se ad koma, turfti ad fara i kvartbuxur i morgun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2007 | 15:34
komin i samband vid umheiminn
Erum nu flutt heim til Jeanne og Adrian og er tad frabaert, getum hlustad a tonlist og aetlum ad elda i kvold, i fyrsta sinn sidan eg kom ut. Skodudum eina mjog flotta ibud i gaer, ekki a besta stadnum en med ollu sem a tarf ad halda en hun var helxxx dyr svo vid settum hana a is fram yfir helgi og erum nu ad hringa i hina og tessa sem eru ad leita eftir sambylingum i teirri von um ad teir eigi til tvo laus herbergi. Borgin er nu ad fyllast af studentum og erum vid tvi alveg ad renna ut a tima med ad finna almennilega ibud.
Fjarfesti adan i sima og korti og er nu haegt ad na i mig 24/7 i sima 00-33-06-21-70-63-76. En til ad svala spurningunni hvernig simanum var stolid ta var hann einfaldlega tekinn ur vasanum a peysunni sem eg hafdi bundna um mittid. Teir kunna sitt fag tjofarnir.
Her er enn svakalega heitt, um og yfir 30 og glada solskin, alls ekki svo leidinlegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 12:43
lyst eftir fallegum og skemmtilegum sambylingum
Formali- Foreldrar okkar notudu gaerkvoldid i ad scanna inn launasedlana okkar i miklu flyti til ad geta sent okkur ta i tolvuposti, vid prentad ta ut a netkaffinu sem lokar kl.23 og opnar ekki fyrr en undir hadegi. Vorum komin ut ur husi fyrir 9 i morgun til ad tramma i 30min i leigumidlunina.
Finnur:...en eg hringdi 2x i gaer og spurdi hverju vid tyrftum ad skila inn og hun tok tad skyrt fram ad tar aetti ad vera 3 seinustu launasedlar, skattskyrsla og afrit af vegabrefum.
Konan a leigumidluninni med ogedslegu neglurnar og 80's harid: En tu varst ad segja ad tid seud baedi nemar og tess vegna erud tid ekki ad vinna og tess vegna hef eg ekkert med launasedlana ykkar og skattskyrlsuna ad gera. Mig vantar hinsvegar stadfestingu a skolavist og einnig turfid tid ad stofna franskan bankareikning. Tegar tetta er allt saman tilbuid,segjum a midvikudaginn i naestu viku ta sendum vid tetta til eiganda ibudarinnar og getum vonandi gefid ykkur svar a fostudaginn 7.9. Ef tad er jakvaett turfid tid ad borga tann dag, fyrsta manudinn i leigu, tvo manudi i tryggingu, leigumidluninni 540evrur, 150evrur (oljost i hvad, sennilegast einskonar fasteignagjold) og 45evrur fyrir ad utbua samninginn.
Eftirmali: Til ad stofna bankareikning i Frakklandi tarf madur ad vera skradur til heimilis, eda...ef madur tekkir einhvern (mjog vel) ad fa tann sama til ad skila inn afriti af personuskilrikjum, rafmagnsreikningum ad ibudinni sinni og leyfa manni (okkur) ad setja nafnid okkar a bjolluna.
Vid hofum tekid akvordun um ad gefa skit i allar leigumidlanir, munum frekar bua i tjaldi i eitt ar. Skiptinemabrodir Finns og kaerasta hans eru svo otrulega yndisleg ad leyfa okkur ad gista hja ser fra og med morgundeginum tannig ad vid getum loksins tekkad okkur ut af kosy hotelinu okkar. Er ad hugsa um ad fa ad taka sponaplotuna af badherberginu med mer.
Munum skoda eina ibud a morgun sem er ekki i gegnum neina midlun en hinsvegar ekki alveg a teim stad sem vid vildum helst...so be it. erum einnig farin ad ihuga tann moguleika ad leigja med fleira folki en tad hanga auglysingar um allt tar sem oskad er eftir medleigendum. Vid gerum hinsvegar taer krofur ad tad folk se fallegt, skemmtilegt, med godan tonlistarsmekk, se godir kokkar, klaedi sig smekklega og eigi bara vini sem uppfylli tessar somu krofur.
Siminn minn er ennta stolinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 19:49
ekki nog ad vera dokkhaerdur med brun augu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 19:26
sumir dagar eru ekki Hildardagar...
Sumir dagar eru bara ekki Hildardagar og dagurinn i dag var einn af teim en tad er allt i lagi tvi a morgun kemur nyr dagur og sa dagur verdur HILDARDAGUR! Til ad gera langa sogu stutta ta komst eg ad tvi i morgun ad i gaer var stoduprof fyrir Erasmusstudenta fyrir stift fronskunamskeid i tvaer vikur sem mig langadi mjog a og hefdi mjog turft a ad halda. Hugbodid sem for um heiminn fyrir tveimur manudum sidan um skrasetningu i tetta stoduprof nadi bara ekki alla leid nordur a klakann. Tad verdur kannski annad namskeid i oktober.
Simanum minum var stolid! Haegt er ad na i mig i Finns sima 00-33-06-18-88-13-58
Vid Finnur misstum af tveimur ibudum sem okkur langadi mikid i, ekki fyrir okkar mistok, alls ekki, allra annara seinagang og mistok. Aetlum ad gera heidarlega tilraun til ad eigna okkur eina sem er alveg nokkud fin a morgun en til tess ad tad megi verda verdum vid ad skila inn 3 seinustu launasedlum, afrit af skattskyrlunum okkar og afrit af vegabrefum og franski abyrgdamadurinn okkar (sem vid erum SVO heppin ad hafa tvi annars yrdum vid i tjaldi fram a vor) tarf ad skila inn ollu tvi sama. Allir sem vilja tessa ibud skila tessu inn. Eigandi ibudarinnar fer sidan yfir tetta allt saman og velur ser leigjanda eftir tvi. Krossid fingur og taer fyrir okkur, buin ad vera ''adeins" of margar naetur a undarlega hotelinu.
Tad rigndi i morgun...i korter.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 12:47
sponaplata i klosettinu
er ordin frekar leid a ad eida ollum peningunum minum i ogedslegt hotel tar sem er sponaplata i stad rennihurdar fyrir badherberginu, sturtuhengid eiginlega ekki lengur sturtuhengi og vera involverud i lif allra hinna gestanna tar sem veggirnir eru alika tykkir og fondurpappir. Erum akvedin i tvi ad leggja af krofum okkar ef vid verdum ekki buin ad finna ibud a morgun,staekka leitarsvaedid og forna svolunum og badkerinu.
Eg var langt fra tvi ad vera mesta naepan a strondinni en kalla tad gott ad vera bara brennd a bakinu og i harsverdinum tar sem her hefur rikt 35 stig og sol sidan a fostudag.
Notum timann vel til ad kanna hina ymsu veitingastadi og bari borgarinnar en tad er dalitid sart til tess ad hugsa ad eg fekk mer raudvinsglas med matnum i gaer og kostadi tad 1,5 evrur og evran er hvad...87,31 sem gerir glasid odyrara en 200kr
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar