glaumur og gleði

Undanfarna daga hefur ríkt mikil gleði að Rauðhattagötu 5, meiri en vanalega. Skvísurnar mættu hér galvaskar og kátar á þriðjudag og síðan þá hefur ekki verið stoppað. Sofið frameftir, borðaðir langir og stórir gúrme brunchar, rölt um götur borgarinnar í 20c og glaða sól, í gær farið í pikk nikk í grasagarðinum, setið frameftir með rauðvín í glasi og heimsmálin rædd. Held sjálf uppi áróðri um að heimsmálin og tilgangur lífsins séu rædd á milli 9 og 11 á morgnana en sú hugmynd hefur ekki fallið í kramið innan hópsins, skil ekki afhverju.
Í augnablikinu standa þær stöllur sveittar á bak við eldavélina og malla handa okkur morgunverð (kl.14:35) að hætti þeirra elskulegu breta; al-íslenskar pönsur, beikon, pylsur, bakaðar baunir, egg og ávaxta smoothie.
Plan kvöldsins er að kíkja í osta og vín á vínbarnum kl.19, Mozart requiem tónleika í dómkirkjunni kl.21 og sushi á eftir. ekki leiðinlegt það

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Hildur. Ég er við hliðina á þér.

Finnur (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:12

2 identicon

Æ, ég sakna Rauðhattagötu! Þið eruð höfðingjar heim að sækja. Ef ég væri rík, eða í ríkisstjórninni, myndi ég koma fljúgandi til ykkar með einkaþotu.

Salka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband