Færsluflokkur: Lífstíll
12.11.2007 | 15:55
ölduhúsaómenning
kl.01 að morgni þegar það gæti verið að fara heim til sín á þeim tíma, heim og sofa í mjúka, hlýja rúminu sínu? Hér í Frakkaveldi skella allir barir í lás kl.01am og svoleið verður það líka þegar ég verð forseti Íslands! maður á nefnilega að sofa á nóttunni en nota daginn/kvöldið til að skemmta sér;0)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 12:18
jákvæð athygli eða helber dónaskapur?
Reyndar var niðurstaðan sú að ef þessir karlmenn væru á aldrinum 25-25 ára, vel snirtir, með góðan skeggvöxt, héldu á heimsbókmenntum í hönd og jafnvel með myndavél um hálsinn, flottir til fara og segðust hafa ferðast um allan heim, þá myndi ég líklegast láta eins og lítil saklaus skólastelpa, flissa og brosa mínu blíðasta. Kannski.
En enginn þeirra ca 137 karlmanna sem hafa borið sig á tal við mig á förnum vegi síðast liðna 3 mánuði hafa uppfyllt þessa lýsingu og því er það skoðun mín að þetta sé helber dónaskapur og engan veginn leiðin til að bera sig eftir kvonfangi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2007 | 19:55
valkvíði.is
Ég á við að stríða svokallaðan valkvíða á mjög háu stigi, orsakast hann af of mörgum áhugamálum og lélegri færni í forgangsröðun.
Ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að skrá mig í fjarnám í 2 áfanga eftir jól eða frekar skella í eitt stykki BA-ritgerð. Aðeins eru tveir áfangar sem koma til greina en ef ég vel BA ritgerðina sem væri að margan hátt skynsamara þá er að velja um svona 15 efni sem ég gæti hugsað mér að skrifa um.
Ég get heldur ekki ákveðið hvort ég eigi að taka mannfræði til 90 eininga eða hvort ég ætti að taka stjórnmálafræði, kynjafræði eða viðskipta-og hagfræði sem aukagrein til 30 eininga.
Ætti ég að fara i í master í þróunarhjálp, mannfræði, alþjóðasamskiptum, sjónræn mannfræði (heimildamyndagerð), stjórnmálafræði eða listrænamenningarstjórnun?
Mig langar mjög mikið og ég ætla mér að læra ljósmyndun á einhverjum tímapunkti.
Einnig hefur leiðsögumannaskólinn lengi heillað mig og væri ég mjög til í að taka "guideprófið" og fara í ferðir með heillaða bandaríkjamenn, dani eða frakka um fjöll og dali á sumrin.
Ég var búin að ákveða að fara Steinnuni Ólafsdóttir bekkjarsystur minni og vinkonu í Friðarskólann í Costa Rica, það væri nú ekki leiðinlegt. (held reyndar að það hafi átt að vera 2009 svo ég verð að hafa hraðann á)
Já og síðan er það tangoinn og hótelið sem ég ætla að opna með vinum mínum Lilý og Arnari í Argentínu eftir nokkur ár, verið þið öll hjartanlega velkomin. Þar get ég reyndar slegið tvær flugur í einu höggi og lært spænsku í leiðinni eins og mig langar svo mikið.
Yoga(ð) er komið til að vera, ekki sjaldnar en 4x í viku.
Margt af þessu, þó ekki yoga(ð), veltur á því hvort ég ákveð að vera annað ár hér við Miðjarðarhafið sem í augnablikinu kemur vel til greina, en það veltur þó á því hvaða ákvörðun ég tek um námið
Verst hvað ég er lélegur og allajafna kærulaus nemandi, gæti orðið smá vandamál í ofangreindri upptalningu. við vinnum í því
Ætli cellóið og söngtímarnir verði ekki að bíða betri tíma
Í augnablikinu langar mig þó mest að læra/kunna frönsku
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 22:38
...fullur poki af ávöxtum og grænmeti og falinn inn'á herbergi
Ég er búin að leysa ráðgátuna um það afherju Frakkar eru svona grannir þrátt fyrir fremur óheilbrigðan lífsstíl.
Borða nógu mikið af hvítu brauði með fullt af smjóri og sultu í morgunmat og drekka með því 3 bolla af kaffi með fullt af sykri.
Heit máltíð kl. 13:30 en oft eldað akkúrat ofan í þann fjölda sem mun borða og gjarnan skammtað þannig á diskana í fyrstu adrennu að ekkert er eftir fyrir þá aðra. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað sé eftir þegar allir eru búnir að borða einn disk þá fær enginn sér meira. Með matnum er borðað fullt af hvítu brauði og í eftirrétt eins og þrír ostbitar.
Frá kl.14-21. er ekki borðaður matarbiti, ekki kexkaka, ekki vínber. Einungis drukkið te með fullt af sykri.
Kl.21 er heit máltíð og aftur fá allir sér bara einu sinni á diskinn og borða fullt af hvítu brauði með og ostbita í eftirrét.
Þetta hljómar ekki svo erfitt, kannski ætti ESB að setja þessar venjur inn í lögjöfina hjá sér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 20:28
kastali, traktorar, matur, bækur, lifandi jarðýta og geitungar
Litirnir voru ótrúlegir, rauðir, gulir, grænir, appelsínugulir og fullkomlega umluktu hlíðarnar upp og niður. Sólin skein skært. Eftir því sem við keyrðum ofar fækkaði trjánum hratt og maginn færðist hraðar og hraðar upp eftir vélindanu og upp í háls.og svo kingja. Eftir 8329 beygjur sem aldrei náðu að vera meira en 60 metrar blasti við mér "kastali" í miðri auðninni. "Nei, Ildur (franska nafnið mitt), þið Finnur sofið í hinu húsinu". Já alveg rétt, það var orðið svo langt síðan ég hafði sofið í kastala að ég var búin að gleyma því að gestirnir fá sér hús til að sofa í.
Traktorinn er að koma, allir út í kuldann og horfa á nýja traktorinn sem fer ekki í gang nema með rafköplum og gengur aðeins í 7 mínútur á milli þess sem hann hvílir sig í fimm klukkutíma.
"Vill einhver meira að borða?" Allir: "nei takk". Hildur: "já, kannski bara pínu pons"
Afhverju er ekki arinn í öllum húsum, það er svo yndiælt og svo gaman að höggva í hann við með 700 kílóa sleggju og raða í stafla, svo gott fyrir vöðvana þið skiljið. "Mamma, afhverju er Finnur svona skrítinn á svipinn og hleypur út um allt tún?" " "það er vegna þess að Finnur er hræddur við geitungana elskan mín" "já en mamma, geitungarnir gera ekki neitt, þeir suða bara fallega í sólinni" "ég veit gullið mitt, ég veit"
Traktorinn, hann þarf að fara inn í skýli.
Harry Potter maraþon. 1. sæti Jeanne, 2.sæti Lucy, 3. Greg
"Vill einhver klára restina úr pottinum?" Allir: "nei takk". Hildur: "ég skal alveg klára ef enginn annar vill"
Finnur: "there are wilde bores out there who eat the leftovers"
Greg: "ha, wilde hores out there?"
Traktorinn, hann þarf að fara út úr skýlinu
Varúð lifandi, tveggja ára, jarðýta nálgast óðfluga...skyldi hún vera góð fluga? Finnur: "nei, góðar flugur eru ekki til".
Jarðýtan: "hvar er traktorinn?"
"það eru smá eftir af hrísgrjónum og fjórir kjötbitar, hver ætlar að klára?" Allir: "ekki ég takk". Hildur: "má ég þá klára?"
Fjallgöngur, bókalestur, skógarhögg, bókalestur, eldiviður, hugsa, hugsa, hugsa.
Held ég hafi hugsað meira, borðað meira kjöt og tekið fleiri myndir en ég hef gert samtals seinustu fjögur ár. Allt mjög jákvætt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 00:18
3 rétta veisla = Hlölli og kók í bauk á Ingólfstorgi?
Fórum út að borða í kvöld á veitingastað hérna í næstu götu.
Ég fékk mér
rækjukokteil með avokado í forrétt
andasteik með kartöflum, gulrótum og piparsósu í aðalrétt
súkkulaðiköku með ís og rjóma í eftirrétt
2 og 1/2 rauðvínsglas
kaffibolla
Allt saman var þetta undursamlega ljúffengt og kostaði alls 19 evrur eða 1.629 krónur
Ferðasaga úr fjöllunum og myndir koma vonandi á morgun ef veðrið verður ekki of gott en í dag var 15c og sól, nei ég segi nú bara svona.
Sofið rótt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 21:12
Héraðsóðal
Á morgun förum við sambýlingarnir upp í fjöllin ásamt skiptinemafjölskyldu Finns og fleira fólki (samtals 12 manns) og ætlum að gista þar í húsi, nánar tiltekið gömlu héraðsóðali sem fjölskyldan á. Samkvæmt upplýsingum mínum er þetta nokkurnveginn beint norður af Montpellier 2-3 tíma akstur. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær við erum væntanleg aftur til byggða en það verður þó eigi síðar en á sunnudaginn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2007 | 11:14
enginn léttöl
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 09:40
eitthvað blautt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 20:52
...svon'eru jólin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar