Færsluflokkur: Lífstíll

á ströndinni 23.oktober

Jæja,þá er hún Albína mín komin og farin, stutt stopp en einkar ánægjulegt. Gerðum okkur ýmislegt til dundurs þó engin söfn hafi verið skoðuð. Sunnudagurinn var tekinn í rölt um gamla hluta borgarinnar og matur borðaður, skal þar helst nefna sushi sem bragðaðist með eindæmum vel. Eftir að hafa búið hér í nærri þrjá mánuði komst ég, það er að segja Albína, að því að hér er að finna hinn fínasta dýragarð og var mánudagurinn nýttur til að skoða eðlur sem smjöttuðu á músarungum, mauraætu, ljón, birni og fleiri kynjadýr en lang skemmtilegastir þóttu mér þó hinir margvíslegu apar sem þar var að finna. Að horfa á pínulítinn apa reyna að ná kjötinu úr appelsínubát er álíka skemmtilegt og horfa á dáleitt fólk troða ímynduðum seðlum inn á sig en það er með því fyndnara sem ég hef séð.
Á mánudagskvöld var elduð ein sú besta máltíð sem sögur fara hér í borg og þótt víðar væri leitað, jafnvel þótt ofnskúffan hafi ekki passað í ofninn. Andabringur, potatos a la Þorgeir, baunir,sveppir og sallat. Ekkert okkar hafði eldað nokkuð af þessu áður nema sveppina og sallat og var því vaðið nokkuð blint í sjóinn. Albína skar þríhyrninga í fituna og bjó til sósuna, ég skar sveppina í bita og var á skeiðklukkunni þegar bringurnar voru á pönnunni (2min á hvorri hlið) og Finnur blandaði mojito og braut hurðina á bakarofninum. Sem sagt hið fínasta samstarfsverkefni og er þríeikið að hugsa um að stofna veitingastað í Skeifunni.
Á miðvikudag skelltum við stöllur okkur svo á ströndina en það virðist sem strandseasonið sé búið þar sem eina fólkið sem var á risastórri ströndinni voru þrír menn með prik í hendi. Við létum það þó ekki á okkur fá, enda 15 stiga hiti og sól og sleiktum sólina á nærklæðunum einum saman í góða tvo tíma og er ekki laust við að freknunum hafi fljölgað um þrjár.
Gærdagurinn var síðan tekinn í rólegheitarbúðarrölt og kaffihús.

on/off

...verst að ofnarnir virðast ekki virka.

blátt nef og loppnar hendur

20.oktober kl.13:07, kveikt á hitanum á 5 rue du Chapeau Rouge.

túrhesta hvað?

Ligg eins og klessa í sófanum, afvelta eftir dásamlegt takeaway kína bufet og búin á því eftir maraþon yogatíma. Ætli allar þessar konu mæti í yoga til að slaka á og anda eða til þess að horfa á fáránlega fallegu og vel vöxnu yogakennarana sýna hvernig eigi að gera æfingarnar? nei, maður spyr sig. Nokkur kerti og Siggurrós, gott combo. Sambýlingurinn búinn að yfirgefa mig, farinn til Marseille að heimsækja skiptinemafjölskyldu sína fram á sunnudag.
Mín elskulega æskuvinkona Albína, sem er búin að þekkja mig síðan ég var í móðurkviði þar sem hún er 6 mánuðum eldri en ég kemur annað kvöld, en hún hélt snilldar fyrirlestur á fornleifafiskibeinaráðstefnu í Antibes (rétt hjá Nice) í gær. Hún stoppar fram á fimmtudag. Það er fátt planað fyrir dvöl hennar hér við Miðjarðarhafið annað en að borða mjög mikið af sushi, baguette, ostum, pesto, olífum, hráskinku, paté og öllu öðru sem gott er og drekka mikið af mojito, rauðvíni og rósavíni. Þó til að friða túrhestasamviskuna reikna ég með að kíkt verði á eins og eitt safn og dómkirkjan vígð.
yoga 10 í fyrramálið.

...ja eða samkvæmt verkfallsáætlun

var víst aðeins og fljót á mér að dásama sporvagnastarfsmenn okkar, sporvagnarnir gengu víst ekki nema 30% í dag og þegar ég mætti á sporvagnastöðina 10min áður en frönskutíminn átti að byrja voru amk 20 min þar til næsti vagn kæmi og svo er góður 7 min gangur upp í skóla frá stoppistöðinni, ergo ég næði kannski að vera mætt 30 min og seint.en þar sem ég og reyndar fleiri nemendur erum ekki svo sátt við kennsluna (ég veit, var mjög ánægð eftir 1. tímann en svo ekki meir) og kennarann sem verður alveg öskuillur og fúll ef maður ekki skilur eitthvað, þá taldi ég tíma mínum úr því sem komið var betur varið í að fara og sjá franska kvikmynd með engum texta og vinna þannig heimavinnuna fyrir daginn. Franska kvikmynd þar sem mjög mikið var talað og minna gert og verður að játast að það eru mörg stór göt sem sitja eftir og ég veit ekki alveg hvað varð um dökkhærða manninn eða afhverju ljóshærða konan sótti um vinnu hjá ástkonu fyrrverandi ástmans síns

fjsdiofjsdæfjdsofjfiosfio

Hafa tveir einstaklingar ekki getað haldið áfram daglegri vinnu sinni sökum löngunar til að tala við sambýlingana og hafa því nýtt sér tilkomu hins nýja tækjabúnaðar á heimilinu sem greint var frá fyrir stuttu. Það kemur ekki á óvart að báðir þessir einstaklingar eru foreldrar sambýlinganna. Þó ekki sameiginlegir foreldrar því það væri skrítið. Eftir smávegis vandræði og konu sem talar frönsku í belg og biðu komust þau að því að ef hringt er frá öðru landi en stórveldinu skal 0-inu sleppt í upphafi númers, það er að segja stimpla skal inn 4-9961-0395. Ef þú ert hinsvegar óvænt staddur/stödd á aðalbrautarstöðinni í Montpellier og vilt að við komum og sækjum þig skal stimplað 04-9961-0395

hummmmm

Fór í yoga í morgun og því hefur Finnur fengið nýtt nafn og heitir hann Hundur framvegis. Það var kveikt á reykkelsi, við sátum í lotusstellingu og meira að seja hummmmmuðum. Ég var mjög sátt og er allt orðið samt aftur.

allt samkvæmt áætlun

Sporvagnakerfið okkar er rekið af einkafyrirtæki og því ekki í verkefalli svo þið getið hætt að hafa áhyggjur, ég kemst í frönskutíma í kvöld!

brrrrrr

Hvílík og önnur eins vonbrigði, meiri en orð fá lýst, mun seint bera þess bætur! nei, ekki það að Frakkar hafi tapað fyrir Englendingum í undanúrslitum HM í Rugby á laugardaginn heldur að "heitupottarnir" í olympíusundlaug borgarinnar eru kaldari en barnalaugin í Vesturbæjarlauginni.

24/7

Já alltaf batnar það, eru sambýlingarnir nú orðnir tengdir við umheiminn 24 tíma sólarhringsins heima og að heiman. Fjárfestum í þessum líka fína heimasíma áðan sem er fínasta viðbót við annars fremur tilkomulítið stofustáss sem fyrir er. Ef þú lesendi góður fyllist óstjórnlegri og óviðráðanlegri löngun til að tala við okkur sambýlingana, svo sterkri löngun að hún kemur í veg fyrir að þú getir haldið áfram þínu daglega amstir eða að þú getið sofnað á kvöldin, nú þá er bara að taka upp símtólið og stimpla inn 0033-0499-61-0395 og við munum svara jafnt að degi sem og nóttu og ef við svörum ekki þá er bara að hringja í neyðarnúmerið 0033-0621-7063-76. Nú ef þetta símtal svalar ekki þörf þinni lesandi góður, þörf þinni fyrir að heyra í sambýlingunum nú þá getirðu bætt um betur og fundið þá á þar til gerðum netsíma eða skype eins og það heitir á góðri íslensku og skráð þar inn "hildurbjorgvinsdottir" og muntu þá fá sambýlingana í allri sinni dýrð og ljóma upp á tölvusjáinn hjá þér. Ef þetta hinsvegar svalar enn ekki þörf þinni og þú ert enn andvaka þá kvet ég þig eindregið til að fara á Icelandexpress.is eða icelandair.is og kaupa þér eitt stykki flugmiða til Parísar (eða til London og Ryanair frá London) og við hér á 5, rue du Chapeau Rouge munum ávalt taka vel á móti þér með brenndum grjónagraut og rauðvínsglögg.
Lifið heil

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband