Færsluflokkur: Lífstíll
31.1.2008 | 20:35
enn af húsdýrahaldi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 21:14
hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Spurning hvað muni nýtast best samhliða mannfræðinni svona ef ég held mig við fyrri plön um að bjarga heiminum í komandi framtíð:
kynjafræði
hagfræði
trúarbragðafræði
viðskiptafræði (með áherslu á stjórnun og stefnumótun)
stjórnmálafræði
Maður spyr sig
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 21:07
Skilgreining á "heiðursmágkona"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 17:31
af lestri og dýrahaldi
Það hljómar ef til vill dálítið undarlega en það er ótrúlega gaman að lesa rit prófessora sem fjalla um félagslegu hliðina á því óhugnalega og viðurstyggilega fyrirbæri sem umskurður kvenna er. Ég ætti kannski frekar að segja áhugavert. Mun aldrei nokkurntíman aðhyllast eða mæla með þessum verknaði og vona að hann þurrkist út í samfélagi manna sem fyrst en það er ekki laust við að skilningur minn fyrir því að fólk og þá aðalega konur í ýmsum Afríkuríkjum halda honum í heiðri og berjast fyrir rétti sínum að gera svo áfram. Og er það jú markmið ritgerðarinnar (held ég) að grennslast fyrir um ástæður og sögu umskurðar kvenna á frönskumælandi Afríku. So far so good.
Annars höfum við þríeikið haft það mjög notalegt í vikunni, á milli þess sem við höfum legið í leti hefur verið hlustað á íslenska landsliðið verða heimsmeistarar og daginn eftir vera ekki með alveg nógu góða vörn, horft á Reykvíkinga mótmæla vanvirðingu við kjósendur, skoðað hákarla og mörgæsir í nýja sædýrasafninu og í dag fóru systkynin í dýragarðinn á meðan ég var heima og las. Finnur hefur einnig farið á kostum í eldhúsinu.
Heiðursmágkona mín og gestur hún Salka varð 27 ára í gær og ákvað þríeikið að því tilefni að fá sé gæludýr í Rauðhattagötu nr.5. Ákveðið var að hafa það ekkert of stórt þar sem íbúðin er í minni kanntinum. Dýrið hefur væntanlega verið haldið einskonar kanínueðli þar sem það fjölgaði sér mjög hratt og neyddust húsdýraeigendurnir að lokum að fara til apótekarans og fá eitthvað til að sporna við frekari fjölgun. Salka hafði það á orði á fimmtudag að henni finnist óvengjulegir afmælisdagar alltaf skemmtilegastir og vildum við sambýlingarnir að sjálfsögðu ekki bregðast henni. Gærdagurinn fór því í það að ryksuga rúmdýnur, hengja sængur og kodda út um gluggana, setja tuskudýr og föt sem ekki má þvo á meira en 40c í einangrun til tveggja vikna og þvo 5 þvottavélar. Á meðan vélarnar voru að þvo var skellt í einn kaldann og í gærkvöldi var síðan dagurinn toppaður með ljúffengu sushi og stoppað á hverfiskránni á leiðinni heim. Held að Salka hafi bara verið alsæl með daginn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 19:09
mailbox
Vil þó benda á nokkrar myndir úr ferðinni sem ég var að skella inn hér til hliðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 18:34
full time
Á morgun tekur svo alvaran við, nei, ég ætla ekki að hætta að borða osta og baguette og ekki hætta að drekka rauðvín heldur hefst þá formleg vinna mín við heimildaleit og grunnvinna fyrir BA ritgerðina miklu en áætluð verklok eru í byrjun júní 2008. Spyrjum að leikslokum og sjáum til hversu vel ég mun standast sólríka vetrardagana, kaffihúsin á torginu og ávaxtamarkaðina.
Allt að gerast á morgun en ég stefni einnig á að byrja aftur í jóga eftir sjö vikna hlé og síðan mætir heiðursmágkona mín á svæðið og ætlar að gleðja okkur með nærveru sinni í nokkra daga. Mikið verður það gaman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 20:51
miðjustefna
Það er gaman að bera saman umferðamenningu Víetnama og Brusselbúa hvar ég er stödd núna. Í Víetnam er lítið sem ekkert sem heitir hægri eða vinstri umferð, meira svona miðjuumferð og einstefna þýðir í raun tvístefna. Gangandi vegfarendur hafa engan rétt, bifhól talsvert meiri og síðan koll af kolli til stæðstu ökutækja sem oftast eru fínu jeppar kommúnistamanna. Þannig er ekki hægt að ana beint yfir götuna þótt rautt logi hjá ökutækjum, kannski er maðurinn á hvítu vespunni bara að flýta sér og þá skiptir hann engu máli hvort logi grænt eða rautt. Eftir 3 daga var þó lítið mál að henda sér út á götuna þar sem margir tugir bifhjóla og einstaka bíll stefndu í áttina að, bara eitt skref í einu, aldrei að hlaupa, "þeir munu sveigja fram hjá" sögðu þeir sem til þekkut og það var ekki annað að gera en að treysta því, ella vera heima á hóteli í 2 vikur því enginn mun stoppa fyrir þér. Hér í Brusselborg veltir maður fyrir sér afhverju allir þessir bílar eru stopp við gangbrautina jafnvel þótt enginn sé að labba yfir hana en það er skiljanlegt þar sem maðurinn á sem röltir eftir gangstéttinni á bara ca 10metra eftir í gangbrautina.
Rúlla með lestinni suður eftir í sólina á morgun og hlakka mikið til að knúsa Finninn minn sem ég hef ekki séð í rúmar sex vikur og drekka með honum rauðvínið sem ég óskaði eftir að verði til staðar þegar ég mæti í slotið.
Á föstudaginn kemur síðan hluti af skiptinemafjölskyldu minni sem ég dvaldi hjá í Minneapolis, USA 2001-2002. Þær mæðgur ætla að dvelja í höllinni í einhverja daga en síðan munum við líklegast skoða okkur aðeins um sveitir riveríunnar þar til þær fljúga aftur 21. þessa mánaðar.
Spurning hvort ég nái að skella einhverjum af þeim 800 myndum sem ég tók fyrr en þær eru farnar, sjáum til
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 12:45
Happy new year, happy new year...
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu og góðu. Hlakka til að sjá ykkur í Frans, á Klakanum eða annarsstaðar í heiminum á því ári sem var að ganga í garð.
14 manna hópur sem þekktist ekki neitt, allstaðar að úr heiminum, fagnaði nýju ári á litlum báti innan um eyjarnar á Ha noi flóa. Engum flugeldum var skotið upp enda bannað af kommúnistaflokknum en þeim mun meira karokee sungið og ýmislegt undarlegt sjávarfang etið.
Lag ferðarinnar er án alls efa "Happy new year" með félögum mínum í ABBA en það lag glumdi í eyrum okkar á öllum veitingastöðum, hótelum, bátum og götuhornum auk þess að vera sungið í karokee í eftirlegubrúðkaupsveislu í bæ við kínversku landamærin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 16:47
froken Canon
Bornin horfdu skelfingu lostin a tiu hvitu risakartoflurnar nalgast og hlupu a bak vid husid, skolaus i rifnum buxum og of litlum bolum. Tad leid to ekki langur tumi tar til forvitnin vard hraedslunni yfirsterkari og gaegdust dokkir kollar teirra fyrir hornid. Froken Canon var tegar i stad mundud til ad nappa spurnarglampann i augum fornarlambanna til ad haegt vaeri ad nota tad sidar til studnings vid frasagnir undirritadar. Haegt en orugglega faerdi eg mig naer til ad geta synt bornunum hvernig mer hefdi tekist ad klofesta salir teirra inn i tetta hraedilega apparat sem eg var med i hondunum. Bros faerdist yfir varir teirra sem sidan breittist i skellihlatur sem omadi a milli fjallstindanna, tann einlaegasta og innilegasta sem eg hef heyrt. Tad vantadi tennur her og tar og to nokkrar voru brenndar en hlaturinn kom fra hjartanu. Fljotlega var eg umkringd hop af skellihlaejandi bornum sem oll fellu inn i ofangreinda lysingu og virtust vera ad sja tetta merkilega fyrirbaeri i fyrsta sinn. Eldri bornin sau til tess ad tau yngri og minni fengju ad sja lika med tvi ad taka tau a hestbak. Litli guidinn okkar kalladi a okkur og benti okkur a ad koma inn i eitt af husum torpsins sem var byggt ur mold og med strataki. Tegar augun hofdu vanist myrkrinu sa eg tvo rum sem byggd voru ur vid med engri dynu ofan a, bara einu teppi. I horninu stod pottur ofan a steinum og brennandi spreki svo reyk laggdi um allt husid. Konan sem sat vid saumavelina var alveg jafn hissa og bornin tegar hun sa syna eigin mynd a litla skjanum a froken Canon. Ordid barst hratt um torpid og fyrir utan var kominn hopur folks, sumir med uxa i eftirdragi, til tess ad l'ita tessa hvitu risa augum. Torp ur torpi forum vid naestu fimm daga og var alltaf jafn gaman ad sja brosid faerast yfir andlit folksins tegar tad sa myndirnar af ser og voru margir sem toku ekki annad i mal en ad bjoda tessum hofdingjagestum upp a sodid vatn, graent te eda eimadan spira, dugdi ekkert minna en tad besta sem til var a heimilinu. Folk sem tratt fyrir ad eiga litid meira en ofan i sig og a, virtist engu minna, og jafnvel a margan hatt hamingjusamara en vid sem eigum einn kjol fyrir hvern dag vikunnar, ipod nano og labtop tolvu og getum leyft okkur ad panta pizzu tegar tad rignir of mikid til ad geta farid ut i bud a bilnum okkar. Get ekki bedid eftir ad verda mannfraedingur og vinna vid ad spjalla vid tetta folk, laera af tvi og kenna tvi.
I fyrramalid leggjum vid af stad til Halong bay og munum sigla tar a milli eyjanna er vid fognum nyju ari annad kvold.
Vona ad tid hafi att gledilega hatid med fjolskyldu og vinum, bordad yfir ykkur af hangikjoti og noa og lesid baekur i staflavis. Takka samveruna a tvi herrans ari 2007 og hlakka til ad sja ykkur i frans med vorinu, a klakanum i sumar eda annarsstadar i heiminum tar sem leidir okkar liggja saman a nyja arinu.
Farid vel med ykkur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.12.2007 | 08:32
rautt ljos, vinsamlegast keyrid yfir
Allt i einu virdist Reykjavik vera oskop roleg og afsloppud borg, ekki nema ca 70.000 bilar sem flestir stoppa a raudu ljosi, mengun oftast undir haettumorkum og ekki einu sinni bladsolumenn DV lengur a gotunum uti til ad areita mann. Rigning og myrkur seinustu fjogurra vikna er heldur ekki svo slaemt i 25 stiga hita og 90 % raka.
Tad er gerfi jolatre med jolasveinahaus og blikkandi ljosum i andyrinu a hotelinu.
Ansi luin eftir 2 solarhinga ferdalag, tar af 10 tima flug i nott, en er ekki komin til Hanoi Vietnam til tess ad sofa.
Latid ykkur ekki verda kalt elskurnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar