Færsluflokkur: Lífstíll
4.10.2007 | 14:07
Ætli sloppar komist einhverntíman í tísku svona eins og kraftgallar og lopapeysur?
Sýndist nágrannar mínir vera að borða hádegismat úti á svölum áðan, það er gott, þá verður súrefnissjokkið ekki eins mikið þegar ég hætti mér út úr holunni minni á eftir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 12:22
hvað er krákan á þakinu á móti að æsa sig?
Það er ekki alveg ljóst en í stigaganginum eru 4-6 íbúðir og virðist meðalaldurinn vera um 25 ára og væri því tilvalið að halda stigagangspartý. Erum nokkuð viss um að gæinn sem býr fyrir neðan okkur sé kominn af ríkum ættum miðað við skóna sem hann gengur í og skellihnöðruna sem hann keyrir á og auk þess er hann alltaf með fólk í heimsókn, yfirleitt af hinu kyninu og eins erum við viss um að Toni sem býr á móti okkur sé fjöldamorðingi frá Luxembourg en stelpurnar sem búa í húsinu á móti hafa ekki sést síðan þær fóru í heimsókn til Toni.
Hafið þið einhverntíman séð mús hlaupa niður háar steintröppur, dauða nær af hræðslu, tröppu eftir tröppu pombsar hún niður og fær að öllum líkindum smávægilegan heilahristing í hverri lendingu af "svip" hennar að dæma. Dálítið kómísk sjón. Ég held hún búi í kjallaranum með hjólunum og innkaupakerrunni. Finnst það bara ansi notaleg tilfinning að hafa svona sameiginlegt stigagangsdýr...svo framarlega sem þetta hafi ekki verið stóra frænka músarinnar. Sé eftir því núna að vera ekki duglegri að læra heima í "mús 103"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 13:25
Cultural Stúdentar í Montpellier
Einnig fá stúdentar afslátt í almenningssamgöngur, bókabúðir og örugglega ýmislegt fleira.
Finnst að Reykjavíkurborg ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar...ég veit það er orðið frítt í strætó og hálfnað verk þá hafið er en það má gera enn betur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 10:26
sokkar eða sokkbuxur...kannski bara bikiní?
Ég held ég þurfi kannski að fara og kaupa mér sokka. Ég veit fátt betra en að ganga í pilsum/kjólum og berfætt en þeir eru jú teljandi á fingrum annarrar handar þeir dagar sem það er hægt á Íslandi farsælda fróni. Hér við Miðjarðarhafið er reyndin önnur og hef ég verið berfætt síðan ég lennti á flugvellinu. Nú hinsvegar er örlítið farið að hausta og mun ég brátt þurfa að fara að troða mér í hel... sokkabuxurnar. Nú eða fara að ganga í buxum og sokkum en þar sem ég tók aðeins með mér tvenn sokkapör þá duga þeir skammt inn í vikuna. Þó kann ég best við kjólana svo ætli hel....sokkabuxurnar verði ekki ofan á.
Annars hef ég ekki orðið svona lasin svo langt sem rúmlega 24 ára minni mitt nær, kannski muna foreldrar mínir betur! Þetta er sú allra ömurlegasta pest sem ég hef fengið, ojjj. En svo við förum í smá Pollíönuleik þá er nú fínt að ég sé í svona fáum tímum í skólanum og enn sem komið er er ég ekki búin að missa af neinu heldur bara geta verið veik í friði. Hinsvegar langar mig mjög í tíma í klassískri mannfræði í fyrramálið og að sjálfsögðu í besta eða versta frönskutímann á fimmtudag. En allavega, þar sem ég lá lasin á dýnu minni til 5:30 í morgun og reyndi að sofna þá lærði ég það að Montpellier er eins og New York, borgin sem aldrei sefur. Það var nánast eins og það væri karnival hér í næstu götu, á mánudagsnóttu, bongotrommur, gítarar og líklega hópur af fólki sem talaði mjög hátt.
Nú er sólin aftur farin að skína eftir nokkra skýjadaga svo hún hlýtur að flytja með sér fullt af vítamínum og góða heilsu.
kjúklingurinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 12:24
fæ ég far?
Annars hefur haustflensan tekið sér far með norðanvindinum suður á bóginn því ég bókstaflega steinligg í bælinu, undirlögð af ýmiskonar flensuskít, mikið grín og mikið gaman. Get ekki einu sinni plata Finn út á videoleigu því til þess að taka mynd þarf maður að vera með franska kennitölu og guð má vita hvaða pappírum maður þarf að skila inn til þess að fá svoleiðis. Jæja, maður þarf þó enga kennitölu til þess að lesa skáldsögur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 12:28
knús, knús og faðmlag
Annars held ég með Tonga á þessu heimsmeistaramóti vegna þess að þar ganga allir í svo skemmtilegum bustamottum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 12:21
???
Er óhollur matur óhollari/verri fyrir þig en hollur matur?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2007 | 12:06
The end...
Er farin í þvottahúsið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 22:26
musica
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 22:20
soðið pasta, pasta í ofni, pasta á pönnu...
Morgunmatur:
Kínóagrautur (grautur eins og hafragrautur nema nem svokölluðum kínóaflögum) með hrísgrjónamjólk og agave sýrópi.
Hádegismatur:
Smoothie a la Hildur; ávaxtamix, afgangur af kínóagrautnum, ávaxtadjús, sojajógurt og dash af agavesýrópi.
Camebert og hráskinka (það er ekki hægt að búa í Frakklandi og vera grænmetisæta)
Kvöldmatur:
Tilfallandi úr ísskápnum, gjarnan pasta í einhverskonar formi með ýmiskonar meðlæti. Þó eru stundum undantekningar, svona eins og kjúlli, pakkasúpur og samlokur.
Það væri samt gaman að eiga pönnu sem virkar og eldfastmót, svona til að hafa aðeins meiri fjölbreytileika í máltíðunum. Væri til dæmis hægt að hafa pasta í ofni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar