Færsluflokkur: Lífstíll
25.5.2008 | 10:54
the end
eftir að hafa búið með fjórum 23 ára karlmönnum í 50fm íbúð í viku finnst mér ég vera betri manneskja, finnst ég skilja lífið mun betur en áður, myndin er einhvernveginn mun heilsteyptari. Þakka ég þeim Hirti, Jóni Ragnari og Skúla fyrir brilliant félagsskap og fyrir að hafa hugsað um mig eins og prinsipessu þó þeir hafi ekki alltaf tekið mark á kvennlegum ráðleggingum mínum varðandi hin ýmsu atriði, verst fyrir þá.
Er komin heim á klakann, skrítin tilfinning og eru mikil átök að eiga sér stað á milli gleði og söknuðar, fólk segir mér að það sé eðlilegt.
Geri ekki ráð fyrir að þið lesendur góðir hafið gaman af því að lesa um hversu marga sófa ég sel eða um nýju línuna í iittala og mun ég því hér með ljúka skrifum mínum á þessari síðu. Þess í stað býð ég upp á kaffi og með því í nýju Rauðhattagötu, þ.e.a.s. Faxaskjólinu eftir næstu helgi og í allt sumar, ekki hika við að boða komu ykkar og ég skelli könnunni í gang.
Langar mig að lokum að þakka sambýlingi mínum fyrir dásamlegt ár og góða samveru í Montpellierborg, kaffisötur, beikonpastaát og kvöldstundir þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Takk Finnur.
Vil einnig þakka öðrum sem fylgdu mér í gegnum árið, öllum sem komu í heimsókn og nutu dásamlegu borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða með mér sem og ykkur sem heima sátuð en voruð með mér í anda.
Góðar stundir kæru vinir
Hildur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 09:32
kebab 4.5e
Samkvæmt spánni á að byrja að rigna á laugardaginn
1.júní hækkar kebabinn um 50cent
"til leigu" stendur á hurðinni á ódýra sushistaðnum
það var ekkert vatn á þvottavélunum í nýja fína þvottahúsinu í morgun þegar ég ætlaði að þvo
skrítið hvernig umhverfið notar sína aðferðir til að kveðja
dansaði salsa á stöndinni til 03 í morgun...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 08:13
hummmmm
Fékk þessi skilaboð frá Finni og co. kl.4:50 í nótt
"Bara svo thu vitir thad tha sitjum vid strakarnir i bilnum í Andorra og maulum ogedismat i vegkantinum"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 14:31
þegar á heildina er litið
Þau markmið sem ég hinsvegar ekki náði auk ofantalinna tungumálaörðugleika var að læra að lifa í núinu en ég er nú þegar farin að plana hvað gera skal eftir útskrift jún 2009 ekki ráð nema í tímann sé tekið, hef ekki lært að vaka lengi enda ættu allir þeir sem að vaka frameftir að læra að fara fyrr að sofa á kvöldin þá verður heimurinn miklu betri. Ég hef heldur ekki klárað að skrifa ba-ritgerðina heldur einungis 3/4 af henni.
Allt saman hið besta mál
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2008 | 10:31
3 ljúfir dagar
Lilý fékk því miður mjög takmarkað magn af miðjarðarhafssólinni en það gerði þó lítið til enda stöllurnar þektar fyrir að geta masað meira og lengur en gengur og gerist. borðuðum mjög mjög mikið, drukkum mikið af rauðvíni, mikið af kaffi, smá te og nörtuðum í súkkulaði. fórum ekki á ströndina, ekki í dýragarðinn, ekki í vatnsdýrasafnið, skoðuðum ekki dómkirkjuna og ekki grasagarðinn. Heilsuðum þó aðeins upp á Lúðvík 14.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 11:10
konur vs. karlar
stúlkan kemur með handklæði með sér jafnvel þótt henni hafi verið sagt að til væri eitt gestahandklæði. mennirnir koma ekki með handklæði með sér án þess að hafa kannað fyrir brottför hvort til væru gestahandklæði handa þeim öllum.
Ekki er ástæða fyrir lesendur að halda að þessi færsla sé byggð á sönnum atburðum heldur eru einungis almennar vangaveltur höfundar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 08:04
c'est la vie
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 12:46
jæja, þá er hún byrjuð eina ferðina enn...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 12:10
Lítill fugl á gluggakistu
Annars er lítil hætta á að ég verði einmana þá daga sem eftir eru hér við suðurhöf. Finnsi minn snýr aftur úr útlegð sinni seinnipartinn í dag og þrír félagar hans munu síðan rúlla hér inn um dyrnar seinnipartinn á fimmtudag og heiðra okkur með nærveru sinni í tíu daga, ó verður nú gaman hjá minni að leika prinsessu og láta fjóra fíleflda karlmenn stjana við sig í mat og drykk ó seisei já. Síðast en þó alls ekki síst situr hún elsku Lilý mín nú sveitt yfir ritgerðarskrifum norður í Lundúnaborg og takist henni að ljúka því verki fyrir sólstetur mun hún rjúka á ryanair.com og kaupa sér eitt stykki flugmiða sem mun flytja hana hingað suður í sólina snemma í fyrramálið. Mikið ósköp væri nú gaman að leika smá gellur á ströndinni með baguette og vantsrósavínsflösku á milli þess sem við skríkjum í sjónum. ba-ritgerð hvað, það er ekki á hverjum degi sem maður býr við miðjarðarhafið.
9.000orð!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 18:44
far vel
Mér telst til að þegar ég fer frá Montpellierborg eftir allt of fáa daga þá muni ég þurfa að kveðja átta (pizzamennirnir teljast sem einn og kebabgæjarnir sem einn) manns.
Adrien(skiptinemabróðir Finns) og kærustuna hans Jeane sem hafa verið okkur mjög svo góð, leyft okkur að gista hjá sér á meðan húsnæðisleit stóð, boðið okkur í mat nokkrum sinnum og dregið okkur með sér á barinn endrum og eins.
Kelly og kærastann hennar Pierre sem er bjargvættur allra útlendinga sem og innfæddra einstæðinga í borginni, tekur það upp á arma sína og gætir þess að engan skorti félagsskap eða vott né þurrt. Hittingum hefur því miður fækkað upp á síðkastið þar sem ritgerðarskrif og sá tími sólarhringsins sem Pierre er hvað helst til viðræðna fer ekki alveg saman.
Pouline-býr fyrir ofan Pierre og er einn af einstæðingunum sem hann hefur tekið upp á sína arma. Yndælis stúlka sem þarf reglulega að pakka sínu hafurtaski og flytjast búrferlum milli borga sökum ágengra fyrrum kærasta. Mun flytja til london í lok mánaðarins.
Þjónninn og pizzabakarinn á Seciliapizzastaðnum út á horni...deux pizzas jambon/fromage á emporte
Bakarinn á hroninu sem líklegast er almennilegasti frakki sem finnst. Hildur: "takk fyrir" barkari:"nei, það er ég sem á að þakka þér"...deux croisant et deux pain au chocolat s'il vous plais
Kebabstrákarnir, allir þrír og eigandinn sem spyrja reglulega um Garðar bróður, hvort hann sé farinn (veit ekki hversu oft einhver getur farið þegar hann er einu sinni farinn)...un galette avec mutard sans frites
Finnst ég ekki alveg þurfa að kveðja grænmetis og ávaxtasölumennina en mun kannski kasta á þá extra góðri kveðju þegar ég fer til þeirra í seinasta sinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar