full time

Jane og Anna eru komnar og farnar. Við áttum góða daga saman, keyrðum um sveitir suður frans, Nime, Aix en Province, Marseille og draugaþorp sem staðsett er innan virkismúra. Við fórum á ströndina, röltum um Montpellier, átum og drukkum. Fengum aðeins einn úrhellisrigningardag en annars virðist sumarið vera komið hér við Miðjarðarhafið, heiðskýrt og 15c dag eftir dag. Ekki svo leiðinlegt það.
Á morgun tekur svo alvaran við, nei, ég ætla ekki að hætta að borða osta og baguette og ekki hætta að drekka rauðvín heldur hefst þá formleg vinna mín við heimildaleit og grunnvinna fyrir BA ritgerðina miklu en áætluð verklok eru í byrjun júní 2008. Spyrjum að leikslokum og sjáum til hversu vel ég mun standast sólríka vetrardagana, kaffihúsin á torginu og ávaxtamarkaðina.
Allt að gerast á morgun en ég stefni einnig á að byrja aftur í jóga eftir sjö vikna hlé og síðan mætir heiðursmágkona mín á svæðið og ætlar að gleðja okkur með nærveru sinni í nokkra daga. Mikið verður það gaman.

miðjustefna

Það er gaman að bera saman umferðamenningu Víetnama og Brusselbúa hvar ég er stödd núna. Í Víetnam er lítið sem ekkert sem heitir hægri eða vinstri umferð, meira svona miðjuumferð og einstefna þýðir í raun tvístefna. Gangandi vegfarendur hafa engan rétt, bifhól talsvert meiri og síðan koll af kolli til stæðstu ökutækja sem oftast eru fínu jeppar kommúnistamanna. Þannig er ekki hægt að ana beint yfir götuna þótt rautt logi hjá ökutækjum, kannski er maðurinn á hvítu vespunni bara að flýta sér og þá skiptir hann engu máli hvort logi grænt eða rautt. Eftir 3 daga var þó lítið mál að henda sér út á götuna þar sem margir tugir bifhjóla og einstaka bíll stefndu í áttina að, bara eitt skref í einu, aldrei að hlaupa, "þeir munu sveigja fram hjá" sögðu þeir sem til þekkut og það var ekki annað að gera en að treysta því, ella vera heima á hóteli í 2 vikur því enginn mun stoppa fyrir þér. Hér í Brusselborg veltir maður fyrir sér afhverju allir þessir bílar eru stopp við gangbrautina jafnvel þótt enginn sé að labba yfir hana en það er skiljanlegt þar sem maðurinn á sem röltir eftir gangstéttinni á bara ca 10metra eftir í gangbrautina.

Rúlla með lestinni suður eftir í sólina á morgun og hlakka mikið til að knúsa Finninn minn sem ég hef ekki séð í rúmar sex vikur og drekka með honum rauðvínið sem ég óskaði eftir að verði til staðar þegar ég mæti í slotið. 

Á föstudaginn kemur síðan hluti af skiptinemafjölskyldu minni sem ég dvaldi hjá í Minneapolis, USA 2001-2002. Þær mæðgur ætla að dvelja í höllinni í einhverja daga en síðan munum við líklegast skoða okkur aðeins um sveitir riveríunnar þar til þær fljúga aftur 21. þessa mánaðar. 

Spurning hvort ég nái að skella einhverjum af þeim 800 myndum sem ég tók fyrr en þær eru farnar, sjáum til  


Happy new year, happy new year...

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu og góðu. Hlakka til að sjá ykkur í Frans, á Klakanum eða annarsstaðar í heiminum á því ári sem var að ganga í garð.

14 manna hópur sem þekktist ekki neitt, allstaðar að úr heiminum, fagnaði nýju ári á litlum báti innan um eyjarnar á Ha noi flóa. Engum flugeldum var skotið upp enda bannað af kommúnistaflokknum en þeim mun meira karokee sungið og ýmislegt undarlegt sjávarfang etið.

Lag ferðarinnar er án alls efa "Happy new year" með félögum mínum í ABBA en það lag glumdi í eyrum okkar á öllum veitingastöðum, hótelum, bátum og götuhornum auk þess að vera sungið í karokee í eftirlegubrúðkaupsveislu í bæ við kínversku landamærin. 

  

 

  


froken Canon

Bornin horfdu skelfingu lostin a tiu hvitu risakartoflurnar nalgast og hlupu a bak vid husid, skolaus i rifnum buxum og of litlum bolum. Tad leid to ekki langur tumi tar til forvitnin vard hraedslunni yfirsterkari og gaegdust dokkir kollar teirra fyrir hornid. Froken Canon var tegar i stad mundud til ad nappa spurnarglampann i augum fornarlambanna til ad haegt vaeri ad nota tad sidar til studnings vid frasagnir undirritadar. Haegt en orugglega faerdi eg mig naer til ad geta synt bornunum hvernig mer hefdi tekist ad klofesta salir teirra inn i tetta hraedilega apparat sem eg var med i hondunum. Bros faerdist yfir varir teirra sem sidan breittist i skellihlatur sem omadi a milli fjallstindanna, tann einlaegasta og innilegasta sem eg hef heyrt. Tad vantadi tennur her og tar og to nokkrar voru brenndar en hlaturinn kom fra hjartanu. Fljotlega var eg umkringd hop af skellihlaejandi bornum sem oll fellu inn i ofangreinda lysingu og virtust vera ad sja tetta merkilega fyrirbaeri i fyrsta sinn. Eldri bornin sau til tess ad tau yngri og minni fengju ad sja lika med tvi ad taka tau a hestbak. Litli guidinn okkar kalladi a okkur og benti okkur a ad koma inn i eitt af husum torpsins sem var byggt ur mold og med strataki. Tegar augun hofdu vanist myrkrinu sa eg tvo rum sem byggd voru ur vid med engri dynu ofan a, bara einu teppi. I horninu stod pottur ofan a steinum og brennandi spreki svo reyk laggdi um allt husid. Konan sem sat vid saumavelina var alveg jafn hissa og bornin tegar hun sa syna eigin mynd a litla skjanum a froken Canon. Ordid barst hratt um torpid og fyrir utan var kominn hopur folks, sumir med uxa i eftirdragi, til tess ad l'ita tessa hvitu risa augum. Torp ur torpi forum vid naestu fimm daga og var alltaf jafn gaman ad sja brosid faerast yfir andlit folksins tegar tad sa myndirnar af ser og voru margir sem toku ekki annad i mal en ad bjoda tessum hofdingjagestum upp a sodid vatn, graent te eda eimadan spira, dugdi ekkert minna en tad besta sem til var a heimilinu. Folk sem tratt fyrir ad eiga litid meira en ofan i sig og a, virtist engu minna, og jafnvel a margan hatt hamingjusamara en vid sem eigum einn kjol fyrir hvern dag vikunnar, ipod nano og labtop tolvu og getum leyft okkur ad panta pizzu tegar tad rignir of mikid til ad geta farid ut i bud a bilnum okkar. Get ekki bedid eftir ad verda mannfraedingur og vinna vid ad spjalla vid tetta folk, laera af tvi og kenna tvi.

I fyrramalid leggjum vid af stad til Halong bay og munum sigla tar a milli eyjanna er vid fognum nyju ari annad kvold.

Vona ad tid hafi att gledilega hatid med fjolskyldu og vinum, bordad yfir ykkur af hangikjoti og noa og lesid baekur i staflavis. Takka samveruna a tvi herrans ari 2007 og hlakka til ad sja ykkur i frans med vorinu, a klakanum i sumar eda annarsstadar i heiminum tar sem leidir okkar liggja saman a nyja arinu.

Farid vel med ykkur


rautt ljos, vinsamlegast keyrid yfir

Allt i einu virdist Reykjavik vera oskop roleg og afsloppud borg, ekki nema ca 70.000 bilar sem flestir stoppa a raudu ljosi, mengun oftast undir haettumorkum og ekki einu sinni bladsolumenn DV lengur a gotunum uti til ad areita mann. Rigning og myrkur seinustu fjogurra vikna er heldur ekki svo slaemt i 25 stiga hita og 90 % raka.

Tad er gerfi jolatre med jolasveinahaus og blikkandi ljosum i andyrinu a hotelinu.

Ansi luin eftir 2 solarhinga ferdalag, tar af 10 tima flug i nott, en er ekki komin til Hanoi Vietnam til tess ad sofa.

Latid ykkur ekki verda kalt elskurnar


jólaleikhús

Sá mjög skemmtilegt og fallegt leikrit í gær sem heitir Lápur, Skrápur og jólaskapið sem sýnt er í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Mæli með því að líta upp úr stressinu á aðventunni og fara með börnin í leikhús.

skemmtihusid.is


smá jólahugleiðing

Fólk er mjög mikið að spyrja mig hvernig ég "tími" að vera í útlöndum um jólin.  Fyrir utan að eiga eftir að sakna stórs hluta fjölskyldunnar óheyrilega mikið þá verð ég að segja að ég hlakka bara mjög til að upplifa jól annarsstaðar en á Íslandi. Hver veit nema brjálaður veðurofsi með vatnsflaumi á við Kyrrahafið og vindhraða á við góðan hnerra sem ríkir fyrir utan gluggann minn hafi eitthvað með það að gera. Eða jafnvel sú staðreynd að eftir 9 daga verð ég í flugvél á leið til Hanoi þar sem samkvæmt veðurspá bbc.com ríkir nú 25 stiga hiti og hálfskýjað. maður spyr sig. Reyndar virðist ég verða æ minna jólabarn með hverju árinu sem líður, finnst jólin hafa mikið snúist upp í andhverfu sína þar sem verslanir eru opnar til 22 fleiri vikum fyrir jól, auglýsingaflóðið í hvers kyns formi er að buga fólk, oft virðist verð gjafanna skipta meira máli en innihaldið og foreldrar mega ekki vera að því að föndra með börnum sínum vegna anna við innkaup og þrif. Allt þetta á sér stað á meðan bætur öryrkja og aldraðra skerðast, húsaleigan hækkar og æ fleiri leita aðsoðar hjá fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd. Þið megið segja að ég sé full neikvæð en þetta er nú bara staðreynd sem mig langar að biðja ykkur um að íhuga svona seinustu dagana fyrir jól. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er ekki mannana best hvað þetta varðar, á leið yfir hnöttinn á semi-sagaclass því það var það eina sem var laust þar sem ég mun gista á góðum hótelum og borða fínan mat á fínum veitingastað á aðfangadag og örugglega alla hina dagana líka. Mig langar að biðja þig kæri lesandi að staldra aðeins við með mér, íhuga hvað jólin í raun og veru merkja fyrir þig, gefa fjölskyldu þinni og vinum meiri tíma en bara það sem tekur að skrifa "gleðileg jól" í sms, lesa jólasögu fyrir börnin og jafnvel leggja þitt að mörkum til þeirra sem minna mega sín, hvort sem það er pakki undir tréið í Kringlunni, gefa aðeins fínni föt til Rauða Krossins sem einhver getur verið í á jólunum, geit til kirkjunnar eða smá peningaupphæð til góðs málefnis, þarf ekki að vera stórt, dýrt, flókið eða tímafrekt, aðeins smá ást og kærleikur.

Megið þið öll eiga gleðilega aðventu og ekki láta ykkur verða kalt


var ég að misskilja?

Kannski er ég bara svona ótrúlega mikill lúði og gammel en ég hef alltaf staðið í þeirri trú að matarinnkaup fjölskyldunnar sé hlutverk beggja foreldra, beggja kynja og bara allra einstaklinga heimilisins sem náð hafa tilsettum aldri. Hef alltaf verið frekar sátt við Hagkaup, dýrari en Bónus og Melabúðin, ódýrari en Nóatún og 10-11 en yfirleitt gott úrval og ferkst. Er þó ekki viss um að ég kæri mig um að versla mjög oft í búð sem hefur sérútbúið "karlahorn" sem sýnir enska boltann á flatskjá þar sem karlpeningurinn getur hangið á meðan konan þræðir rekka búðarinnar áður en þau fara heim þar sem hún eldar en hann sest niður með einn kaldann til að horfa á seinni hálfleik.

bailar

Var næstum búin að gleyma hvað það er yndislegt og dásamleg að dansa tango, án alls efa lang besta líkamsrækt sem völ er á og tónlistin betri en nokkuð rokk og ról. Hér með er auglýst eftir framtíðar mannsefni, viðkomandi þarf að kunna að negla nagla og hafa áhuga á að læra að dansa tango. Ábendingar berist á síðuna eða í síma undirritaðar. Þegar ég er orðin stór ætla ég að verða góður tangodansari.

 Hildur


lok lok og læs

Ég geri mér fyllilega grein fyrir að Reykjavík er engin Montpellier eða Köben en fyrr má nú vera. Þetta væri frábært ef ég hefði allan heimsin tíma, þyrfti hvergi að mæta nokkurntíman, ekki sinna neinu, ætti hvorki fjölskyldu né vini og þætti ekkert skemmtilegra en að fara í bíó í Smáralind...þannig er málum bara ekki háttað. Í seinustu viku sótti ég fríkortið mitt í strætó, svo ótrúlega glöð og sátt við þetta fína framtak stjórnvalda. Þessi gleði entist þó ekki mjög lengi. Hvað með alla öryrkjana og gamla fólkið, afhverju á það ekki líka að fá frítt í strætó? Í gær var sunnudagur, það tók mig 80 mínútur að komast úr vesturbænum í Smárahverfið með stóra gula bílnum. Það var snjófok en ég ætti nú ekki að vera að kvarta, ferðalagið átti sér stað á milli 13 og 14:20 og ég gat séð númerið á strætóunum sem voru að koma þar sem það var ekki kolsvartamyrkur eins og þegar ég labbaði í vinnuna kl.9 í morgun.

þegar ég verð forseti verður Íslandi lokað okt-apr og allir íbúar sendir til hlýrri, bjartari og þurrari staða.


ÍSkaldafrón

Í London var te og rauðvín drukkið í lítravís, dásamlegur matur eldaður, yogaæfingar bornar saman í stofunni (eftir að hafa drukkið rauðvín í lítravís), kaffihúsin hertekin, rölt eftir Tames í rigningunni, borðað fish n'chips á pöb með einum stórum og köldum í morgunmat/hádegismat, nýjasta vínuppskera Frakka drukkin (mikil vonbrigði) og borðað á versta kínverska veitingastaðnum í öllu soho. Samhliða þessu öllu saman var að sjálfsögðu kjaftað út í hið óendanlega um allt milli himins og jarðar. Eflaust hefur mikill kuldi og mikil rigning sett sinn svip á þessa fyrstu heimsókn mína til stórborgarinnar en ég verð að segja að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Það má þó vera að eftir að hafa lifað í bómul í rólegheitunum í Montpellier í 3 mánuði, þar sem búa "aðeins" færri en í London, og eru bara tvær línur af sporvögnum en ekki lestar, underground og strætóar og ég get gengið í alla þjónustu sem ég þarf á að halda á korteri þá sé ég orðin aðeins of góðu vön og hafi bara haft gott af því að hrysta aðeins upp í tepruskapnum og takast á við mannhafið. En í heildina litið var þetta frábær ferð og vil ég koma þakklæti til Lilýar og Arnars og þeirra fína sambýlisfólks fyrir að hýsa mig og fyrir yndislegar samverstundir.

Svona úr því að ég var komin svona norðarlega hvort eð er ákvað ég að skella mér bara heim á ÍSkalda klakkann og mun ég búa í Skeifunni 6 fram til 19.des og mun þá taka flugið vestur um haf til Hanoi, Víetnam. Ef þið eigið lausa kvöldstund fyrir kaffibolla og spjall er sama gamla númerið opið og og ég mun stökkva um hæl upp í einn af þessum yndislegu gulu stóru bílum sem keyra á uþb sjö daga fresti og aðeins á staði sem ég er ekki að fara á og verð mætt eftir óákveðinn tíma.

Hér með ber ég kveðju Finns til allra sem ég mun hitta og ekki hitta á meðan á dvöl minni stendur


varúð hætta nálgast!

"Ekki líta í augun á þeim, horfðu í hina áttina og brostu og mundu það virkar engan veginn að leika heimskan útlending, það gerir bara aðstæður mun verri fyrir alla sem eiga hlut af máli". Finnur talaði af reynslu, hann hafði lent í þeim. Ég fann hvernig ég herptist öll saman að innan og fór að skjálfa en reyndi á sama tíma að einbeita mér að því að horfa út um gluggann í hina áttina og brosa mínu blíðasta. Höfuðið leitaði þó alltaf í áttina til þeirra. Þeir höfðu færst einu skrefi nær en áðan. Ég stakk upp á því að við færðum okkur um set en Finnur sagði að það myndi ekki virka, þeir myndu taka eftir okkur og við værum þá jafnvel í enn verri málum. Ég vissi ekki einu sinni hvernig ég ætti að útskýra mál mitt á frönsku. Ég ákvað að beita hugarorkunni á þetta, hugsa nógu mikið og nógu sterkt og viti menn, þeir fóru út eftir 3 stoppistöðvar. Puhee, þarna skall hurð nærri hælum. Við sambýlingarnir brostum þó okkar blíðasta og hugsuðum um allan peninginn sem við, fátæku námsmennirnir, höfum sparað á seinustu 3 mánuðum.

það verður önnur vínuppskera eftir þessa vínuppskeru...

Stundum, ekki alltaf, er kuldinn og nýju heimaflísbuxurnar mínar frá Albínu einfaldega allri nýrri vínuppskeru yfirsterkari.

brrrrr

Jæja, þá er haustið búið og veturinn kominn með sínum ískalda vindi. Það er þó ennþá heiðskýrt og þurrt svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér strax. Finnur kom í annað sinn í þessari viku að lokuðum skóla í morgun en nemendur hafa lagt undir sig skólann til að mótmæla aukinni einkavæðingu skólanna. Skilst mér að þetta eigi að vera svona amk fram á þriðjudag.
Í dag kemur fyrsta vín ársins á barina, held maður geti ekki verið þekkt fyrir að búa í suður Frakklandi nema smakka aðeins á uppskerunni...
Sæki Lundúni heim í fyrsta sinn núna á laugardaginn er ég fer að heimsækja mín elskuleg Lilý og Arnar sem eru þar í námi. Hlakka mjög mikið. Sný aftur til Miðjarðarhafsins á þriðjudag svo þetta verður stutt stopp en án alls efa afara ánægjulegt.

quintett í parken

Dagurinn í gær var skemmtilega skrítinn og sýp ég seiðið af honum núna með rauðvínshaus í náttfötunum kl.11:40, Finnur sefur ennþá.
Ef þið hafið lesið eitthvað af eldri færslunum á þessari síðu þá er ein sem nefnist "the end..." og var skrifuð 29.september síðastliðinni, virðist á vissan hátt eins og það sé heil eilífð síðan en á sama tíma eins og það hafi verið í gær. Allavega, skellti mér á einn kebab mínus franskar, í hádeginu í gær eftir ansi erfiðan jógatíma. Á rölti mínu með þennan "áður mjög svo vanmetna en núna svo ansi góða mat" í hönd gekk ég á hljóð sem reyndust vera gaurarnir tveir, fallegi saxafónleikarinn og steikti gítarleikaravinurhans að spila sér og öðrum til ánægju og yndisauka á litlu torgi ekki svo langt frá heimili sambýlinganna. Ég tyllti mér í sólbað á tröppurnar og lét undurfagra hljóma þeirra félaga leika um eyru mín á meðan ég gæddi mér á hádegisverðinum. Eftir góðar 40mín pökkuðu þeir niður hljóðfærum sínum, gengu til mín og spurðu hvort ég vildi koma og borða með þeim. Á þessu stigi færslunnar skal það tekið fram, með vísan í færslu sem nefnist "jákvæð athygli eða helber dónaskapur?" og var skrifuð fyrr í þessari viku að ekki var um að ræða um samskonar tilfelli og þar er rætt um. Þarna hafði ég sest niður sjálfviljug til þess að hlusta á þá félaga spila og hef líklegast gaukað að þeim einu eða tveimur brosum í sólinni. Auk þess voru þeir tveir, hressir og glaðir og gildir um það allt önnur lögmál heldur en einstaka, örvæntingafulla menn á stangli.
Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég með þeim, ásamt þýskri, frönskumælandi stúlku, heima hjá öðrum þeirra í minn annan hádegisverð þennan dag. Á meðan á matnum stóð hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan og var þar mættur maður er kallast Ben og var hann með saxafón undir hendinni. Að sið heimamanna vorum við kynnt og fylgdu því þrír kossar á sitthvora kinnina eins og vera ber. Nokkrum mínútum síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan aftur og reyndist það vera maður sem ég kann ekki að nefna með trompet undir armi og aftur var þriggja kossa kynningin framkvæmd. Um 10 mín síðar hringdi (ekki dinglaði) dyrabjallan enn aftur og gekk inn í íbúðina maður sem ég get heldur ekki nefnt með banjo á bakinu og fékk ég þann heiður að kyssa hann 3 líka. Þýska stelpan fór í tíma en ég sat eftir í pínulitlu íbúðinni með fimm ungum mönnum, kontrabassa, saxafón, banjo, tropmet og básúnu. Fljótlega kom í ljós að þeir voru allir að spila á sín "ekki bestu hljóðfæri" (saxafónleikarinn spilaði á básúnu, gítarleikarinn á kontrabassa og hinn gítarleikarinn á tropmet...o.s.frv) og virtust þeir hafa mjög mis mikinn bakgrunn í tónlist en saxafónleikarinn þó þeim mun meira en hinir. Þegar hávaðinn var orðinn óbærilegur inn í litlu íbúðinni var hljóðfærunum snarlega pakkað niður og haldið út í almenningsgarð nokkrum götum frá og hefði ég gefið á mér báða handleggina fyrir að hafa verið með fótógrafíuapparat á því augnabliki svo kómísk var sú sjón að sjá fimmmenningana með hljóðfærin sín, þar með talið kontrabassann í engum kassa og stoppa alla umferð. "jammsessioninu" var síðan haldið áfram í garðinum á meðan sólar naut við. Ekki fór fram neinskonar númeraskipting og ekki veit ég hvað neinn þeirra heitir nema áðurnefndur Ben svo ólíklegt er að ég muni fá tækifæri til að hanga með þessu ansi skondna en skemmtilega hóp aftur en það er nú bara eins og það er.
Í gærkvöldi snæddum við Finnur svo grískan mat með öðrum Ben sem er barþjónn á Írskum bar í borginni. Ben var "under the weather" og fór því heim, upp í sófa og undir teppi eftir matinn en við sambýlingarnir vorum ekki alveg á því kl.21 á þriðjudagskvöldi þar sem það er jú bara þriðjudagur einu sinni í viku og ákvað ég að tími væri kominn til að kynna Finn fyrir Vínbarnum. Það sem átti aðeins að vera eitt vínglas fyrir svefninn endaði sem mörg vínglös í félagsskap yogakollega minna frá Kanada og Mexico, Kolumbíska barþjóninum, sænsku Söndru og tveimur dönum í djammleit og held ég að ástæðan fyrir því að Finnur sé ennþá sofandi sé sú að hann varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar annar daninn byrjaði að tala við okkur á mjög svo góðri íslensku og var "Vegbúinn" með KK og "Rangur maður á röngum tíma" sunguð nokkrum sinnum hástöfum við misjafna hrifningu bareigandans. Barnum var skellt í lás kl.01 eins og vera ber og afþökkuðum við sambýlingarnir tilboð dananna um að fara með þeim á ástralska diskotekið og héldum heim í draumalandið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband