dagur um dag frá degi til degis

Horfi efins á manninn á móti mér. Í kringum 55 ára, klæddur í íslenska lopapeysu þrátt fyrir 17gráðurnar úti og með eftirvæntingarsvip lítils stráks í augunum. Í barnslægri trú minni hafði ég haldið að maður á hans aldri með gráðu í viðskiptafræði gerði sér grein fyrir að það væri ekki einu sinni sjálfum páfanum fært að læra íslensku og dönsku, á sama tíma, á aðeins sex vikum. Hvernig á ég að koma manninum í skilningum að það muni ekki takast án þess að það líti út fyrir að ég efist um færni hans og móðgi hann? Þess gerist ekki þörf. Eftir fyrsta klukkutímann er hann farinn að reita hár sitt og muldra ofan í hálsmálið að líklegast væri auðveldara að læra kínversku heldur en þessa blessuðu íslensku sem hefur ca.7 leiðir til að bera fram stafinn L og ekkert hljóð í franskri tungu kemst nálægt því að hafa hljóð eins og tvöfalt LL í orðinu bíll. Allir vita jú að maður kemst ekki langt á íslandi ef þú getur ekki sagt orðið bíll almennilega. fyrir næsta tíma setti hann sér sjálfur fyrir að læra tölustafina, vikudagana, ákveðinn greini í öllum kynjum og orðið "dagur" í öllum föllum. hann hefur 10 daga

Er farin á stefnumót við Gaudi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með afmælið, elsku Hildur mín, og góða ferð til Barcelona!

Móðir sambýlings (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:57

2 identicon

Haha, ég er líka að fara að kenna íslensku, en konan virðist þó raunsærri en þessi maður ... ha' det bra í Barcelona og til hamingju með afmælið (fyrirfram!) x

Salka (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:27

3 identicon

Nú ertu orðin 25, bæði á meginlandinu og á landinu bláa. Til hamingju með stórafmælið mín kæra Hildur frænka. Ég hefði sannarlega viljað halda upp á það með þér í Barcelona og verð með ykkur í anda.

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:08

4 identicon

Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, elsku Hildur mín. Ég óska þér ánægjulegrar afmælisferðar á Gaudi-slóðir. 

Guðjón Guðmundsson (Afi Dúddi) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 06:30

5 identicon

Hæ og til hamingju með STÓRafmælið. Sjáumst hjá Gaudi kl. 12 á föstudaginn!

Kveðja

Þorgeir

Þorgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:01

6 identicon

...Heppí börþdei dir Hildur,/ heppí börþdei tú júúú (klapp klapp klapp klapp)

Góðar stundir á afmælisdaginn sem og aðra daga. Kossaflens XXX 

Gudda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:17

7 identicon

Felíz cumlpeanhos!!! Til hamingju með afmælið, elsku Hildur ;o)

Eigðu yndislegan afmælisdag, og ég bið að heilsa Gaudi og Miro. Þeir muna örugglega eftir mér. We go way back... Ef þú nefnir mig á nafn hleypa þeir þér örugglega frítt inn á sýningarnar!

Risaknús :o)

Tinna 

Tinna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 366

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband