24ára eða 6tug?

Upplifi sjálfa mig (og Finnur held ég líka) æ oftar sem gamla sál í ungum líkama. Fórum á barinn í gær þar sem var skífuþeitir að spila tónlist, fína tónlist, hún var bar allt of hátt styllt og engin leið til að halda uppi samræðum. Finnur sagði að ég væri að misskilja, fjörið byrjaði fyrst þegar tónlistin væri orðin svo há að ekki væri hægt að halda uppi samræðum með góðu móti. Samþykkti að fá okkur "one for the road" á leiðinni heim með því skilyrði að ég fengi að fara heim að sofa kl.01. Kom í ljós að hverfispubbinn var opinn til 02 vegna þess að það var 29.febrúar og var því að sjálfsöðgu setið og rabbað við fótboltabarþjóninn til lokunnar. Var það ágætis skemmtun og lagðist ég á koddann 2:30 sátt og sæl með kvöldið. Blótaði því þó í sand og ösku þegar ég mætti í jóga kl.10 í morgun og hét því að drekka aldrei fleiri en eitt vínglas og fara ekki seinna að sofa en 23, það væri ekki þess virði að fórna yndislega heilsubætandi powerjóganu fyrir "soralífið" á nóttunni. Ætli það loforð endist þó lengur en fram að næstu helgi, það er víst ekki inn að farað sofa kl.23 og enda missir maður þá af öllu fjörinu á ölstofum bæjarins og það er dáldið púkó.
Eftir ágætis lasagnemáltíð var kvöldið í kvöld þó tekið í modelbyggingu og sófaráðleggingar. Nú er klukkan að nálgast 01 og ekki seinna vænna að skríða á dýnuna enda á ég miða á sinfoníuna kl.10:45 í fyrramálið. Sambýlingur minn og Haukur bróðir eru sammála um að ég hagi mér eins og 60 en ekki 24ára og 46 vikna í mekka bóhemismans í suður Frakklandi. Gæti þó ekki hugsað mér betri sunnudagsmorgun (nema ef vera væri 300skrið í vesturbæjarlauginni), rölta mér upp á torg í sólinni, gæða mér þar croisant og kaffi áður en ég hlusta á undurfagra sinfoníutóna en meðal efnis er fyrsta sinfonía Beethovens og er gestaleikarinn 19 ára konsertmeistari að ég held frá Rússlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey, ég er líka sextug í anda. Heima að lesa við kertaljós er hundrað sinnum skemmtilegra í mínum huga en að hanga á barnum (þótt það geti að sjálfsögðu verið ágætt og vel það).

Salka (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:05

2 identicon

Vei gaman að eiga "samlúða", verst að við erum í sitthvoru landinu annars gætum við verið lúðar saman á meðan allir aðrir eru asnalegir á barnum. Þú ert uppáhalds heiðursmágkona mín

hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:08

3 identicon

Oh, ég veit ... það væri svooo fínt. Og þú gætir gert handa mér smoothie á hverjum morgni! Ég myndi reyna að leggja eitthvað af mörkum í staðinn, til dæmis ... uhm ... uh ... halda uppi fjörinu? Það er aðalhlutverk mitt þegar kemur að því að t.d. elda með vinum. Mjög góð í að opna vínflöskur og velja tónlist og svona.

 Heppilegt, því þú ert einmitt líka uppáhalds heiðursmágkonan mín!

 Og alveg er það merkilegt hvað ég á alltaf erfitt með þessi reikningsdæmi hér í ruslpóstvarnarreitnum. Einhver undarleg tregða í gangi þegar ég horfi á tölustafina skrifaða svona með bókstöfum. Greinilegt að maður er ekki með master í raunvísindum ...

Salka (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 01:11

4 identicon

Þú getur ekki ennþá verið að fara á þessa tónleika. Nýtt !

Finnur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband