...

Held ég sé ekki að plata þegar ég segi að fyrir utan að drekka góðan kaffi með góðu fólki og tala um heimsmálin þá sé það að dansa tango það lang skemmtilegasta sem ég geri, það er bara svo mannbætandi og hjartastyrkjandi!!! Finnst reyndar mjög gaman að taka ljósmyndir líka. Bara bæði betra.

bara örlítið hraðar...

Eftir að hafa "snoosað" í einn og hálfan tíma í morgun kom ég mér á fætur og rölti í jóga. Var hissa á því að enginn væri mættur rétt fyrir tíu en gerði ráð fyrir að fólk hefði kúrt aðeins of lengi og kæmi fljótlega á harðarspretti. skipti um föt, sótti mér dýnu og byrjaði að rúlla henni út.

Jógakennari 1: Svo þú hefur ákveðið að byrjendahópurinn væri ekki nógu erfiður og fært þig yfir fyrir þig Hildur og fært þig yfir í framhaldshópinn? (ávarpar mig ávalt með nafni, veit ekki hvort það sé til þess að vera kúl að geta borið þetta skrítna nafn fram eða hvort það tíðkist innan jógasamfélagsins til að gera allt persónulegra og jarðbundnara)

Hildur: Ha, neinei alls ekki, þetta er sko alveg nógu erfitt fyrir mig

Jógakennari 2: Þér er alveg velkomið að prófa ef þú vilt, það er að sjálfsgöðu aðeins erfiðara

Hildur: ???

Jógakennari 1: það er að byrja framhaldstími eftir 5mín

Hildur: Hvað er klukkan? hvaða dagur er í dag? (fékk nett hvíðakast að ég hefði rekið höfuðið í vegginn um nóttina, rotast, misst minnið og væri nú stödd í annari vídd)

Jógakennari 2: Miðvikurdagur og klukkan er að verða 10

Hildur: ...já einmitt, þannig að það er að byrja byrjendatími eftir 10mín (hvaflaði ekki að mér að jógakennararnir tveir vissu betur en ég hvaða tími væri að byrja. Byrjaði þó að rúlla dýnunni aftur saman og bjó mig undir að hverfa aftur inn í klefa til að hugsa ráð mitt)

Jógakennari 1: þú ættir endilega að prófa bara. Þetta er aðeins hraðar en byrjandatíminn en flestar æfingarnar eru þær sömu. Þær æfingar sem þú ekki þekkir spyrðu bara um eða bíður eftir hinum.

Ég var ekki viss, byrjendatíminn hafði reynst mér alveg nógu erfiður fram að þessu þar sem mér hafði oft legið við köfnun sökum þess að gleyma að anda en fyrir þá sem ekki vita þá er öndun algjört "cuzial" atriði í jóga. Þeir félagar virtust þó ansi sannfærðir um að ég gæti þetta, gat ekki trúað því að jógamenn færu svo illa með unga stúlku að plata hana í eitthvað sem væri henni um megn.

Og þá var líka eins gott að sanna það fyrir þeim að þetta væri mér ekki um megn. Aðeins voru sex manns mættir í tímann og því garaneterað að kennarinn yrði með augun á öllum svo ekkert yrði hægt að svindla (af því að ég er jú í jóga fyrir kennarana en ekki sjálfa mig) Örlítið hraðar var kannski vægt til orða tekið. Ekkert svona anda einu sinni inn og út á staðnum áður en farið var í næstu æfingu heldur bara hjólað í þetta allt saman. Framan af þekkti ég allar æfingarnar og gerði þær eftir bestu getu á hraða ljóssins undir lokinn bættust þó við æ fleiri sem ég hafði ekki gert áður en mér til mikils happs voru þær meira í formi liðleika en styrkleika og gat þá amk þóst geta gert þær.
Hefði þó allt strax verið mun auðveldara ef Arnaud, sem er eigandi jógastudiosins og annar kennarinn, hefði ekki verið meðal "þátttakenda" en ekki í kennarasætinu í þetta sinn, staðsettur ská fyrir framan mig á nærbuxunum einum saman. ef þið haldi að Hasselhoff eða Schwarzenegger séu vel vaxnir þá lifið þið í blekkingu lesendur góðir.
Það er skemmst frá því að segja að harsperrur í neðri endanum og lærum hafa læðst sér inn eftir því sem hefur liðið á daginn en þó verður ekki komist hjá því að mæta í byrjendatíma í jóga kl.10 í fyrramálið.


prinsipessa

Það er ekki bjart í kortunum, skýjað fram á sunnudag. Erum þó búin að slökkva á hitanum sem ætti að skila okkur feitum sjóðum í vasa fátækra námsmanna. Er að verða gjörspillt af sambýling mínum sem fékk einhverskonar eldunaræðisáráttu í jólagjöf ásamt ítalskri kokkabók og fer nú á kostum í eldhúsinu kvöld eftir kvöld á meðan ég sit eins og prinsipessa og les heimildir. Gæti sagt ykkur allt sem tengist umskurði kvenna, hvar, hvernig, afhverju, hlutfall og síðan hvenær en tekst engu að síður ekki að koma staf niður á blað, þetta er víst ekki spurning um magn heldur gæði. Ef bara sólin léti sjá sig, þá gæti ég amk þóst vera að hugsa á meðan ég lægi í sólbaði.


þá er það frá...

Pabbi er búinn að finna handa mér mannsefni. Maður sem vinnur með honum. Hef sjálf ekki hitt kauða en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er hann gull að manni og dugnaðarforkur. Lætur sér þó ekki vaxa skegg nema endrum og eins en ég er tilbúin að láta af kröfum mínum ef aðrar lýsingar standast. Spurning hvort mér takist að draga hann með mér í tango. Verð alltaf svo þakklát þegar einhver tekur að sér svona, tja hvað á ég að segja, krefjandi verkefni fyrir mína hönd, eitthvað sem ég hef tilhneigingu til að rúlla stöðugt á undan mér af ótta við að takast á við þau. Stóri plúsinn er að ég þarf ekki að upplifa "kynna fyrir foreldrum mómentið" nema einu sinni.
Takk pabbi:0)

"svona drífðu þig með krökkunum"

Í þessum skrifuðu orðum er Finnur að keppa í fótbolta með barþjóninum af títt nefndum Shakespeare og liði hans sem saman stendur af því er mér skilst af hópi yankees og englendinga. Fannst honum ég vera full móðurleg og skammaði mig þegar ég varð mjög æst og spennt yfir þessari hugmynd Ian barþjóns í gærkvöldi, sagðist að hann ætti að skella sér, ég myndi vekja hann kl.8:30 en mæting var 9:30. Varð pínu sár þar sem ég var aðeins að vera kvetjandi sambýlingur og jú einhver verður að taka að sér móðurhlutverkið í fjarveru hinnar eiginlegu móður. Mun þó aldrei koma í þinn stað Olga mín, er aðeins að sjá til þess að hann gleymi ekki að mæður hafa oft reynst vel þegar maður hikar og ætlar segja nei en þær segja "jú, svona drífðu þig með krökkunum það verður voða gaman" og viti menn, maður fer og oftast er bara mjög gaman. I should know, takk mamma!:0) Vona að hann verði eins þegar mér verður boðið að taka þátt í sýningu á nútíma ballett með hópi ástralskra stúlkna.
Ætla nú að drífa mig út í sólina sem skín svo glatt en samkvæmt kortunum á að vera um 15c þarna fyrir utan gluggann.


Þolinmæði

Ó Vesturbæjarlaug, ó elsku Vesturbæjarlaug
Ef ég bara gæti haft þig hér hjá mér í einn dag, segjum tvo.
Ég myndi samviskusamlega taka 300 skrið,
spjalla við þverhausana í pottinum,
slá persónulegt tímamet í gufunni,
jafnvel kasta bolta til krakkanna
Æ hvað það væri nú ósköp notalegt
en maður fær víst ekki allt sem maður vill svo ég verð að vera þolinmóð
Þín vinkona
Hildur

video með öllu

Leigðum okkur fyrstu myndina okkar í gærkvöldi, fundum svona video automat og létum á það reyna. Myndin sem varð fyrir valinu hét The Constant Gardener" og hafði Finnur heyrt vel af henni látið. Ákveðið var að slá kvöldinu upp í fullkomið kæruleysi, keyptur kaldur í sjoppu á leiðinni heim og poppbaunum hent í pott. Fannst ég eiga allt saman skilið þar sem ég hafði sent leiðbeinanda mínum beinagrind að ritgerðinni fyrr um daginn. Myndin reyndist vera talsett á frönsku og ekki var val um að setja texta á nokkru tungumáli. Svona er Frakkland í dag.

Ð

Það er margt og misjafnt sem gleður mann í hinu daglega amstri. Fyrir um einu og hálfu ári gerðist ég ólöghlíðinn borgari og fjárfesti í tölvu í Belgíu, það var einfaldlega mun hagstæðara fyrir fátækan námsmann og geta stjórnvöld sjálf um sér kennt fyrir að skattleggja slíkar vörur sem þau gera. Þegar ég opnaði tölvuna í fyrsta sinn, sitjandi í EJ sófanum í 107 fékk ég áfall, allt var á óskiljanlegri franskri tungu og sá ég fram á að nýja fína mac bókin mín yrði meira til ógagns heldur en gagns þar sem ég þyrfti að fletta í orðabók samhliða notkun. Nördarnir á spjallþráð apple voru þó fljótir að hjálpa mér að kippa þessu í lag og eftir korter var ég búin að eignast nýja bestu vinkonu. Eða svona næst bestu vinkonu, það var sama hvað ég og allir nördavinir og vandamenn fiktuðu, ekki var hægt að skrifa bókstafinn Ð í skrifforritinu word. Það var hægt í öllum öðrum forritum á tölvunni, bara ekki í word. Á þorláksmessukvöld sama ár sat fjölskyldan og tók "session" í að setja inn Ð í 15bls ritgerð sem ég átti að skila fyrir jól, ekki svo að skilja að við hefðum nokkuð annað betra við tíma okkar að gera á þessum tíma árs. Ritgerðina hafði ég skrifað samviskusamlega á nýju næstbestu vinkonuna og síðan sent skjalið í aðra tölvu sem að sjálfsögðu var þeim kostum búin að geta skrifað Ð í forritinu word. Síðan er liðið rúmt ár. Til að byrja með eyddi ég mjög mörgum stundum í tölvuveri Hlöðunnar og setti inn Ð í allar þær fjölmörgu ritgerðir sem ég sem háskólanemi þurfti að skila. Í seinni tíð hef ég notast við skrifforritið text edit sem er þó meira hannað til að skifa innkaupalista heldur en háskólaritgerðir.
Hver sem er getur í hendi sér séð að skrifa 30bls BA-ritgerð í text edit eða með því að setja inn öll Ð eftir á sé ekki mjög físilegur kostur. Var ég því að hallast að því að skrifa aðeins orð sem ekki innihalda Ð. Hefur alltaf þótt gaman að takast á við ný verkefni þið skiljið.
til þess mun þó ekki koma því viti menn, í fyrra dag, þegar ég ætlaði loksins að fara setja niður uppkast af ritgerðinni hver haldiðið að haf hafi verið mættur í öllu sínu veldi í word...jújú mikið rétt enginn annar en hann Ð. mikið gladdi það nú mitt litla hjarta í seisei já.

söndagen

Hver hefði trúað því fyrir sex mánuðum síðan að ég, Hildur Björgvinsdóttir, myndi einhverntíman standa í náttfataalklæðnaði á sunnudagseftirmiðdegi og baka speltskonsur með súkkulaðibitum?
Annars lítur út fyrir að það verði margar skýjaborgir byggðar á næstunni, ekkert nema ský og jafnvel nokkrir dropar í kortunum fram í næstu viku, líst ekkert á þetta. Hvernig er það annars með það þarna fyrir norðan á Klakanum, hef ekki lesið neinar storm/óveðurs/ófærðar/björgunarsveitafréttir í örugglega tíu daga, eruð þið ekkert farin að óttast að það komi ekki fleiri óveður í vetur, hvað gera danir þá?

?

Hvað á maður aftur að gera þegar það er alskýjað?

lokkaprúð

skaust út til antikvinkvenna okkar og keypti mér eyrnalokkapar, hvít blóm með rauðu inní, voða sætir og sumarlegir og appelsínugult armband sem kemur næstum í staðinn fyrir kjól...allavega í bili.
Er núna með skál af múslí með vanillusoyamjólk og hrásykri út á í annarri og pastisglas í hinni, ágætis forrdrykkjarréttacombo. Kvöldmaturinn verða glóðasteiktir borgarar a la Rauðhattagata 5.

kjóll og hvítt

Hef hvorki keypt mér kjól né eyrnalokka síðan í október (að undanskildum sérsaumaða kjólnum í Hanoi en hann er meira svona spariföt heldur en kjóll í Hildarmerkingu) og þótt ég telji það ekki aðalástæðuna þá engu að síður hefur það mikið um það að segja hversu hægt lærdómurinn gengur. Ef ég á að skila ritgerðinni fyrir aldamótin þá held ég að ég neyðist til að bæta úr þessu í vikunni.

violin

A:Hvaða hljóð er þetta?
B:Myndi nú ekki ganga svo langt að kalla þetta Hljóð. Hljómar meira eins og ljúft, róandi suð eða vögguvísa fyrir mér. Þetta er hún Hildur nágranni minn að æfa sig á fiðluna sína.
A: Mér finnst hún nú vera dálítið svona hummm "out of tune" eins við segjum á fagmálinu
B: Það er bara vegna þess að hún keypti fiðluna á 5.000kr í Víetnam en hún var þar yfir jólin og hún fellur alltaf um hálf-til heiltón í hvert sinn sem hún byrjar að spila, eitthvað stillingaratriði. Þetta var meira svona fiðlukitt en ásamt fiðlunni sjálfri fékk hún víst boga, myrru og fínan kassa. Mér skilst reyndar að á leiðinni heim hafi hún komist að því að þetta hafi ekki verið svo góð kaup eftir allt saman, samkvæmt heimamanni hefði hún átt að geta fengið celló(kitt) fyrir sama pening. Hún hefur sagt mér að hún ætli að fara aftur til Víetnam sem fyrst því hún varð alveg heilluð af landi og þjóð og ætlar þá víst að verða sér út um fínt cello en ætlar að láta fiðluna duga þangað til.
A: Finnst þeim sem hún býr með ekkert leiðinlegt að hlusta á þetta sarg?
B: nei, nei alls ekki.hann elskar þetta. Veit sem er að hún er með meðfædda hæfileika til að spila á strengjahljóðfæri, hún þarf bara að ná svona platónsku sambandi við hvert hljóðfæri fyrir sig. Ég get ekki beðið eftir að hún og fiðlan hafa náð alveg saman en þær virðast alveg vera að nálgast það, verður betra með hverjum fimm mínútunum sem líða, það verður svo yndislegt að lesa skáldsögu með kaffibolla í hönd og hlusta á rússneska fiðlukonserta í sólinni.

brakandi...

Kaffi og súkkulaði bætir, hressir og kætir. finn hvernig sköpunarandinn hellist yfir mig...

hvað gerir fólk við allan þennan tíma?

Ég sem hafði hlakkað svo til að vera bara í skóla, sinna skólanum svona einu sinni alveg 100% í fyrsta sinn síðan ég var sjö ára, ekki æfa á neitt hljóðfæri, ekki stunda neinar íþróttir, ekki vera í neinu leikfélagi, ekki vera í 40% vinnu, hvorki vera ritari né formaður ekki þurfa að mæta neinstaðar klukkan neitt. Ekki nema í jóga 3x í viku en það er svo gott fyrir líkama og sál (eins og reyndar öll ofantalin atriði) svo það telst eiginlega ekki með. Og núna, bara í tango 19-21 á miðvikudögum og kannski spunaleiklist 18-20 á fimmtugögum...hef ekki einu sinni komið mér til að rölta yfir á skrifstofu Rauða Krossins til að bjóða mig fram sem sjálfboðaliði, bara sent þeim e-mail sem þeir hafa ekki svarað, líklega hafa þeir ekki skilið það. Langar mjög mikið að rölta yfir til þeirra, taka að mér eitthvað þarft verk og hjálpa öðrum, kannski kynnast einhverju góðu fólki og vonandi læra nokkur orð í frönsku. Ég bara hef ekki tíma til þess, ég þarf að læra. Lesa samviskusamlega, sitja og hugsa um námsefnið, punkta niður áhugaverð atriði og lesa ítarefni. Skil bara ekki afhverju það gengur ekki hjá mér. Ég stilli klukkuna 7:30, hún heldur áfram að hringja á 10min fresti til 8:30. Þá útbý ég mér kinoagraut, helli upp á kaffi og kíki á helstu ekkifréttir heimsins, les öll e-mailin sem ég ef ekki fengið og les allar gömlu bloggfærslur vina og ekki vina. Kl. 9 byrja ég að lesa skólabækur, fletti upp greinum á netinu, googla hitt og þetta, les aðeins í hinum mannfræðibókunum, panta áhugaverðar bækur á amazon og les aðeins meira. Jæja, og þá er að staldra við, fara yfir allt sem þú ert búin að lesa um í morgun og setja niður á blað hvað þú ætlar að skrifa um í BA-ritgerðinni. BLANK!!! Ef till vill er þetta spurning um ávana og venjur, en hafandi allan heimsins tíma í heiminum til að vera góður og samviskusamur nemandi virkar bara ekki fyrir Hildi Björgvins, áhuginn er fyrir hendi og ég held að metnaðurinn sé þarna líka, það bara gerist ekki neitt. Spurning hvort það vanti ekki sjálfboðaliða hjá Rauðakrossinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband