18.5.2008 | 14:31
þegar á heildina er litið
en jafnvel þótt ég hafi ekki lært að tala frönsku og ekki eignast neina sálufélaga, einungis nokkra kunningja hér í Montpellier þá hef ég lært ýmislegt og árið í heildina verið gott. ég lærði til dæmis hvernig á leita og leigja íbúð í frakklandi (tek að mér námskeið), ég lærði ashtanga yoga (tek ekki að mér námskeið), ég lærði að vera pinku örlítið stundvísari (allavega þegar allt er í 10min göngufjarlægð), ég hef jafnvel lært að njóta þess að vera heima hjá mér á kvöldin þ.e.a.s. ekki rjúka til við hverju gilliboði heldur bara kúra mig í sófann og lesa...jafnvel, ég lærði að ef í boði er dásamlegur matur á stúdentaverði þá eru kílóin mjög fljót að koma en að það er allt í lagi því þú lifir bara einu sinni og croisant á íslandi eru ekki á stúdenatverði, ég lærði að maður á ekki að gefa ókunnugum mönnum símanúmerið mitt jafnvel þótt þá vanti hjálp til að skrifa vinkonu sinni bréf á íslensku og síðast en ekki síst lærði ég að hafa ánægju af því að elda sem er ekki sjálfgefið og mjög vanmetið.
Þau markmið sem ég hinsvegar ekki náði auk ofantalinna tungumálaörðugleika var að læra að lifa í núinu en ég er nú þegar farin að plana hvað gera skal eftir útskrift jún 2009 ekki ráð nema í tímann sé tekið, hef ekki lært að vaka lengi enda ættu allir þeir sem að vaka frameftir að læra að fara fyrr að sofa á kvöldin þá verður heimurinn miklu betri. Ég hef heldur ekki klárað að skrifa ba-ritgerðina heldur einungis 3/4 af henni.
Allt saman hið besta mál
Þau markmið sem ég hinsvegar ekki náði auk ofantalinna tungumálaörðugleika var að læra að lifa í núinu en ég er nú þegar farin að plana hvað gera skal eftir útskrift jún 2009 ekki ráð nema í tímann sé tekið, hef ekki lært að vaka lengi enda ættu allir þeir sem að vaka frameftir að læra að fara fyrr að sofa á kvöldin þá verður heimurinn miklu betri. Ég hef heldur ekki klárað að skrifa ba-ritgerðina heldur einungis 3/4 af henni.
Allt saman hið besta mál
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finst það sem þú hefur lært á þessu ári alveg vega uppá móti það sem þú hefur ekki lært eða gert....enda á maður aldrei að hugsa um það sem maður hefði getað gert eða gert betur...það er ekki góður máti að lifa svo ég er stolt af þér og ánægð að þú sért ánægð með árið og ánægð með það sem þú gerðir og ekki gerðir:) hlakka til að fá þig heim....
Ágústa (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:04
Ég tek að mér námskeið í að vaka frameftir...
Tinna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 00:07
Þú ert frábær Hildur.
Guddar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.