útboð

Óskað er eftir tilboði í eftirfarandi verk.

Verkið fellst í því að kenna undirritaðri að prjóna.

Verklýsing:
1.hluti - Kenna hverni fitja á upp prjóna. Þaðan verður farið yfir í að prjóna trefil í þremur litum, þarf hann að innihalda bæði slétt og brugðið.
2.hluti- kenna hvernig lesa á úr uppskriftum prjónablaða
3.hluti - kenna hvernig prjóna á vettlinga og sokka með öllu því sem fylgir, þumli, hæl og stroffi
4.hluti- kenna hvernig breyta á prjónauppskriftum í blöðum, þ.e. stærðum og hlutföllum
5.hluti-kenna hvernig prjóna á peysu í fullorðinsstærð. Þarf peysan að vera í amk tveimur litum.

Tími verkefnis:
Áætlað er að hefja verkefnið um miðjan júní eða eigi síðar en í byrjun júlí eftir samkomulagi. verklok eru áætluð í lok ágúst en búast má við að þau dragist þó eitthvað fram á haustið og verður greitt samkvæmt því.

Skilyrði:
Umsækjendur þurfa að hafa talsverða reynslu af prjónaskap og geta uppfyllt öll atriði í verklýsingu. Algjört skilyrði er að umsækjandi hafi mjög mikla þolinmæði, meiri en gengur og gerist þar sem verkefnið er talið mjög krefjandi í alla staði. Æskilegt er að viðkomandi drekki kaffi eða amk te og finnist súkkulaði gott.

Kostnaðaráætlun:
Borgað er samkvæmt taxta faxaskjóls group (sjá neðar)

umsóknir skulu berast á þessa síðu eigi síðar en 23.5.2008

Hildur Björgvinsdóttir

Samkvæmt leglu nr.2 hjá Faxaskjóli group eru verkefni sem unnin eru að kvöldlagi eða um helgar greidd í ótakmörkuðu magni kaffis, te, súkkulaði, poppkorns, hneta, þurrkaðra ávaxta og osta. Laun eru greidd á meðan á hverri vakt stendur.
Uppsöfnuð yfirvinna greiðist eftir samkomulagi í formi matarboða og rauðvínsdrykkju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki að segja að ég sé að bjóða sjálfa mig fram í þetta verkefni enda er kunnátta mín í prjónaskap afskaplega takmarkaður og þolinmælin heldur minni. EN... Ég er alveg viss um að hún móðir mín myndi ekki leiðast þetta, enda tók hún að sér núna á vormánuðum að kenna "stjúpdóttur sinni" að prjóna með árangri. En af skiljanlegum ástæðum hef ég ekki séð afraksturinn. Og þar sem að "stjúpdóttirin" er að fara nokkra vikna ferðalag í byrjun júní þá hefur líklegast lossnað pláss á prjónanámskeiði Ásdísar. Námskeiðið er haldið á kvöldin og um helgar að Nesbala 78.

Krissa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:31

2 identicon

Minns vill...ef minns verður ekki í einhverju helvítis leiklistarstússi í allt sumar...guð hjálpi mér. Ég hef 3 peysur á ferilskránni, 8 sjöl, 5 húfur, 4 pör leista og óteljandi vettlinga- og smokkapör. Nú þá eru töskur, sígarettu- sem og pennaveski ótalin og nokkrir tugir heklaðra dúlla, en það er önnur saga. Þú værir nú aldeilis í góðum höndum hjá mér...hehe...

Guddulíus (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:22

3 identicon

Ég ætla ekki að bjóða mig fram se kennara á þessu námskeiði, en ef það vantar samnemanda þá er ég til valin í það :)

Tinna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband