7.5.2008 | 20:27
allt stopp
Veit ekki hvað ég sagði eða gerði en sambýlingur minn ákvað að yfirgefa mig í heila tólf daga!...kannski af því að það voru einhverjar skrúplur á honum hvort hann ætti að fara með skiptinemafjölskyldu sinni eða ekki upp í fjöllin á þann himneska stað sem sumarhúsið þeirra er staðsett. benti honum góðfúslega á að mjög, mjög bráðlega mun hann snúa aftur á malbikið í reykjavík og þá verður ekki aftur snúið svo auðveldlega. svona fyrir utan hvað þau eru mun betir félagsskapur en ég sem reyti hár mitt og blóta tölvu og bókum en þó mest seinaganginum í sjálfri mér í sand og ösku allan liðlangan daginn frá sólarupprás til sólseturs. ef einhver setti mér fyrir að ég ætti að skrifa um ársdvöl mína hér við miðjarðarhafið væri ég kominn með 200bls á morgun, enda hvorki kenningar né heimildir í þeirri frásögn, hver var það sem setti reglurnar um svona ritgerðarskrif, segið mér það og ég skal finna viðkomandi og sýna honum hvar davíð keypti ölið. er sem sagt ekki komin með stöku orð meira en þessi 8.000 sem ég skrifaði um fyrir allt of löngu síðan. er að hugsa um að skella mér á ströndina á morgun og láta sjávarloftið leika um heilann, vonandi kemur andargiftin yfir mig.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helvítis beinið! Er engin staðfesta í þessum manni? Ég hugsa að þú þurfir að skila þessum og fá þér annan...og ert kannski búin að því. Jæja, ekki skil ég hvurs vegna stofnanir heimta hugsanir niðurnjörvaðar á blað, er ekki nóg að maður sé brilljant? Þarf maður virkilega að sanna það (Gudda sem skrifaði ekki ritgerðinni sinni og fær 0 fyrir hana). Nei, bara pæling...
Gudd (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.