allt að klárast í kotinu

Hvað ætli maður komist langt með einn líter af ólífuolíu á fjórum vikum? ef ég nota sojasósuna ofan á morgunmatinn þá klárast hún örugglega á mánuði. Fljótandi handsápuna (eigum ennþá sápustykki) væri nú hægt að nota líka í sturtuna og ef við miðum við tvo einstaklinga í sturtu (i sitthvoru lagi) annan hvorn dag, þá verður nú ekki mikið eftir í lok maí. Held ég komist þó ekki hjá því að kaupa klósettpappír áður en við förum, gerum þá ekki annað en að nota hann sem servíettur þegar það koma gestir. Það er smá snúið að versla inn vitandi það að brátt mun ég fara, ekkert fara í smá tíma og koma síðan aftur heldur bara fara fara og líklega aldrei koma aftur. En hvað með fulla pakkann af maizenamjölinu, hlít að meiga flytja hann inn til landsins, það er ekki eins og innihaldið sé haldið kúariðu eða neitt slíkt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svona er þetta þegar maður er að flytja svona alltaf hreint!!! ég sem betur fer flutti nú bara til mömmu svo ég tók bara allan dósa matinn með mér;)

þú kanski vilt ekki beint fylla töskuna þína af dósamat eða??

hlakka til að sjá þig aftur sæta.... flýttu þér heim.................. núna....:D

Ágústa (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:42

2 identicon

Ó hvað það er gott að vita af fleiri skipulagsbrjálæðingum í þessum heimi, mér hlýnar um hjartarætur þegar ég les um svona lógískar framtíðarpælingar :)

Guddar (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:47

3 identicon

Ekki er ráð nema úr Tímanum sé tekið, var sagt þegar Tíminn var annað helsta dagblað landsins  en það  er spurning hvort þetta eigi við núna hjá Hildi og Finni. Hér í Brusselborg tíðkast að setja allt sem maður þarf að losna við út á gangstétt og sjálfskipaðir hreinsarar borgarinnar ganga um og taka allt sem hönd á festir. Væri ráð að setja út fyrir dyr það sem hugsanlega kæmi fólki að gagni en þið getið ekki notað?

Úr sjálfgæfu sólskinsveðri

Kv ÞÓ 

Þorgeir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:03

4 identicon

Úff, ég hef svo oft þurft að spekúlera í þessu. Í Aberystwyth þar sem ég var í BA-námi var sem betur fer mjög sniðugt átak í lok hvers skólaárs, þar sem öllum "unwanted" mat var safnað saman (þ.e.a.s. mat sem geymist, eins og dósum og krukkum) og gefinn bágstöddum. Ég er nú ekkert á leiðinni með að flytja fyrr en í september en er samt byrjuð aðeins að spá í þessu, t.d. á ég riiiiisastóran poka af höfrum sem ég þarf að elda mjög mikinn graut úr!

Salka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband