no hablo espanol

Atriði sem ég uppgvötaði í Barcelonaborg:

Ég kann ekki spænsku þrátt fyrir að vera með stúdentspróf upp á það í vasanum

Ég vil ekki fara ein í heimsreisu (hef í mörg ár talið sjálfri mér trú um að það væri í raun bara ágætt að fara ein hringinn í kringum hnöttinn á svona einu ári)

Ég þarf ekki að fá e-mailið hjá öllum sem ég tala við og er semi-áhugavert fólk. Það er hægt að spjalla saman og síðan bara fara í sitthvora áttina án þess að halda sambandi við þann sem þú þekkir í raun ekki neitt.

Það hentar mér ekki að sofa í herbergi með 7 ókunnugum!

Það er betri matur í frans en í katalóníu

hip og kúl fólk getur líka átt slæman dag og verið grumpy

Mig langar að flytja til Barcelona. Fyrir utan túrhesta og fremur vondan mat er borgin fulllkomin, virkilega vinalegt og jákvætt fólk (ólíkt þeim sem ég hef umgengist síðustu mánuði), það eru "fjöll", sjór, gott samgöngukerfi, falleg hús, flott föt og alltaf gott veður (nema seinasta fimmtudag og seinasta sunnudag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband