I've got no

þeir voru ekki tveir, ekki fimm og ekki níu, ekki færri en 30. Köstuðu frá sér rettunni þegar vagninn keyrði upp að stoppistöðinni og ruddust inn með þvílíkum offorsa að ég hefði trúað því að þeir hefðu verið að koma úr 3 vikna fríi og réðu sér ekki fyrir kæti að byrja aftur í vinnunni. Ekki sást vottu af brosi í andliti þeirra heldur einungis mikilmennskubrjálæði, svona eins og á smástrákunum sem vinna í tollinum í leifsstöð þegar þeir eru búnir að klæða sig í allt of stóru úlpurnar og setja á sig tollarahúfuna. Stóð ekki á sama þegar ég sá sjö vel útbúna lögreglumenn standa eftir fyrir utan, aldrei að vita nema Sarkozy hefði fengið enn eina snilldar hugmyndina, að stynga öllum í steininn sem ekki væru með miða. Fljótlega kom þó upp í mér púkinn og fannst mér þessi uppákoma í annars meira en lítið tilbreytingalausu lífi (fyrir utan seinustu viku að sjálfsögðu) ansi skemmtilegt. Minntist orða sambýlings míns um að það gerði illt vera fyrir alla aðila að leika heimskan útlending svo ég ákvað að taka bara kúlið á þetta og brosa til frosna andlitsins þegar ég tilkynnti honum að ég væri ekki með miða. Var dreginn (meira svona gekk sjálf, hitt hljómar bara betur) út og yfirheirð af tveimur ísmolum sem þiðnuðu þó örlítið þegar þeir sáu óskiljanlega langa nafnið mitt á Glitnis debetkortinu. þegar formsatriðum var lokið og ég orðin heilum 24 evrum fátækari var ekki annað að gera en að vera eins sær og ég gat og brosa til lögreglumannanna tveggja sem virtust vera undir þrítugt og horfðu á mig eins og þeir hefðu ekki séð kvenmann í mjög marga daga. Stökk upp í næsta vagn og rétt náði farinu mínu til að komast út fyrir borgina og dansa smá tango inn í nóttina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband