8.4.2008 | 18:45
hann á afmælí dag...
Haukur bróðir er 19ára í dag og óska ég honum innilega til hamingju með áfangann! við systkynin vorum reyndar sammála um að 19 sé frekar leiðinlegur aldur, 17 fær maður bílpróf ef maður vill og getur, 18 verður maður fullorðin/n og má gifta sig ef maður vill og getur, 20 má maður kaupa rauðvín af því maður vill og getur...en 19 má maður ekki neitt. Flest okkar þurfum við þó að ganga í gegnum það ár og er ég sannfærð um að það sé almennt mjög gott.
Annars er öllum lesendum boðið í 25ára afmælið mitt eftir viku og eina nótt. mæting kl. 17 við Míro safnið í Barcelona, boðið verður upp á ferð um safnið og léttar veitingar á eftir. Forföll vinsamlegast tilkynnist á hér fyrir neðan.
Fékk góðfúslegt leyfi til að spila á píanó í hljóðfæraverslun um daginn, minnti mig á hvað ég sakna píanósins míns ótrúlega mikið. Ætlað halda tónleika fyrir nágrannana þegar ég kem heim.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég þakka góðar afmæliskveðjur. 19. árið byrjar ekki vel. Ég held ég sé að verða veikur eftir Tógó, auk þess að vera lystarlítill. Ég var að enda við að kaupa miða á Barcelona-Espanyol svo ég held að við Þorgeir verðum nú að sleppa Míro í það skiptið.
Haukur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:42
Madre (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:38
Ég verð því miður að tilkynna forföll mín, þú átt afmæli á vitlausum tíma í ár... akkúrat mest að gera í skólanum núna.
En ég vona að þú eigir frábæran dag á morgun
Krissa (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.