4.4.2008 | 12:34
en þú ert meira svona...
Já það er fyndið hvernig fólki er ósjálfrátt skipt niður eftir því hvernig týpur það er og hvernig strauma það gefur frá sér. Allir, og þá meina ég allir, sem ég hef nefnt við seinustu vikur að ég ætli að skella mér í viðskiptafræði næsta vetur hafa kváð hátt og snjallt og hissast stórum. "en Hildur, þú ert svo langt frá því að vera svona viðskiptafræðitýpa, aldrei hefði mér dottið þetta í hug. hafði meira séð þig fyrir mér í einhverju listatengdu eða kannski kynjafræði með mannfræðinni". Hefur mér þótt þetta mjög skemmtilegar athugasemdir, gaman að heyra hvernig fólk myndar sér skoðun um hvert annað. Staðreyndin er hinsvegar sú að ég er skort öllu listrænu innsæi með meiru en er hinsvegar með meðfætt bankagen, þetta vita ekki margir. Planið er því að beisla þetta bankagen og nýta það til að leggja mitt af mörkum til að bjarga mannkyninu og sýna þessum hjálparstafsmönnum út í heimi hvernig á að fara með úthlutað fjármagn og deila niður verkefnum þannig að sem flestir fái að njóta. Svo er aldrei að vita hvort draumurinn um eigið kaffihús verði að veruleika þegar heimurinn er kominn í öruggar hendur.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.