30.3.2008 | 11:44
í bóhemlífinu er þetta helst
Hverju get ég nú logið að ykkur svo líf okkar sambýlinganna hljómi eins og fjölbreytt, spennandi og eftirsóknavert bóhemlíf við Miðjarðarhafið? jú, eftir allt of langt hlé mætti ég loks í jóga fimmtudag og föstudag. það var erfiðara en orð fá lýst og hélt ég á föstudagskvöld að ég væri komin með langtímaverkefni fyrir Finn, að færa mér mat í rúmið næstu vikurnar þar sem ég gæti ekki staðið upp a flekanum nema til að sinna köllum náttúrunnar. þess gerist þó ekki þörf og get ég nú ekki beðið eftir að mæta í jóga á morgun enda ávalt gott fyrir líkama og sál.
Erum búin að fara í tvö kveðjuteiti í vikunni, nei, það eru ekki allir að fara heldur voru þau hjá sömu aðilunum, héldu eitt á ölstofu í bænum á miðvikudagskvöldið og annað heima hjá sér í gærkvöldi. Var nánast alveg sama fólkið bæði kvöldin. ágætis upplyfting
Í gær var um 20c og heiðskýrt. var búin að ákveða að fara á nýuppgvötaða bókasafn borgarinnar sem er ekki með neinum innstungum til að hlaða tölvur, til að skrifa en hætti snarlega við þar sem ég labbaði á grænmetis/ávaxtamarkaðinn og settist í stað þess undir vegg og las um það hvernig ungar stúlkur hlaupast að heiman til að láta umskera sig gegn vilja nútímaforeldra sinna sem ákváðu gegn vilja samfélagsins að umskera þær ekki á barnsaldri.
Nú eru ekki nema tveir dagar í komu las chicas og því ekki seinna vænna að fylla kofan af te, leigja ljóðabækur á bókasafninu, hlaða niður klassískri tónlist og draga fram prjónana.
Erum búin að fara í tvö kveðjuteiti í vikunni, nei, það eru ekki allir að fara heldur voru þau hjá sömu aðilunum, héldu eitt á ölstofu í bænum á miðvikudagskvöldið og annað heima hjá sér í gærkvöldi. Var nánast alveg sama fólkið bæði kvöldin. ágætis upplyfting
Í gær var um 20c og heiðskýrt. var búin að ákveða að fara á nýuppgvötaða bókasafn borgarinnar sem er ekki með neinum innstungum til að hlaða tölvur, til að skrifa en hætti snarlega við þar sem ég labbaði á grænmetis/ávaxtamarkaðinn og settist í stað þess undir vegg og las um það hvernig ungar stúlkur hlaupast að heiman til að láta umskera sig gegn vilja nútímaforeldra sinna sem ákváðu gegn vilja samfélagsins að umskera þær ekki á barnsaldri.
Nú eru ekki nema tveir dagar í komu las chicas og því ekki seinna vænna að fylla kofan af te, leigja ljóðabækur á bókasafninu, hlaða niður klassískri tónlist og draga fram prjónana.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjaumst i fyrramalid!! ;o)
Eg er naestum thvi buin ad pakka. Veivei!
TinTin (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.