22.3.2008 | 17:06
...en mig langar út í sólina
Vissuð þið að hákarlar (að minnsta kosti sú tegund sem er í sædýrasafninu í Montpellier) borða bara fisk og er aðeins gefið að éta 3x í viku? Þetta sagði mjög svo myndalegur starfsmaður safnsins mér. Held það sé mikill misskilningur að dýragarðar og sædýrasöfn séu að mestu gerð fyrir börnin. Held ég hafi ekki skemmt mér neitt síður en Garðar sem hljóp eins og þeytispjald á milli búranna. við gamla fólkið tókum þó aðeins lengri tíma til að fylgjast með hvernig stóru humrarnir pirruðu sig á þeim minni og í að fylgjast með otrum leggja í einelti, merkilegt að þau leiðindi skuli finnast hjá fleirum en mannfólkinu.
Stóð við loforð mitt og fór með fjölskylduna á ströndina. Fyrir utan okkur var eitt þýskt par með dætur sínar tvær...enda sandfok í meira lagi.
Þrammað var um götur borgarinnar ca.17 sinnum og borðað á sig gat oft á dag.
Garðar eignaðist "vini" og lærði að heilsa á "máli" hip-hop manna.
Vil ég þakka fjölskyldunni fyrir einkar ánægjulega, yndislega og viðburðaríka viku hér við Miðjarðarhafið!!!
Er nú hafið tíu daga útgöngubann þar til vinkonur okkar og stöllur Gudda og Tinna munu heiðra okkur með nærveru sinni 1.-8.apríl. Eitthvað segir mér að sú heimsókn verði með aðeins öðrum áherslum en sú sem var að ljúka.
á þeim tíu dögum sem eru þar til bærinn verður málaður rauður verður keppst við að skrifa sem flest orð í minni elskulegu, elskulegu ritgerð.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.