14.3.2008 | 18:47
jamm og já
Ákvað að taka Finn á þetta og blogga bara á tveggja vikna fresti, kanna hvort ég fengi ekki örugglega svona 13 komment eins og hver færsla hjá honum. Svo var ekki.
Sinfoníutónleikarnir voru virkilega góðir sem og morgunkaffið mitt upp á torgi.
Þessa vikuna hef ég afkastað 4 síðum af 25 í ritgerðinni sem þykir nokkuð gott miðað við að í dag og í gær var 20c og heiðskýrt.
Stórfjölskyldan mætir á svæðið eftir sléttan sólarhing, tilhlökkunin er í hámarki enda komnir góðir þrír mánuðir síðan seinast. Daskrá næstu viku verður 6ára miðuð þar sem stefnan verður tekin á dýragarðinn, vatnsdýrasafnið (aquarium), borðaðar kökur og ís í kílóavís og popp og kók þegar búið er að hátta. Því miður spáir ekki 20c og sól en ég lofaði því víst í desember að það yrði farið á ströndina en ekki var tekið fram í hverskonar fatnaði svo ég ætti að geta staðið við það.
Tók góða stungu á tröppum tónleikahússin seinnipartinn. Sama hvað má segja um elsku frakkana þá eru þeir nú hjálplegir þegar á þarf að halda. Maður í símanum, ung kona í taugaáfalli og gömul hjón stóðu í góðum hnapp yfir mér og slógust um hver ætti að fylgja mér heim. Tókst að staula út úr mér á minni afbargðs góðu frönsku að ég byggi nú bara í næstu götu svo þegar gamli karlinn var búinn að gefar mér eitt af (vonandi ónotuðu) snýtubréfum sínu til að setja á ansi illa leikið hnéið staulaðist ég heim á leið. gömlu hjónin röltu þó í hægðum sínum á eftir mér bara svona til öryggis. Konan í apótekinu ætlaði að selja mér allt sem til var í hillunum en ég lét mér nægja stóran góðan plástur.
Fyrsta viðbrögð míns elskulega sambýlings var að skella upp úr og spyrja hvort einhver hefði séð mig detta. Svona er nú gott að eiga góða að.
Sinfoníutónleikarnir voru virkilega góðir sem og morgunkaffið mitt upp á torgi.
Þessa vikuna hef ég afkastað 4 síðum af 25 í ritgerðinni sem þykir nokkuð gott miðað við að í dag og í gær var 20c og heiðskýrt.
Stórfjölskyldan mætir á svæðið eftir sléttan sólarhing, tilhlökkunin er í hámarki enda komnir góðir þrír mánuðir síðan seinast. Daskrá næstu viku verður 6ára miðuð þar sem stefnan verður tekin á dýragarðinn, vatnsdýrasafnið (aquarium), borðaðar kökur og ís í kílóavís og popp og kók þegar búið er að hátta. Því miður spáir ekki 20c og sól en ég lofaði því víst í desember að það yrði farið á ströndina en ekki var tekið fram í hverskonar fatnaði svo ég ætti að geta staðið við það.
Tók góða stungu á tröppum tónleikahússin seinnipartinn. Sama hvað má segja um elsku frakkana þá eru þeir nú hjálplegir þegar á þarf að halda. Maður í símanum, ung kona í taugaáfalli og gömul hjón stóðu í góðum hnapp yfir mér og slógust um hver ætti að fylgja mér heim. Tókst að staula út úr mér á minni afbargðs góðu frönsku að ég byggi nú bara í næstu götu svo þegar gamli karlinn var búinn að gefar mér eitt af (vonandi ónotuðu) snýtubréfum sínu til að setja á ansi illa leikið hnéið staulaðist ég heim á leið. gömlu hjónin röltu þó í hægðum sínum á eftir mér bara svona til öryggis. Konan í apótekinu ætlaði að selja mér allt sem til var í hillunum en ég lét mér nægja stóran góðan plástur.
Fyrsta viðbrögð míns elskulega sambýlings var að skella upp úr og spyrja hvort einhver hefði séð mig detta. Svona er nú gott að eiga góða að.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega er þetta illa upp alinn sambýlingur sem þú átt! Hverjir ætli séu foreldrar hans? Vona að þeir skammist sín.
O.G.Á. (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:51
Þetta er fínasti sambýlingur sem ég á og er vel fyrirgefið úr því að ég slapp við að láta taka fótinn af við hné af því að ég var ekki dóttir hans, hefur líklegast bara verið með sólsting blessaður strákurinn, mér hefði verið nær að hjúkra honum í staðinn fyrir að væla þetta.
hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.