Maður febrúarmánaðar

Af öðrum ólöstuðum langar mig að titla afa minn Þórð Hauk mann febrúarmánaðar. Eftir að hafa unnið sleitulaust í að skrá ættartal fjölskyldunnar í heilt ár, grafa upp upplýsingar um "týnda" ættingja í gegnum Íslendingabók, skjalasöfn, tölvupósta landa á milli og yfir kaffibollum auk þess að safna saman myndum af öllum skaranum þá kom bókin út á prennti fyrripart mánaðarins. Hef því miður enn ekki séð hana en hlakka mikið til að fletta í gegnum hana þegar ég kem á klakann og læra um skyldmenni mín í föðurætt. Óska ég afa innilega til hamingju með þetta verk.
Til að láta sér nú örugglega ekki leiðast eftir að hafa komið ársverkinu frá sér, svona á milli þess sem hann fer í sund, maraþon göngutúra, spilar golf og passar barnabörnin auk þess að sinna hinum ýmsu félagsstörfum þá ákvað afi að skella sér á matreiðslunámskeið og skylst mér að hann sé nánast búinn að yfirtaka eldhúsið hennar ömmu svo gaman hefur hann af pottunum og kryddunum. Hlakka ég einnig mikið til að koma í sunnudagsmat til afa þegar ég kem á klakann.
Þess má geta að afi verður 78 ára seinna á árinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar eins og hann gæti alveg verið maður ársfjórðungsins, jafnvel.

Finnur (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband