1.3.2008 | 19:51
Maður febrúarmánaðar
Af öðrum ólöstuðum langar mig að titla afa minn Þórð Hauk mann febrúarmánaðar. Eftir að hafa unnið sleitulaust í að skrá ættartal fjölskyldunnar í heilt ár, grafa upp upplýsingar um "týnda" ættingja í gegnum Íslendingabók, skjalasöfn, tölvupósta landa á milli og yfir kaffibollum auk þess að safna saman myndum af öllum skaranum þá kom bókin út á prennti fyrripart mánaðarins. Hef því miður enn ekki séð hana en hlakka mikið til að fletta í gegnum hana þegar ég kem á klakann og læra um skyldmenni mín í föðurætt. Óska ég afa innilega til hamingju með þetta verk.
Til að láta sér nú örugglega ekki leiðast eftir að hafa komið ársverkinu frá sér, svona á milli þess sem hann fer í sund, maraþon göngutúra, spilar golf og passar barnabörnin auk þess að sinna hinum ýmsu félagsstörfum þá ákvað afi að skella sér á matreiðslunámskeið og skylst mér að hann sé nánast búinn að yfirtaka eldhúsið hennar ömmu svo gaman hefur hann af pottunum og kryddunum. Hlakka ég einnig mikið til að koma í sunnudagsmat til afa þegar ég kem á klakann.
Þess má geta að afi verður 78 ára seinna á árinu.
Til að láta sér nú örugglega ekki leiðast eftir að hafa komið ársverkinu frá sér, svona á milli þess sem hann fer í sund, maraþon göngutúra, spilar golf og passar barnabörnin auk þess að sinna hinum ýmsu félagsstörfum þá ákvað afi að skella sér á matreiðslunámskeið og skylst mér að hann sé nánast búinn að yfirtaka eldhúsið hennar ömmu svo gaman hefur hann af pottunum og kryddunum. Hlakka ég einnig mikið til að koma í sunnudagsmat til afa þegar ég kem á klakann.
Þess má geta að afi verður 78 ára seinna á árinu.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hljómar eins og hann gæti alveg verið maður ársfjórðungsins, jafnvel.
Finnur (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.