27.2.2008 | 22:39
bara örlítið hraðar...
Eftir að hafa "snoosað" í einn og hálfan tíma í morgun kom ég mér á fætur og rölti í jóga. Var hissa á því að enginn væri mættur rétt fyrir tíu en gerði ráð fyrir að fólk hefði kúrt aðeins of lengi og kæmi fljótlega á harðarspretti. skipti um föt, sótti mér dýnu og byrjaði að rúlla henni út.
Jógakennari 1: Svo þú hefur ákveðið að byrjendahópurinn væri ekki nógu erfiður og fært þig yfir fyrir þig Hildur og fært þig yfir í framhaldshópinn? (ávarpar mig ávalt með nafni, veit ekki hvort það sé til þess að vera kúl að geta borið þetta skrítna nafn fram eða hvort það tíðkist innan jógasamfélagsins til að gera allt persónulegra og jarðbundnara)
Hildur: Ha, neinei alls ekki, þetta er sko alveg nógu erfitt fyrir mig
Jógakennari 2: Þér er alveg velkomið að prófa ef þú vilt, það er að sjálfsgöðu aðeins erfiðara
Hildur: ???
Jógakennari 1: það er að byrja framhaldstími eftir 5mín
Hildur: Hvað er klukkan? hvaða dagur er í dag? (fékk nett hvíðakast að ég hefði rekið höfuðið í vegginn um nóttina, rotast, misst minnið og væri nú stödd í annari vídd)
Jógakennari 2: Miðvikurdagur og klukkan er að verða 10
Hildur: ...já einmitt, þannig að það er að byrja byrjendatími eftir 10mín (hvaflaði ekki að mér að jógakennararnir tveir vissu betur en ég hvaða tími væri að byrja. Byrjaði þó að rúlla dýnunni aftur saman og bjó mig undir að hverfa aftur inn í klefa til að hugsa ráð mitt)
Jógakennari 1: þú ættir endilega að prófa bara. Þetta er aðeins hraðar en byrjandatíminn en flestar æfingarnar eru þær sömu. Þær æfingar sem þú ekki þekkir spyrðu bara um eða bíður eftir hinum.
Ég var ekki viss, byrjendatíminn hafði reynst mér alveg nógu erfiður fram að þessu þar sem mér hafði oft legið við köfnun sökum þess að gleyma að anda en fyrir þá sem ekki vita þá er öndun algjört "cuzial" atriði í jóga. Þeir félagar virtust þó ansi sannfærðir um að ég gæti þetta, gat ekki trúað því að jógamenn færu svo illa með unga stúlku að plata hana í eitthvað sem væri henni um megn.
Og þá var líka eins gott að sanna það fyrir þeim að þetta væri mér ekki um megn. Aðeins voru sex manns mættir í tímann og því garaneterað að kennarinn yrði með augun á öllum svo ekkert yrði hægt að svindla (af því að ég er jú í jóga fyrir kennarana en ekki sjálfa mig) Örlítið hraðar var kannski vægt til orða tekið. Ekkert svona anda einu sinni inn og út á staðnum áður en farið var í næstu æfingu heldur bara hjólað í þetta allt saman. Framan af þekkti ég allar æfingarnar og gerði þær eftir bestu getu á hraða ljóssins undir lokinn bættust þó við æ fleiri sem ég hafði ekki gert áður en mér til mikils happs voru þær meira í formi liðleika en styrkleika og gat þá amk þóst geta gert þær.
Hefði þó allt strax verið mun auðveldara ef Arnaud, sem er eigandi jógastudiosins og annar kennarinn, hefði ekki verið meðal "þátttakenda" en ekki í kennarasætinu í þetta sinn, staðsettur ská fyrir framan mig á nærbuxunum einum saman. ef þið haldi að Hasselhoff eða Schwarzenegger séu vel vaxnir þá lifið þið í blekkingu lesendur góðir.
Það er skemmst frá því að segja að harsperrur í neðri endanum og lærum hafa læðst sér inn eftir því sem hefur liðið á daginn en þó verður ekki komist hjá því að mæta í byrjendatíma í jóga kl.10 í fyrramálið.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.