26.2.2008 | 17:46
prinsipessa
Það er ekki bjart í kortunum, skýjað fram á sunnudag. Erum þó búin að slökkva á hitanum sem ætti að skila okkur feitum sjóðum í vasa fátækra námsmanna. Er að verða gjörspillt af sambýling mínum sem fékk einhverskonar eldunaræðisáráttu í jólagjöf ásamt ítalskri kokkabók og fer nú á kostum í eldhúsinu kvöld eftir kvöld á meðan ég sit eins og prinsipessa og les heimildir. Gæti sagt ykkur allt sem tengist umskurði kvenna, hvar, hvernig, afhverju, hlutfall og síðan hvenær en tekst engu að síður ekki að koma staf niður á blað, þetta er víst ekki spurning um magn heldur gæði. Ef bara sólin léti sjá sig, þá gæti ég amk þóst vera að hugsa á meðan ég lægi í sólbaði.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist allt benda til þess að þú getir hugsað mikið í sólinni næstu daga og jafnvel skotist inn þess á milli og skráð eitthvað á blað...
knús/madre
madre (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.