þá er það frá...

Pabbi er búinn að finna handa mér mannsefni. Maður sem vinnur með honum. Hef sjálf ekki hitt kauða en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er hann gull að manni og dugnaðarforkur. Lætur sér þó ekki vaxa skegg nema endrum og eins en ég er tilbúin að láta af kröfum mínum ef aðrar lýsingar standast. Spurning hvort mér takist að draga hann með mér í tango. Verð alltaf svo þakklát þegar einhver tekur að sér svona, tja hvað á ég að segja, krefjandi verkefni fyrir mína hönd, eitthvað sem ég hef tilhneigingu til að rúlla stöðugt á undan mér af ótta við að takast á við þau. Stóri plúsinn er að ég þarf ekki að upplifa "kynna fyrir foreldrum mómentið" nema einu sinni.
Takk pabbi:0)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hææææ Hildur mín. Mikið er langt síðan ég spjallaði við þig. Gott að geta lesið hvað þú hefur það ágætt í hitanum úti í Frakklandi. Ég er ekki viss um að ég gæti sleppt því að kaupa mér kjóla ef ég byggi úti, en ég verð að viðurkenna að Háskólalífið er hrikalegt fyrir budduna! Ég myndi næstum drepa fyrir að eiga aukakrónur fyrir kjól, klippingu, skóm eða bara hálsmeni! (Ég get ekki lengur keypt mér eyrnalokka því það er gróið fyrir).

Heyri í þér fljótt, hafðu það notalegt í vorblíðunni!

kv. Kolbrún snjókall með hor í nös.

Kolbrún litla (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband