23.2.2008 | 12:06
"svona drífðu þig með krökkunum"
Í þessum skrifuðu orðum er Finnur að keppa í fótbolta með barþjóninum af títt nefndum Shakespeare og liði hans sem saman stendur af því er mér skilst af hópi yankees og englendinga. Fannst honum ég vera full móðurleg og skammaði mig þegar ég varð mjög æst og spennt yfir þessari hugmynd Ian barþjóns í gærkvöldi, sagðist að hann ætti að skella sér, ég myndi vekja hann kl.8:30 en mæting var 9:30. Varð pínu sár þar sem ég var aðeins að vera kvetjandi sambýlingur og jú einhver verður að taka að sér móðurhlutverkið í fjarveru hinnar eiginlegu móður. Mun þó aldrei koma í þinn stað Olga mín, er aðeins að sjá til þess að hann gleymi ekki að mæður hafa oft reynst vel þegar maður hikar og ætlar segja nei en þær segja "jú, svona drífðu þig með krökkunum það verður voða gaman" og viti menn, maður fer og oftast er bara mjög gaman. I should know, takk mamma!:0) Vona að hann verði eins þegar mér verður boðið að taka þátt í sýningu á nútíma ballett með hópi ástralskra stúlkna.
Ætla nú að drífa mig út í sólina sem skín svo glatt en samkvæmt kortunum á að vera um 15c þarna fyrir utan gluggann.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert úrvals staðgengill, Hildur mín, ég er mjög ánægð með þig! Léstu hann ekki örugglega taka með sér húfu og vettlinga?
Olga Guðrún (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:45
Nei, það var allt of hlýtt fyrir það. Hinsvegar sagði ég honum að borða morgunmat áður en hann færi en hann lét það sem vind um eyru þjóta. Það er aldrei gott að fara með tóman maga út í daginn.
hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:24
Sko, í fyrsta lagi var ég BÚINN að segja já við drenginn og svo var ALVEG eins og ég hefði ALDREI eignast vini á ævinni þegar þú „hvattir“ mig með glott á vör til að „fara með strákunum“.
Finnur (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.