20.2.2008 | 17:22
video með öllu
Leigðum okkur fyrstu myndina okkar í gærkvöldi, fundum svona video automat og létum á það reyna. Myndin sem varð fyrir valinu hét The Constant Gardener" og hafði Finnur heyrt vel af henni látið. Ákveðið var að slá kvöldinu upp í fullkomið kæruleysi, keyptur kaldur í sjoppu á leiðinni heim og poppbaunum hent í pott. Fannst ég eiga allt saman skilið þar sem ég hafði sent leiðbeinanda mínum beinagrind að ritgerðinni fyrr um daginn. Myndin reyndist vera talsett á frönsku og ekki var val um að setja texta á nokkru tungumáli. Svona er Frakkland í dag.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ralph Fiennes á frönsku eru sannkölluð helgispjöll. Já, helgispjöll!!!
Veit ekki hvort það hefur skilað sér á frönsku en mér fannst þetta frábær mynd. Var samt mjög reið mjög lengi eftir að hafa horft á hana.
Ég fattaði í gærkvöldi að ég slapp við lúsina. Kraftaverk! Var ekki búin að hugleiða þetta í nokkurn tíma og hætt að leita manískt í hársverði mínum. Sumir eru greinilega heppnari en aðrir hvað hársækin meindýr varðar.
Salka (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.