Ð

Það er margt og misjafnt sem gleður mann í hinu daglega amstri. Fyrir um einu og hálfu ári gerðist ég ólöghlíðinn borgari og fjárfesti í tölvu í Belgíu, það var einfaldlega mun hagstæðara fyrir fátækan námsmann og geta stjórnvöld sjálf um sér kennt fyrir að skattleggja slíkar vörur sem þau gera. Þegar ég opnaði tölvuna í fyrsta sinn, sitjandi í EJ sófanum í 107 fékk ég áfall, allt var á óskiljanlegri franskri tungu og sá ég fram á að nýja fína mac bókin mín yrði meira til ógagns heldur en gagns þar sem ég þyrfti að fletta í orðabók samhliða notkun. Nördarnir á spjallþráð apple voru þó fljótir að hjálpa mér að kippa þessu í lag og eftir korter var ég búin að eignast nýja bestu vinkonu. Eða svona næst bestu vinkonu, það var sama hvað ég og allir nördavinir og vandamenn fiktuðu, ekki var hægt að skrifa bókstafinn Ð í skrifforritinu word. Það var hægt í öllum öðrum forritum á tölvunni, bara ekki í word. Á þorláksmessukvöld sama ár sat fjölskyldan og tók "session" í að setja inn Ð í 15bls ritgerð sem ég átti að skila fyrir jól, ekki svo að skilja að við hefðum nokkuð annað betra við tíma okkar að gera á þessum tíma árs. Ritgerðina hafði ég skrifað samviskusamlega á nýju næstbestu vinkonuna og síðan sent skjalið í aðra tölvu sem að sjálfsögðu var þeim kostum búin að geta skrifað Ð í forritinu word. Síðan er liðið rúmt ár. Til að byrja með eyddi ég mjög mörgum stundum í tölvuveri Hlöðunnar og setti inn Ð í allar þær fjölmörgu ritgerðir sem ég sem háskólanemi þurfti að skila. Í seinni tíð hef ég notast við skrifforritið text edit sem er þó meira hannað til að skifa innkaupalista heldur en háskólaritgerðir.
Hver sem er getur í hendi sér séð að skrifa 30bls BA-ritgerð í text edit eða með því að setja inn öll Ð eftir á sé ekki mjög físilegur kostur. Var ég því að hallast að því að skrifa aðeins orð sem ekki innihalda Ð. Hefur alltaf þótt gaman að takast á við ný verkefni þið skiljið.
til þess mun þó ekki koma því viti menn, í fyrra dag, þegar ég ætlaði loksins að fara setja niður uppkast af ritgerðinni hver haldiðið að haf hafi verið mættur í öllu sínu veldi í word...jújú mikið rétt enginn annar en hann Ð. mikið gladdi það nú mitt litla hjarta í seisei já.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Til hamingju með Ð-fundinn.

http://eyeglasses.go-optic.com/new/eyesize1.gif

Þetta er slóð að því hvernig gleraugu eru mæld þ.e lengdin á spönginni, glerstærð og nefbil. Með þessu móti getuðru pantað þér gleraugu í gegnum netið af því gefnu að þú vitir og eða hafir receptið frá sjóntækni.  Ég ætlaði að setja inn mynd af ágætum gleraugum sem ég rakst á, en mér sýnist sem svo að það sé ekki hægt að setja myndir hérna og ég kann ekki html skrift. Heyrðu, ég fann leiðbeiningar hvernig á að setja myndir í html skrift, sjáum hvort það virki:

<html>

<body>



<img src="http://www.shuron.com/New_Folder/ronsir_zyl/MOCHA-CAT_SM.jpg"></p> </body>

</html>

Ef þetta virkaði ekki, þá það... 

 

Haukur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband