16.2.2008 | 11:57
violin
A:Hvaða hljóð er þetta?
B:Myndi nú ekki ganga svo langt að kalla þetta Hljóð. Hljómar meira eins og ljúft, róandi suð eða vögguvísa fyrir mér. Þetta er hún Hildur nágranni minn að æfa sig á fiðluna sína.
A: Mér finnst hún nú vera dálítið svona hummm "out of tune" eins við segjum á fagmálinu
B: Það er bara vegna þess að hún keypti fiðluna á 5.000kr í Víetnam en hún var þar yfir jólin og hún fellur alltaf um hálf-til heiltón í hvert sinn sem hún byrjar að spila, eitthvað stillingaratriði. Þetta var meira svona fiðlukitt en ásamt fiðlunni sjálfri fékk hún víst boga, myrru og fínan kassa. Mér skilst reyndar að á leiðinni heim hafi hún komist að því að þetta hafi ekki verið svo góð kaup eftir allt saman, samkvæmt heimamanni hefði hún átt að geta fengið celló(kitt) fyrir sama pening. Hún hefur sagt mér að hún ætli að fara aftur til Víetnam sem fyrst því hún varð alveg heilluð af landi og þjóð og ætlar þá víst að verða sér út um fínt cello en ætlar að láta fiðluna duga þangað til.
A: Finnst þeim sem hún býr með ekkert leiðinlegt að hlusta á þetta sarg?
B: nei, nei alls ekki.hann elskar þetta. Veit sem er að hún er með meðfædda hæfileika til að spila á strengjahljóðfæri, hún þarf bara að ná svona platónsku sambandi við hvert hljóðfæri fyrir sig. Ég get ekki beðið eftir að hún og fiðlan hafa náð alveg saman en þær virðast alveg vera að nálgast það, verður betra með hverjum fimm mínútunum sem líða, það verður svo yndislegt að lesa skáldsögu með kaffibolla í hönd og hlusta á rússneska fiðlukonserta í sólinni.
B:Myndi nú ekki ganga svo langt að kalla þetta Hljóð. Hljómar meira eins og ljúft, róandi suð eða vögguvísa fyrir mér. Þetta er hún Hildur nágranni minn að æfa sig á fiðluna sína.
A: Mér finnst hún nú vera dálítið svona hummm "out of tune" eins við segjum á fagmálinu
B: Það er bara vegna þess að hún keypti fiðluna á 5.000kr í Víetnam en hún var þar yfir jólin og hún fellur alltaf um hálf-til heiltón í hvert sinn sem hún byrjar að spila, eitthvað stillingaratriði. Þetta var meira svona fiðlukitt en ásamt fiðlunni sjálfri fékk hún víst boga, myrru og fínan kassa. Mér skilst reyndar að á leiðinni heim hafi hún komist að því að þetta hafi ekki verið svo góð kaup eftir allt saman, samkvæmt heimamanni hefði hún átt að geta fengið celló(kitt) fyrir sama pening. Hún hefur sagt mér að hún ætli að fara aftur til Víetnam sem fyrst því hún varð alveg heilluð af landi og þjóð og ætlar þá víst að verða sér út um fínt cello en ætlar að láta fiðluna duga þangað til.
A: Finnst þeim sem hún býr með ekkert leiðinlegt að hlusta á þetta sarg?
B: nei, nei alls ekki.hann elskar þetta. Veit sem er að hún er með meðfædda hæfileika til að spila á strengjahljóðfæri, hún þarf bara að ná svona platónsku sambandi við hvert hljóðfæri fyrir sig. Ég get ekki beðið eftir að hún og fiðlan hafa náð alveg saman en þær virðast alveg vera að nálgast það, verður betra með hverjum fimm mínútunum sem líða, það verður svo yndislegt að lesa skáldsögu með kaffibolla í hönd og hlusta á rússneska fiðlukonserta í sólinni.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.