hvað gerir fólk við allan þennan tíma?

Ég sem hafði hlakkað svo til að vera bara í skóla, sinna skólanum svona einu sinni alveg 100% í fyrsta sinn síðan ég var sjö ára, ekki æfa á neitt hljóðfæri, ekki stunda neinar íþróttir, ekki vera í neinu leikfélagi, ekki vera í 40% vinnu, hvorki vera ritari né formaður ekki þurfa að mæta neinstaðar klukkan neitt. Ekki nema í jóga 3x í viku en það er svo gott fyrir líkama og sál (eins og reyndar öll ofantalin atriði) svo það telst eiginlega ekki með. Og núna, bara í tango 19-21 á miðvikudögum og kannski spunaleiklist 18-20 á fimmtugögum...hef ekki einu sinni komið mér til að rölta yfir á skrifstofu Rauða Krossins til að bjóða mig fram sem sjálfboðaliði, bara sent þeim e-mail sem þeir hafa ekki svarað, líklega hafa þeir ekki skilið það. Langar mjög mikið að rölta yfir til þeirra, taka að mér eitthvað þarft verk og hjálpa öðrum, kannski kynnast einhverju góðu fólki og vonandi læra nokkur orð í frönsku. Ég bara hef ekki tíma til þess, ég þarf að læra. Lesa samviskusamlega, sitja og hugsa um námsefnið, punkta niður áhugaverð atriði og lesa ítarefni. Skil bara ekki afhverju það gengur ekki hjá mér. Ég stilli klukkuna 7:30, hún heldur áfram að hringja á 10min fresti til 8:30. Þá útbý ég mér kinoagraut, helli upp á kaffi og kíki á helstu ekkifréttir heimsins, les öll e-mailin sem ég ef ekki fengið og les allar gömlu bloggfærslur vina og ekki vina. Kl. 9 byrja ég að lesa skólabækur, fletti upp greinum á netinu, googla hitt og þetta, les aðeins í hinum mannfræðibókunum, panta áhugaverðar bækur á amazon og les aðeins meira. Jæja, og þá er að staldra við, fara yfir allt sem þú ert búin að lesa um í morgun og setja niður á blað hvað þú ætlar að skrifa um í BA-ritgerðinni. BLANK!!! Ef till vill er þetta spurning um ávana og venjur, en hafandi allan heimsins tíma í heiminum til að vera góður og samviskusamur nemandi virkar bara ekki fyrir Hildi Björgvins, áhuginn er fyrir hendi og ég held að metnaðurinn sé þarna líka, það bara gerist ekki neitt. Spurning hvort það vanti ekki sjálfboðaliða hjá Rauðakrossinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband