Það er ekki bæði sleppt og haldið

Eftir maraþon jógatíma var hádegismaturinn: heimatilbúinn smoothie (ávaxta djús/grautur) með banana, mango, appelsínu og engifer, rúgbrauð með hvítlaukssmurosti og grænt sallat með olívum. I love it. Nú gæfi ég alla vinstri höndina og hálfa hægri fyrir að komast í vesturbæjarlaugina, synda nokkra ferðir og skella mér síðan í pottinn og gufuna og síðan aftur í pottinn. Á heimleiðinni kæmi ég svo við í Melabúðinni og keypti í kvöldmatinn áður en ég rölti í ísbúðina og keypti mér barnaís með dýfu og nóa kroppi. Í raun er það vesturbæjarlaugin og fiskur í matinn 3x í viku sem ég sakna mest frá íslandi fyrir utan að sjálfsögðu áskæra fjölskyldu og vini sem ég vildi svo mikið getað knúsað vel og lengi, alltaf! Hér er ein risa stór sundlaug með köldum potti og eftir litla leit höfum við ekki enn fundið góðan fisk til að elda, held að Miðjarðarhafið sé bara of heitt til að gefa af sér góðan og ferskan fisk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband