11.2.2008 | 17:09
Marseille
Áttum ósköp ljúfa helgi í Marseille sem er um tveggja tíma akstur í austur átt héðan. Laugardagurinn var tekinn snemma og lékum við túrista dauðans með kort og myndavélar og þrömmuðum borgina upp í mitt í dásamlegu veðri. Vorum voða glöð þegar fimmfaldaafmælisteitinu sem okkur hafði verið boðið í um kvöldið var aflýst svo Finnur gat púzzlað og ég lesið Spirou teiknimyndasögur. í gær var svo farið út að borða með stórskiptinemafjölskyldu Finnst að tilefni afmæli hjónanna í seinustu viku og fékk ég um það bil bestu pönntuðu (heimatilbúnar eru í öðrum skala) pizzu sem ég hef smakkað, pesto-mozarella.
Áskotnaðist forlátur þrífótur mér til mikillar gleði og voru að því tilefni teknar aðeins 460 myndir á laugardag og sunnudag. mun ég setja inn sýniseintak við tækifæri.
Áskotnaðist forlátur þrífótur mér til mikillar gleði og voru að því tilefni teknar aðeins 460 myndir á laugardag og sunnudag. mun ég setja inn sýniseintak við tækifæri.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ah, Marseille. Þegar ég heimsótti Finn árið 2003 var einmitt mikið púslað og mikið lesið af myndasögum, enda ein besta leiðin til að æfa sig að lesa á útlensku því maður hefur myndirnar sér til aðstoðar.
Mér finnst lýsingin á pizzunni sérdeilis áhugaverð. Pestó/mozzarella? Spurning um að prófa sig áfram næst þegar ég geri pizzu ... var þetta grænt eða rautt pestó?
Heiðursmágkona (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:32
Heyrðu þetta var sem sagt smá pizzusósa, grænt pesto, mozzarellaostur og svo held ég að það hafi einnig verið svona basilicu/ólífuolíumauk ofan á...og þrjár ólífur. Þetta var alveg fáránlega góð pizza.
hvernig var kökuboðið?
hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 08:24
Mmmm ... hljómar vel.
Heyrðu, kökuboðið gekk bara svona tryllingslega vel. Hér var setið yfir pönnukökum og súkkulaðiköku til hálfeitt um nóttina. Var reyndar með brjálaðar harðsperrur í pönnukökuhandleggnum daginn eftir ...
Salka (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.