11.2.2008 | 17:03
allt skýjunum þremur að kenna
Þegar ég vaknaði í morgun var hálfskýjað og hitinn líklega ekki mikið meira en tíu gráður. Það þýddi aðeins eitt, ég varð að láta græna svefnsófan duga til heimildalesturs. Klukkan varð 11 og klukkan varð 12, klukkan varð 13 og klukkan varð 14. Jú ég hafði að vísu skrifað leiðbeinanda mínum langan tölvupóst og borið undir hana hugmyndir og hún svarað um hæl og var þar með komin með smá "feedback" á það hvernig ég á að fara að því að ákveða hvað í ósköpunum ég á að skrifa um því það er víst ekki nóg að lesa hverja bókina á fætur annarri og finnast það allt rosa áhugavert, ég verð að lokum að koma því aftur frá mér og vonandi með örlítið nýjan vinkil á eitthvað af því sem ég hef verið að lesa. Klukkan 14 hafði ég lesið hálfa tímaritsgrein, 7 blogg (þó ekkert innihaldslaust moggablogg að þessu sinni), kíkt inn á mbl.is ca 12 sinnum, skoðað lestarfjargjöld hingað og þangað, kannað hvað væri nýtt á fasteignavefnum, beðið eftir yfirlýsingu frá Villa sem aldrei kom af því að..., skoðað veðurspánna í öllum þeim borgum þar sem ég þekki einhvern og kíkt einu sinni enn inn á mbl.is. Þegar þar var komið við sögu voru fingurnir á lykklaborðinu orðnir svo loppnir og hitastig heilans líklega komið niður að frostmarki svo í stað þess að halda áfram að blekkja sjálfa mig ákvað ég að ná í mig hita með því að vaska upp fjallið í vaskinum, þurrka af snjónvarpinu og ryksuga höllina. Finnur tók að sér baðið.
Jógatíminn minn byrjar eftir 5 min svo það er nokkuð útséð með að ég verði sprikklandi og andandi næstu 90 min. ja kannski andandi...
Finnur verður að láta sér lynda grænmetissúpu með öllu í kvöld það er einfaldlega of kallt inni í íbúðinni okkar til að borða gnocci
Jógatíminn minn byrjar eftir 5 min svo það er nokkuð útséð með að ég verði sprikklandi og andandi næstu 90 min. ja kannski andandi...
Finnur verður að láta sér lynda grænmetissúpu með öllu í kvöld það er einfaldlega of kallt inni í íbúðinni okkar til að borða gnocci
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.