8.2.2008 | 10:24
spunatango
Skráðum okkur í einhverskonar spuna-leiklistarnámskeið í/hjá háskólanum í gær, eitt kvöld í viku. Einhver þröngsýnn gæti sagt að maður geti ekki leikið á frönsku ef maður talar ekki frönsku, það er kolrangt, ef þú getur ekki leikið á frönsku þá er útilokað að læra að tala frönsku. Taldi mig reyndar vera búna með leiklistarkvótann fyrir lífstíð en aldrei að segja aldrei, það er marg sannað að leiklistarfólk er það opnasta, afslappaðasta og skrítnasta fólk sem þú hittir hvar sem er í heiminum og því ætti þetta að vera óbrygðul leið til að kynnast heimamönnum og vonandi stækka orðaforðann smá í leiðinni.
Þegar á skráningaskrifstofuna var komið tókst mér að sannfæra Finn um að koma með mér á byrjendanámskeið í tango, eitt kvöld í viku. Ég hef mjög gott að því að styrkja þau fáu undistöðuatriði sem ég lærði fyrir tveimur árum og vonandi lætur Finnur heillast af þessum magnaða seið sem tangoinn er, svo ekki sé talað um að hver sá karlmaður sem kann svo mikið sem þrjú skref í tango ávinnur sér mjög mörg stig í styrkleikalista karlmanna á lausu enda nýr vettvangur fyrir ný kynni...say no more
Ósköp líst mér annars illa á veðrið á ykkur þarna fyrir norðan, alltso lesendur sem búsettir eru rétt fyrir sunnan norðurpólinn, er ykkur ekkert farið að leiðast þetta elskurnar mínar? Vorið virðist vera búið að stimpla sig inn hér við Miðjarðarhafið en ekkert lát er á sólinni og hækkandi hitatölum veit ekki hvar þetta endar, kannski með því að ég fái eins og þrjár frekknur til tilbreytingar.
Förum til Marseille seinnipartinn og ætlum að dvelja þar fram á sunnudag hjá skiptinemafjölskyldu Finns
Góða helgi og munið nú að setja á ykkur húfu
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það sem ekki drepur mann það styrkir mann
Annars mætti veðrir nú aðeins skána fyrir mér, og ef ekki er hægt að biðja um sól og hlýindi þá bara smá mínus og létta snjókomu án roks.
Krissa (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.