helgin

Helgin hefur verið mjög góð þó svo að prinsinn á hvíta hestinum virðist ætla láta bíða eftir sér. Það þykir mér þó ansi ósanngjarnt í ljósi þess að Finnur vann alla fjóra backamonleikina sem við spiluðum í gærkvöldi, held að botninum sé náð þegar maður/kona er bæði óheppin í ástum og spilum á 26.aldursári. Skelltum okkur á magnaða tango nuevo tónleika í óperunni á föstudagskvöldið þar sem einungis voru spiluð verk eftir Piazzolla. Held ég verði að fara að dusta rykið af tangoskónum og grafa upp maison de tango sem mér skilst að sé einhversstaðar í úthverfi borgarinnar. Tel þó litlar líkur á að prinsinn býði mín þar en meðalaldur gesta á tónleikunum hefur verið um 55 ára.
Að loknum tónleikum var tekinn einn pöbbahringur áður en haldið var heim í koju.
Held maður þurfi að vera í mjög ákveðnu skapi til að drífa sig af stað í grímubúningateiti þar sem maður þekkir ekki sálu. Við vorum ekki í þannig skapi í gærkvöld og "beiluðum" því á öllum sem við þekkjum ekki. Létum þó ekki þar við sitja heldur skelltum okkur á Shakespeare og tókum þar fyrr greinda backamon leiki. Á heimleiðinni rákumst við á hóp kunningja okkar sem allir höfðu runnið á lyktina af ókeypis víni sem stóð gestum nýjasta barsins í hverfinu til boða. Þegar klukkan sló eitt var öllum hent út eins og vera ber hér í bæ en það leið þó ekki á löngu þar til eigandinn kom út til okkar sem eftir stóðum og bauð okkur að koma aftur inn og drekka restarnar af víninu sem hafði verið keypt fyrir kvöldið. Það reyndust vera ansi margir lítrar og þegar ég læddi mér heim á leið kl.03 sá ekki högg á vatni.
Finnur brilleraði í eldhúsinu í gærkvöldi og áðan sameinuðm við sambýlingarnir krafta okkar og skelltum í nokkra gómsætar pönsur.
Já, bara hin fínasta helgi verð ég að segja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband