1.2.2008 | 11:43
draumráðningar
Dreymdi í nótt að ég hefði unnið fúlgufjár í peningakassa. Fyrir hádegi var ég sannfærð um að það væri fyrirboði dauða míns í þvottahúsinu. Það var á þeim tímapunkti sem ég var um það bil að setja tvær vélar í gang en þá kom inn kona og sagði að önnur þeirra væri biluð. Þegar ég ætlaði að loka hinni vantaði á hana haldfangið sem hefði komið í veg fyrir að ég gæti opnað hana aftur. Eftir að hafa farið tvisvar í kjörbúðina og einu sinni í sjoppuna til að fá skiptimynt horfði ég á þrjá þurrkara vinna í 30min hver og rogaðist síðan heim með fangið fullt af hálfrökum þvotti. Er enn á lífi og við hestaheilsu svo vonandi að peningadraumur minn sé bara fyrir góðri helgi og kannski prinsi á hvítum hesti eða eitthvað.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú bara spurning hvernig þú vilt túlka þetta en það er ýmislegt í boði eins og sjá má..
Að telja peninga er fyrir barneignum. Að finna peninga boðar stöðuhækkun. Að tína peningum eða peningaveski merkir velgengni í ástamálum. Sértu með mikið af peningum í veskinu er það fyrir fátækt og basli. Að finna buddu úttroðna af peningum er gæfumerki, einkum fyrir ástfangið fólk.
Ég held að við séum að tala um stöðuhækkun eða kannski ridddara...
góða skemmtun í kvöld!
madre
madre (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.