enn af húsdýrahaldi

Það er greinilegt að okkur sambýlingunum er ætlað að halda húsdýr, virðist líða svo vel hjá okkur að þau neita hreinlega að fara. Hefði reyndar sjálf kosið litla sæta kisu en ég ætla þó ekki að vera með neitt vanþakklæti. Þar sem það liggur þó ljóst fyrir að við munum yfirgefa svæðið þegar líður á sumar og þar sem það er ávalt verið að ávíta fólk fyrir að taka að sér húsdýr sem það getur síðan ekki haldið sökum búferlafluttninga þá ætlum við að gera okkar besta til að losa okkur við þau sem ALLRA fyrst og þá verð engin leiðindi í vor þegar við pökkum niður og fljúgum heim á klakann. Þar sem það er hvort eð er aðeins spáð hálfskýjuðu og 10c á morgun þá er eins gott að nota daginn til að þvo eins og nokkrar vélar, ryksuga og dunda sér við að pakka inn dóti í einangrun, svona eins og á aðventunni, bara innpökkun í staðinn fyrir jólaföndur. Búið að bjóða okkur í risa búningateiti á laugardagskvöldið sem einn af ensku börum borgarinnar stendur fyrir, ætli við verðum ekki bara að fara sem sundmenn þar sem allt annað er pakkað inn í plastpoka, það væri nú skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er komin í nokkuð stanslausa kláðaparanoju hérna. Sit og læri og lít með reglulegu millibili upp til að gá hvort ég sé komin með grágegnsætt gæludýr á öxlina.

Salka (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband