af lestri og dýrahaldi

Það hljómar ef til vill dálítið undarlega en það er ótrúlega gaman að lesa rit prófessora sem fjalla um félagslegu hliðina á því óhugnalega og viðurstyggilega fyrirbæri sem umskurður kvenna er. Ég ætti kannski frekar að segja áhugavert. Mun aldrei nokkurntíman aðhyllast eða mæla með þessum verknaði og vona að hann þurrkist út í samfélagi manna sem fyrst en það er ekki laust við að skilningur minn fyrir því að fólk og þá aðalega konur í ýmsum Afríkuríkjum halda honum í heiðri og berjast fyrir rétti sínum að gera svo áfram. Og er það jú markmið ritgerðarinnar (held ég) að grennslast fyrir um ástæður og sögu umskurðar kvenna á frönskumælandi Afríku. So far so good.

Annars höfum við þríeikið haft það mjög notalegt í vikunni, á milli þess sem við höfum legið í leti hefur verið hlustað á íslenska landsliðið verða heimsmeistarar og daginn eftir vera ekki með alveg nógu góða vörn, horft á Reykvíkinga mótmæla vanvirðingu við kjósendur, skoðað hákarla og mörgæsir í nýja sædýrasafninu og í dag fóru systkynin í dýragarðinn á meðan ég var heima og las. Finnur hefur einnig farið á kostum í eldhúsinu.
Heiðursmágkona mín og gestur hún Salka varð 27 ára í gær og ákvað þríeikið að því tilefni að fá sé gæludýr í Rauðhattagötu nr.5. Ákveðið var að hafa það ekkert of stórt þar sem íbúðin er í minni kanntinum. Dýrið hefur væntanlega verið haldið einskonar kanínueðli þar sem það fjölgaði sér mjög hratt og neyddust húsdýraeigendurnir að lokum að fara til apótekarans og fá eitthvað til að sporna við frekari fjölgun. Salka hafði það á orði á fimmtudag að henni finnist óvengjulegir afmælisdagar alltaf skemmtilegastir og vildum við sambýlingarnir að sjálfsögðu ekki bregðast henni. Gærdagurinn fór því í það að ryksuga rúmdýnur, hengja sængur og kodda út um gluggana, setja tuskudýr og föt sem ekki má þvo á meira en 40c í einangrun til tveggja vikna og þvo 5 þvottavélar. Á meðan vélarnar voru að þvo var skellt í einn kaldann og í gærkvöldi var síðan dagurinn toppaður með ljúffengu sushi og stoppað á hverfiskránni á leiðinni heim. Held að Salka hafi bara verið alsæl með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband