miðjustefna

Það er gaman að bera saman umferðamenningu Víetnama og Brusselbúa hvar ég er stödd núna. Í Víetnam er lítið sem ekkert sem heitir hægri eða vinstri umferð, meira svona miðjuumferð og einstefna þýðir í raun tvístefna. Gangandi vegfarendur hafa engan rétt, bifhól talsvert meiri og síðan koll af kolli til stæðstu ökutækja sem oftast eru fínu jeppar kommúnistamanna. Þannig er ekki hægt að ana beint yfir götuna þótt rautt logi hjá ökutækjum, kannski er maðurinn á hvítu vespunni bara að flýta sér og þá skiptir hann engu máli hvort logi grænt eða rautt. Eftir 3 daga var þó lítið mál að henda sér út á götuna þar sem margir tugir bifhjóla og einstaka bíll stefndu í áttina að, bara eitt skref í einu, aldrei að hlaupa, "þeir munu sveigja fram hjá" sögðu þeir sem til þekkut og það var ekki annað að gera en að treysta því, ella vera heima á hóteli í 2 vikur því enginn mun stoppa fyrir þér. Hér í Brusselborg veltir maður fyrir sér afhverju allir þessir bílar eru stopp við gangbrautina jafnvel þótt enginn sé að labba yfir hana en það er skiljanlegt þar sem maðurinn á sem röltir eftir gangstéttinni á bara ca 10metra eftir í gangbrautina.

Rúlla með lestinni suður eftir í sólina á morgun og hlakka mikið til að knúsa Finninn minn sem ég hef ekki séð í rúmar sex vikur og drekka með honum rauðvínið sem ég óskaði eftir að verði til staðar þegar ég mæti í slotið. 

Á föstudaginn kemur síðan hluti af skiptinemafjölskyldu minni sem ég dvaldi hjá í Minneapolis, USA 2001-2002. Þær mæðgur ætla að dvelja í höllinni í einhverja daga en síðan munum við líklegast skoða okkur aðeins um sveitir riveríunnar þar til þær fljúga aftur 21. þessa mánaðar. 

Spurning hvort ég nái að skella einhverjum af þeim 800 myndum sem ég tók fyrr en þær eru farnar, sjáum til  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg velti fyrir mer hvort se betra, vinstri-umferd eda midju-umferd...

Tinna (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband