smá jólahugleiðing

Fólk er mjög mikið að spyrja mig hvernig ég "tími" að vera í útlöndum um jólin.  Fyrir utan að eiga eftir að sakna stórs hluta fjölskyldunnar óheyrilega mikið þá verð ég að segja að ég hlakka bara mjög til að upplifa jól annarsstaðar en á Íslandi. Hver veit nema brjálaður veðurofsi með vatnsflaumi á við Kyrrahafið og vindhraða á við góðan hnerra sem ríkir fyrir utan gluggann minn hafi eitthvað með það að gera. Eða jafnvel sú staðreynd að eftir 9 daga verð ég í flugvél á leið til Hanoi þar sem samkvæmt veðurspá bbc.com ríkir nú 25 stiga hiti og hálfskýjað. maður spyr sig. Reyndar virðist ég verða æ minna jólabarn með hverju árinu sem líður, finnst jólin hafa mikið snúist upp í andhverfu sína þar sem verslanir eru opnar til 22 fleiri vikum fyrir jól, auglýsingaflóðið í hvers kyns formi er að buga fólk, oft virðist verð gjafanna skipta meira máli en innihaldið og foreldrar mega ekki vera að því að föndra með börnum sínum vegna anna við innkaup og þrif. Allt þetta á sér stað á meðan bætur öryrkja og aldraðra skerðast, húsaleigan hækkar og æ fleiri leita aðsoðar hjá fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd. Þið megið segja að ég sé full neikvæð en þetta er nú bara staðreynd sem mig langar að biðja ykkur um að íhuga svona seinustu dagana fyrir jól. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er ekki mannana best hvað þetta varðar, á leið yfir hnöttinn á semi-sagaclass því það var það eina sem var laust þar sem ég mun gista á góðum hótelum og borða fínan mat á fínum veitingastað á aðfangadag og örugglega alla hina dagana líka. Mig langar að biðja þig kæri lesandi að staldra aðeins við með mér, íhuga hvað jólin í raun og veru merkja fyrir þig, gefa fjölskyldu þinni og vinum meiri tíma en bara það sem tekur að skrifa "gleðileg jól" í sms, lesa jólasögu fyrir börnin og jafnvel leggja þitt að mörkum til þeirra sem minna mega sín, hvort sem það er pakki undir tréið í Kringlunni, gefa aðeins fínni föt til Rauða Krossins sem einhver getur verið í á jólunum, geit til kirkjunnar eða smá peningaupphæð til góðs málefnis, þarf ekki að vera stórt, dýrt, flókið eða tímafrekt, aðeins smá ást og kærleikur.

Megið þið öll eiga gleðilega aðventu og ekki láta ykkur verða kalt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk :o)

Tinna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband