26.11.2007 | 21:06
lok lok og læs
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að Reykjavík er engin Montpellier eða Köben en fyrr má nú vera. Þetta væri frábært ef ég hefði allan heimsin tíma, þyrfti hvergi að mæta nokkurntíman, ekki sinna neinu, ætti hvorki fjölskyldu né vini og þætti ekkert skemmtilegra en að fara í bíó í Smáralind...þannig er málum bara ekki háttað. Í seinustu viku sótti ég fríkortið mitt í strætó, svo ótrúlega glöð og sátt við þetta fína framtak stjórnvalda. Þessi gleði entist þó ekki mjög lengi. Hvað með alla öryrkjana og gamla fólkið, afhverju á það ekki líka að fá frítt í strætó? Í gær var sunnudagur, það tók mig 80 mínútur að komast úr vesturbænum í Smárahverfið með stóra gula bílnum. Það var snjófok en ég ætti nú ekki að vera að kvarta, ferðalagið átti sér stað á milli 13 og 14:20 og ég gat séð númerið á strætóunum sem voru að koma þar sem það var ekki kolsvartamyrkur eins og þegar ég labbaði í vinnuna kl.9 í morgun.
þegar ég verð forseti verður Íslandi lokað okt-apr og allir íbúar sendir til hlýrri, bjartari og þurrari staða.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bíð spenntur eftir að þú verðir forseti. Verður þá þjóðardrykkurinn rauðvín?
Atli Sig (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 02:00
hæhæ...það er hellingur að gera í skólanum en ég er laus t.d. á miðvikudagskvöld en svo er ég að fara til Boston...hvað hafa hinar sagt!
sibba (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.