ÍSkaldafrón

Í London var te og rauðvín drukkið í lítravís, dásamlegur matur eldaður, yogaæfingar bornar saman í stofunni (eftir að hafa drukkið rauðvín í lítravís), kaffihúsin hertekin, rölt eftir Tames í rigningunni, borðað fish n'chips á pöb með einum stórum og köldum í morgunmat/hádegismat, nýjasta vínuppskera Frakka drukkin (mikil vonbrigði) og borðað á versta kínverska veitingastaðnum í öllu soho. Samhliða þessu öllu saman var að sjálfsögðu kjaftað út í hið óendanlega um allt milli himins og jarðar. Eflaust hefur mikill kuldi og mikil rigning sett sinn svip á þessa fyrstu heimsókn mína til stórborgarinnar en ég verð að segja að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Það má þó vera að eftir að hafa lifað í bómul í rólegheitunum í Montpellier í 3 mánuði, þar sem búa "aðeins" færri en í London, og eru bara tvær línur af sporvögnum en ekki lestar, underground og strætóar og ég get gengið í alla þjónustu sem ég þarf á að halda á korteri þá sé ég orðin aðeins of góðu vön og hafi bara haft gott af því að hrysta aðeins upp í tepruskapnum og takast á við mannhafið. En í heildina litið var þetta frábær ferð og vil ég koma þakklæti til Lilýar og Arnars og þeirra fína sambýlisfólks fyrir að hýsa mig og fyrir yndislegar samverstundir.

Svona úr því að ég var komin svona norðarlega hvort eð er ákvað ég að skella mér bara heim á ÍSkalda klakkann og mun ég búa í Skeifunni 6 fram til 19.des og mun þá taka flugið vestur um haf til Hanoi, Víetnam. Ef þið eigið lausa kvöldstund fyrir kaffibolla og spjall er sama gamla númerið opið og og ég mun stökkva um hæl upp í einn af þessum yndislegu gulu stóru bílum sem keyra á uþb sjö daga fresti og aðeins á staði sem ég er ekki að fara á og verð mætt eftir óákveðinn tíma.

Hér með ber ég kveðju Finns til allra sem ég mun hitta og ekki hitta á meðan á dvöl minni stendur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim, elsku Hildur mín! Mikið er gaman að fá frá þér nýja bloggfærslu, ég var komin með hálfgerð fráhvarfseinkenni. Verst að nú get ég ekki notað bloggið þitt til að fylgjast með heimilislífinu á Rauðhúfugötu næsta mánuðinn, sem hefur reynst svo einkar hentug aðferð til að njósna um hagi sambýlings þíns, sonar míns! En ég vona að þú hafir það skemmtilegt í fríinu og ef sá guli skyldi eiga leið um Skeiðarvoginn ertu meira en velkomin í kaffi.

Olga Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 23:49

2 identicon

Hahaha, að mamma skuli virkilega halda að ég ritskoði ekki bloggið þitt. Þín er sárt saknað hér. Ég hitti Pierre fyrir tilviljun í dag á matsölustað og hann var með einhverri bandarískri stelpu. Sá fer víða... Ekki vinna yfir þig. Njóttu! Njóttu!

Finnur (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 01:46

3 identicon

Takk fyrir gott boð Olga mín og mun ég heldur betur reyna að múta bílstjóra stóra gula bílsins til að aka um Skeiðarvoginn áður en ég fer aftur.

Ég sakna þín líka mikið kæri sambýlingur og er með þér í anda í rólegheitunum á Rauðhattagötu 5, hér er einfaldlega allt of mikið stress og læti.

Hildur Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:21

4 identicon

London er agaet, en naest mattu endilega lata okkur Guddu vita af komu thinni :o)

Tinna (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur Björgvinsdóttir

Höfundur

Hildur Björgvinsdóttir
Hildur Björgvinsdóttir
Höfundur er mannfræði nemi,listunnandi og matargat sem skellti sér til Frakklands til að stúdera manninn,innbyrða menninguna og borða croisant og drekka vin,allt saman á franskri tungu sem hún varla skilur betur en japonsku eda mal frumbyggja Amazon.

Spurt er

Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband