16.11.2007 | 16:00
varúð hætta nálgast!
"Ekki líta í augun á þeim, horfðu í hina áttina og brostu og mundu það virkar engan veginn að leika heimskan útlending, það gerir bara aðstæður mun verri fyrir alla sem eiga hlut af máli". Finnur talaði af reynslu, hann hafði lent í þeim. Ég fann hvernig ég herptist öll saman að innan og fór að skjálfa en reyndi á sama tíma að einbeita mér að því að horfa út um gluggann í hina áttina og brosa mínu blíðasta. Höfuðið leitaði þó alltaf í áttina til þeirra. Þeir höfðu færst einu skrefi nær en áðan. Ég stakk upp á því að við færðum okkur um set en Finnur sagði að það myndi ekki virka, þeir myndu taka eftir okkur og við værum þá jafnvel í enn verri málum. Ég vissi ekki einu sinni hvernig ég ætti að útskýra mál mitt á frönsku. Ég ákvað að beita hugarorkunni á þetta, hugsa nógu mikið og nógu sterkt og viti menn, þeir fóru út eftir 3 stoppistöðvar. Puhee, þarna skall hurð nærri hælum. Við sambýlingarnir brostum þó okkar blíðasta og hugsuðum um allan peninginn sem við, fátæku námsmennirnir, höfum sparað á seinustu 3 mánuðum.
Um bloggið
Hildur Björgvinsdóttir
Tenglar
Skemmtilegt
Það sem gaman er að gera þegar mann langar að gera eitthvað skemmtilegt
Spurt er
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 408
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lék einu sinni heimska útlendinginn í Hannover og það virkaði ... eða næstum. Þeir lækkuðu sektina. En sekt var það þó.
Salka (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 17:11
Helvítis þjófóttu útlendingar. Bera enga virðingu fyrir menningunni eða kerfinu...
Tryggvi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.